Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.03.1977, Qupperneq 32

Heimilistíminn - 17.03.1977, Qupperneq 32
FRAMHALDSSAGAN 1 Jennifer Ames: Neydd til að gleyma 1. kafli Það er líklega ekki möguleiki á að þér getið tekið báðar telpurnar, frú Desmond? spurði forstöðu- kona barnaheimilisins. — Þær eru tviburar, eins og þér vitið, og mjög samrýndar. Stórvaxna, feitlagna konan með dökkrauða hárið hristi höfuðið ákveðin á svip. — Ekki að tala um. Við viljum aðeins taka eina stúlku í fóstur, og auk þess. er systir hennar svo afskaplega ólagleg. Forstöðukonan brosti dauflega. — Ég get ekki neitað því. — Maðurinn minn krefst þess að við tökum að okkur laglega telpu, hélt frú Desmond áfram. — Hún á að verða eins og okkar eigin dóttir á allan hátt. — Hún er af ar heppin, sagði f orstöðukonan og var að hugsa um auðævi Desmonds. Þær sögur voru á kreiki að hann ætti marga milljarða. Henni varð hugsaðtil Cathcart Park, fallega heimilisins þeirra hjóna i Leightonsf ield i Midlands. Pearl yrði allra þessa heims gæða aðnjótandi sem dóttir þeirra. — Auðvitað fær hún okkar nafn, sagði frú Des- mond. — Hvað heitir hún aftur núna? — Houghtonstone, varaði forstöðukonan. — Svo er hún einmitt á réttum aldri líka, sagði f rú Desmond. — Sögðuð þér ekki tíu ára? Við höfum hana heima með kennslukonu í eitt ár eða svo, og síðan verður hún send á bezta stúlknaskóla lands- ins. — Hún er mjög heppin, sagði forstöðukonan aftur. En hjarta hennar var þungt, því hún var að hugsa um Mary. — Foreldrar þeirra létust þegar farþegaskip fórst, er það ekki? hélt frú Desmond áfram. — Engir ættingjar hafa fundizt? — Við vitum að föðurbróðir hennar fór til Ame- ríku svaraði forstöðukonan. — En okkur hef ur ekki tekizt að hafa upp á honum. — Það er gott, sagði frú Desmond. — Maðurinn minn krefst þess að ef Pearl kemur til okkar, hafi hún engin afskipti af fjölskyldu sinni. Ekki einu sinni tvíburasysturinni. Þér skiljið líklega hversu 32 leiðinlegt það yrði fyrir Pearl ef systir hennar birt- ist allt í einu og væri...ja...gjörólík henni. Ég fer fram á það við yður að þér látið systurina lofa að hafa ekki samband við Pearl, hvorki nú né síðar, þegar þær vaxa upp. — Viljið þér að ég láti tíu ára barn gefa slíkt lof- orð? spurði forstöðukonan ráðvillt. — Það hlýtur að vera mögulegt fyrir þær að hittast öðru hverju? Frú Desmond hristi ákaft höfuðið. — Alveg úti- lokað. Ef systir hennar skrifar henni, mun ég eyði- leggja bréf in. Ég krefst þess að þér gerið henni það Ijóst. Ef hún vill Pearl vel, skilur hún það. Forstöðukonan sagði ekkert. Hún velti fyrir sér hvort frú Desmond skildi að Mary mundi sárna þetta. En samt var óhugsandi að veita Pearl ekki þetta gullna tækifæri í lífinu. — Ég skal útskýra það fyrir Mary, svaraði hún. Forstöðukonan beið svolítið áður en hún sendi eftir Pearl. Hún hafði áhyggjur. Mary var ein- kennilega næmt barn og ást hennar á tvíbura- systurinni var einlæg. Aðskilnaðurinn yrði henni þungbær. — Þarna ertu þá Pearl sagði hún. — Fáðu þér sæti. Ég þarf að segja þér dálítið gleðilegt. Manstu eftir konunni sem kom hérna um daginn og talaði svo lengi við þig? Frú Desmond? Jæja, hún vill taka þig í fóstur. Hún er auðug og á fallegt heimili og þú átt að verða henni eins og dóttir. — A ég að eiga heima f stóru, fallegu húsi hjá þessari konu og fá allt sem mig langar í? spurði barnið vantrúað. — Það er rétt, svaraði forstöðukonan rólegri röddu. — Þú ert mjög heppin, Pearl. — Ó, ja, svaraði hún og greip andann á lofti. — Þetta er eins og ævintýri, Verður Mary ekki líka? Forstöðukonan hristi höfuðið. — Nei, Mary verður hérna hjá okkur. Hún brosti og bætti við: — Við getum ekki misst ykkur báðar. — Mér þykir leitt að hún skuli ekki koma með, sagði Pearl alvarleg.— En mér þykir vænt um að eiga að fara. Má ég fara núna og segja Mary það? — Nei, svaraði forstöðukonan. — Ég held að það

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.