Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 17.03.1977, Blaðsíða 16
rwRDUR / náttúrunnar Flestir hrylla sig, þegar froskar ber á góma. En margur froskurinn ber meiri umhyggju fyrir afkvæmum sfum, en tftt er f dýrarikinu. Froskur I S-Ameriku, sem kallaöur er „smiöurinn” gerir meira aö segja listilegt bii fyrir af- kvæmi sfn. Smiöurinn heldur tii viö ár —og vatnsbakka. Þegar hann hefur fundiö sér heppilegan staö, ver hann sitt pláss af mikilli hörku og gengur baráttan út á þaö aö ná taki á höföi eöa hálsi and- stæöingsins og drekkja honum. Smiöurinn er einnig útbúinn eins konar rýtingi, þar sem er þumali hans, sem húöin hefur slitnaö af. Þessu vopni beitir smiöurinn óspart I lffsbar- áttunni. Þegar smiönum hefur tekizt aö veröa óumdeilanlegur herra sfns svæöis, hefst hann handa viö aö gera búiö. Hann ryöur leöju úr botninum upp I garö og klappar hann tii meö framfótunum. IGaröurinn hækkar smátt og smátt og nú veröur smiöurinn aö beita höfö- inu sem jaröýtutönn til aö byggja upp fyrir sig. Bú smiösins er hringlaga og er dýpiö innan þess 6 til 9 sentimetrar, radiusinn 25 til 30 og hæö yfir vatns- yfirboröi er 7 til 10 sentimetrar. Þegar smiöurinn hefur lokaö hringnum, hefst ffnpússningin á innveggnum. Nú beitir smiöurinn framfótunum óspart og hann er ekki ánægöur fyrr en garöurinn er oröinn rennisléttur aö innanveröunni. hann þá á garö sinn og upphefur ástar- söng mikinn, sem hljómar likt og hamarshögg á steöja, en af þvi dregur dýriö nafn. Söngurinn lokkar kvendýriö á vett- vang. Fyrst grandskoöar þaö búiö og ef þvi llzt vel á handverkiö, tekur þaö bónoröinu meö þvf aö Ieggja fram- fætur slnar upp á hrygg karlsins. Og þá er allt tilbúiö. 16 I

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.