Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 03.06.1976, Blaðsíða 36
skónum hennar snertu gólfið. Dansinn stóð aðeins yfir í nokkrar mínútur. Fanný hneigði sig fyrir áhorfendunum og hvarf á bak við tjaldið. Eins og stormbylur hófust fagnaðarlætin. „Brava, bravissima! Bravissima signorina Elssler!" Jafnvel konungurinn, sem talinn var fremur lítið hneigður fyrir listir , klappaði í ákafa, og hrópaði: „Bravissima!" Fanný varð að endurtaka dansinn. I annað sinn sveif hún eftir leiksviðinu. Þá var blómvendi kastað að fótum hennar ofan úr einni stúkunni. Hún hneigði sig brosandi, en léttur roði leið yfir vanga hennar. Nú hafði hrifningin náð hámarki. I fleiri mínútur var klappað og hrópað svo að húsið virtist leika á reiðiskjálfi. Slík fagnaðarlæti voru óvenjuleg í Konunglegaleikhúsinu. Heldri frúr lutu hver að annarri. „Sú kann einhverntíma lagið á karlmönnunum. Þetta, sem enn þá er bara stelpukrakki! En dansað getur hún, því verður ekki neitað." í hlénu kom leikhússtjórinn til Fannýjar. Hún var ekki kominn úr dansklæðunum, þegar hann kom inn. „Það gleður mig ósegjanlega að mega færa yður heillaóskir með þessa fyrstu sýningu. List yðar er langtum fullkomnari en Konunglega leikhúsinu gat til hugar komið." Með sælubrosi tók hún á móti heillaóskunum. Það var barið að dyrum. Ein leikhúsþernan kom með bréf. Greif inn dró sig undir eins í hlé, en hafði þó áður séð utanáskriftina. Fanný las: „Leopold prins af Burbon og Sikiley, hertogi af Salerno, ofursti 22. konunglegu fótgönguliðssveit- arinnr, biður ungfrú Fanný Elssler um áheyrn." „Hans konunglega tign stendur hér fyrir utan, ungfrú. Má prinsinn koma inn?" Konunglegur prins vill tala við mig ! Henni fannst allt snúast í hring fyrir augunum á sér. Gat það verið satt? En það var ekki um að villast. Prinsinn kom inn. Það var hár maður og grann- vaxinn, fríður sínum og virðulegur, með dökkt hár og yfirskegg og brún augu. Hann var í einkennisbúningi neapolitanskra liðs- foringja. Hann hneigði sig kurteislega, og rétti Fanný hendina. „Dans yðar, ungfrú, hefir vakið hjá mér undrun og hrif ningu. Ég játa hreinskilningslega að list yðar er enn fullkomnari en í fyrra." „Hefir Hans konunglega tign séð mig áður?" „Vissulega. Ég sá yður dansa í Karnterntorleik- húsinu í fyrra. Undir eins þá tók ég eftir hinum f rá- bæru hæfileikum yðar. En í dag, kæra ungfrú standið þér á hátindi listarinnar. Ég sá Rozier í Vín, en mér þótti ekki líkt því eins mikið til hennar koma, kæra ungfrú." „Kemur Hans tign oft til Vin?" „Einusinni til tvisvar á ári. Ég er eiginlega að hálf u leyti Austurríkismaður og að hálfu leyti ítali. Ég er fæddur á ítalíu en nátengdur austurrísku keisarafjölskyldunni. Auk þess var móðir mín frá Vínarborg. Ég er einnig keisaralegur austurrískur ofursti, og ræð yfir fótgönguliðsherfylkinu nr. 22, sem hefir aðsetur sitt á Norður-ítaiíu. Vínarborg dregur mig til sín með ómótstæðilegu afli, það er svo töf randi fögur borg, svo bjart og létt yf ir henni, og þar má maður skemmta sér af hjartans list." „Þaðgleður mig innilega að heyra Hans konung- legu tign tala þannig um fæðingarborg mína, og sérstaklega þegar ég er hér í ókunnu landi. „ Ég hugsa að ég geti á engan hátt betur sýnt Vín- arborg vináttu mína en með því að reyna að gera yður líf ið hér eins ánægjulegt og hægt er. Þér verð- skuldið það sannarlega vegna yðar göfugu listar. AAætti ég því vera svo djarfur að biðja yður að heimsækja mig í höll mína einhvern næsta daginn og sýna nokkrum vinum mínum list yðar?" Fanný játaði því fúslega. ,, Ég læt yður vita nánar um þetta seinna, ungf rú" Leopold prins kyssti hæversklega á hönd hennar og fór. Tvö blöð voru gef in út í Neapel, og beið prófessor Barbaya komu þeirra með mikilli óþreyju morgun- inn eftir. Hann brann í skinninu að sjá dóm þeirra á sýninguna. Loks komu blöðin. Blaðið „ Populo Neapoli" birti mynd af Fanný og lauk fTTÍklu lof sorði á list hennar. Amtsblaðið fór hægar í sakirnar en taldi þó Fannýju frábæra listakonu, sem mundi eiga glæsi- lega framtíð í vændum. „Um dóm Amtsblaðsins er miklu meira vert, og það kemur Fannýju að meira haldi í framtiðinni, en orðagja'lfur hins blaðsins," sagði prófessor Bar- baya við Rósu. Fanný hafði aldrei verið eins hamingjusöm. (f yrsta skipti á ævinni sá hún mynd af sjálf ri sér í opinberu blaði. Fanný var ekki enn komin á fætur, en hún skeytti því engu og kallaði á prófessorinn og lét hann þýða greinarnar orðrétt á þýzku. „Ég óska yður til hamingju ungfrú Elssler. Fyrsta sýningin gat ekki verið ákjósanlegri. En nú má ekki láta hér við sitja. Ég verð að senda von Gentz hirðráði sitt eintakið af hvoru blaðanna, svo að þetta komizt í Árbók Vínarborgar og Leikhús- blaðið, því að Vínarbúar verða að fá vitnesku um, hvílíka frægðarför Fanný Elssler fór til Italíu." „Það verður meira en lítið fjaðrafok^í Vín, ef þetta fréttist þangað," hrópaði Fanný himinglöð upp yfir sig. „Ó, hvað Rozier verður ergileg, þegar hún les þetta. Þaðer mesta mildi ef hún bláttáfram rifnar ekki af öfund og reiði. Og pabbi og mamma, hvort þau verða hreykin! Ég er svo hamingjusöm herra prófessor, svo ósegjanlega hamingjusöm!" En nú þoldi Fanný ekki lengur við í rúminu. Prófessorinn var vala kominn út úr dyrunum jpegar hún hentist á fætur, og eftir andartak buslaði ún i glóðvölgu baðvatninu. Hún valdi sér rósrauðan kjól til að vera í fyrri hluta dagsins og fór svo útaðganga sértil hressing- ar. Seinna um daginn kom skrautlega búinn þjónn með forkunnarfagran blómvönd. Hann bað hana að

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.