Heimilistíminn - 03.03.1977, Page 25
Brúnn hélt hiklaust áfram án þess að pabbi
þyrfti nokkuð að stjórna honum. Hann þekkti
vel þennan skógarstig, sem menn og dýr höfðu
farið eftir i mörg hundruð ár. Hann lá meðfram
vatninu, og um birki- og furuskóga. Vandinn
var aðeins sá að fylgja stignum vel eftir.
Þegar þeir höfðu farið um það bil hálfa leið
meðfram vatninu, komu þeir að vegamótum,
— að stignum, sem lá upp að Akurseli. Þar
stanzaði Brúnn og leit til hliðar, eins og hann
væri að spyrja: „Hvert ætlið þið nú að fara i
dag?”
,,Við höldum eftir stígnum, meðfram vatn-
inu, Brúnn minn,” sagði pabbi og tók laust i
taumana.
Og Brúnn hélt strax af stað, og innan
skamms voru þeir komnir út úr skóginum og
niður á vellina, neðan við Akursel.
Eftir stutta stund komu þeir til tveggja
manna, sem voru að ryðja blett nokkurn, rétt
ofan við stíginn. Þetta var hann afi i Akurseli,
hann Jón gamli, og sonarsonur hans, Litli-Jón.
Pabbi stöðvaði Brún, þegar þeir komu til
þeirra, og spjallaði stundarkorn við gamla
manninn, en Tóti horfði á Litla-Jón, sem tindi
steina úr blettinum og bar þá saman i hrúgu.
Stundum tók hann lika litlar steinvöiur og kast-
aði þeim i hrúguna á nokkru færi. Og hann var
bara býsna hittinn.
Tóta langaði til að fara af baki og reyna,
hvað hann væri hittinn, en hann var á skóm,
sem hann mátti ekki skemma, svo að það var
ekki hægt.
„ Við erum að fara niður i sveit,” sagði hann.
„Þú ert i meira lagi heppinn,” sagði Litli-
Jón. Hann hefði miklu heldur kosið að mega
fara með þeim niður i sveit en að dunda hér
með afa gamla, sem alltaf var svo þöguil og
þurradrumbslegur. — Annars var Jón gamli
ekki neinn vandræðagripur, siður en svo. Hann
var bara dálitið einþykkur, og önugur stund-
um. Ogþar sem engin breyting var á þvi hátt-
erni hans i þetta sinn, héldu þeir Tóti og pabbi
fljótt af stað á ný.
„Ég kenni svo i brjósti um Litla-Jón, sem á
svona önugan afa,” sagði Tóti, þegar þeir voru
komnir drjúgan spöl frá þeim.
„Það er nú engin sérstök ástæða til þess, góði
minn, ” sagði pabbi. „Gamli maðurinn er ákaf-
lega duglegur til allra verka, og svo er hann
lika frábær veiðimaður.”
Þeir feðgar voru nú komnir að suðurenda
vatnsins. Morgunninn var enn svalur, þó að
veður væri hið fegursta, og Tóta var orðið tölu-
vert kalt.
„Það er bezt að þú hlaupir ofurlitla stund,
svo að þér hitni,” sagði pabbi.
Tóti lét ekki segja sér það tvisvar, stökk
strax af baki og hljóp á undan. En honum gekk
ekki vel að hlaupa á skóm, þvi að hann var þvi
alveg óvanur. Hann nam þvl fljótt staðar, fór
úr skónum og rétti pabba þá. Pabbi brosti að-
eins og tók við skónum, hann sá strax, að þetta
voru mjög eðlileg viðbrögð og ekkert athuga-
vert við þau. Brúnn ýtti óþolinmótur á bak Tóta
með flipanum.
„Já, nú skulum við halda áfram, Brúnn
minn,” sagði Tóti hlæjandi og kippti i faxið, en
klárinn strauk mjúkúm flipanum við vanga
hans. Þetta var leikur, sem þeir iðkuðu oft,
félagarnir.
„Eigum við kannski að reyna okkur?” sagði
Tóti og þau af stað niður stiginn.
Brúnn hneggjaði litið eitt og brokkaði á eftir
honum. Þannig hlupu þeir, þangað til þeir
komu I útjaðar skógarins, og sléttan stóra opn-
aðist. Þegar þangað kom, rann silfurtær lækur
þvert yfir stiginn og hjalaði glaðlega við stein-
ana. Tóti lagðist tafarlaust á magann á lækjar-
bakkann og teygaði svalandi vatnið.
Brúnn nam lika staðar við lækinn, beygði
stóra höfuðið sitt niður að vatninu, við hliðina á
drengnum, og svolgraði stórum. Þegar klárinn
hætti að drekka og lyfti upp höfðinu, runnu
stórir dropar úr munni hans niður á hnakka
Tóta.
„Nú skaltu gefast upp, Brúnn minn,” sagði
Tóti hlæjandi og velti sér á bakið.
Hann teygði fram handleggina, horfði út yfir
sléttuna og siðan til himins, sem var heiður og
tær. í gegnum rauðgul blöð haustsins sá hann
glitra á alla fjallatindana kringum Bárðar-
vatn. A þeim hæstu var jökull, og þeir voru nú
ljósrauðir á litinn þeim megin, sem sneri að
morgunsólinni, en hinum megin ljósbláir.
Tóti horfði i kringum sig, um allan sjón-
deildarhringinn, og fannst sem hann lægi á
botni stórrar skálar, og fjöllin væru brúnir
skálarinnar. Það var svo hátt þangað upp, að
hann svimaði og varð að loka augunum. En
þegar hann opnaði augun á ný sá hann dökkan
blett rétt ofan við Bárðarbungu, sem var hæsta
fjall dalsins. Þetta var stór fugl, sem þarna var
á sveimi. Hann hreyfði ekki vængina, og það
heyrðist ekkert til hans, — hnitaði aðeins stóra
hringa á heiðbláu himinhvolfinu.
Tóti settist upp.
25