Heimilistíminn - 03.03.1977, Side 18

Heimilistíminn - 03.03.1977, Side 18
Jörn Dons: — Ég vil lifa e&lilegu lifi. N Jörn Dons, 26 ára gamali maður, er einn 35.000 Dana, sem eru flogaveikir. Hann var bankamaður, en dag einn fyrir þrem árum fékk hann alvarlegt flog i vinnunni og starfsfé- lagar hans fóru til forstjórans. Þeir báðust undan þvi að vinna með honum. Nú nemur Jörn Dons læknisfræði við Háskólann i óðins- véum. Þegar hann er orðinn læknir, ætlar hann að vinna aðþvi að skoðanir manna á flogaveik- um verði aðrar og eðlilegri. V___________________________________________________________J Þessi fimmtudagur í febrú- ar 1974 byrjaði eins og hver annar dagur. Jörn Dons fór á fætur og bjó sig undir langan vinnudag, en á fimmtudögum var bankinn lengur opinn en venjulega. Eins og hundruð annarra morgna á undan þess- um hjólaði hann í vinnuna, kom hjólinu fyrir fór inn í bankann og tók til við verkef ni dagsins. Nokkrum tímum síðar fann hann, að hann var að fá flog. Flog eins og þau sem hann hafði fengið með jöfnu milli- bili síðan hann var barn. Eins og svo oft áður reyndi hann að berjast gegn því, reyndi að fresta því í nokkrar klukku- stundir. Það hafði hann alltaf getað. En í þetta sinn varð flogið honum yf irsterkara. Þegar hann varð þessa var fór hann út úr vinnusalnum gekk í átt til matsalarins og ætlaði að vera þar meðan f log- ið stæði yfir. Það myndi taka nokkrar mínútur eins og venjulega. Jörn Dons komst ekki alla leið. Flogið kom fyrr en hann hafði búizt við. Hann hneig niður í þann mund sem hann lokaði hurðinni á eftir sér. Meiddi sig töluvert þegar hann datt, en ekki verr en oft áður, þótt í þetta sinn blæddi mikið úr skrámum, sem hann hlaut. Veit það fyrirfram Nokkrum mínutum síðar var kastið búið. Jörn Dons var aft- ur skýr og með fullri meðvit- und. En þá voru vinnufélag- arnir í bankanum orðnir svo hræddir, að þeir höfðu hringt á sjúkrabíl, þótt það væri alls ekki nauðsynlegt. Og þeir fóru til bankastjór- ans og báðust undan að vinna með Jörn Dons lengur. Þetta var í fyrsta sinn, sem hann fékk flog á vinnustað, eftir að hafa verið flogaveik- ur í yfir 20 ár og eftir að hafa unnið í bankanum í meira en fimm ár. Fram til þessa dags var eini munurinn á Jörn Dons og vinnufélögum hanssá, að hann var frá vinnu vegna veikinda í einn dag í einu með reglu- bundnu millibili. Þá daga var hann heima, vegna þess að hann fann, þegar hann vakn- aði að hann myndi fá f log síðar um daginn. — Ég hafði alitaf orðið þess var með f yrirvara og þá var ég frá vinnu með fullu samþykki yfirmanna minna, segir Jörn Dons. — En gelymum nú þessu. Þegar félagar minir báðust undan því, að ég héldi áfram í bankanum fór ég að hugsa minn gang. Ég ákvað að fara að læra læknisf ræði, í þvi skyni að geta lagt þvi málefni lið að fræða fólk um flogaveiki, þegar ég hefði lokið læknisnámi. I 20 af hverjum 100 fjöl- skyldum í Danmörku er ein- hver með flogaveiki. Annar hver Dani sér einhvern tíma flogaveikan sjúkling fá kast. Þess vegna álít ég, að það sé mikilvægt að fólk sé frætt um hvernig það skuli koma fram þegar slikt gerist. Ekki smitandi Jörn Dons er einn af höf und- um bæklings sem samtök 18

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.