Heimilistíminn - 01.09.1977, Page 7
sprengiefnaverksmiöjum, i námum, við
skógarhögg og þær óku vögnum, sjúkra-
bllum og brunabilum, plægðu akra og
járnuðu nesta. Þegar fyrst var farið að
ræða um þessa striðskvennasýningu var
ætlunin að láta hana ná yfir fyrri og siðari
heimsstyrjöldina. Frá þvi varð þó að
hverfa, þar sem efnið reyndist allt of,
umfangsmikið. Siðari heimsstyrjöldinni
veða þvi gerð skilmeð annarrí sýningu.
Menn hafa nú gertsérgreinfyrir þvi, að
einmitt á striðsárunum uröu miklar
breytingar á stöðu konunnar i
þjóðfélaginu. Reyndar breyttist hlutverk
karlmannsins aö sama skapi. Vinnuaðs-
taða batnaði, þegar konurnar tóku við
störfum sem karlmenn höföu áður haft
með hendi.
Hreinlæti jókst, lækniþjónusta og
mötuneyti komu einnig til sögunnar á
mörgum vinnustöðum. Sums staöar
gerðist þaö þó ekki átakalaust, eins og
þegar 100 konur létust úr TNT eitrun,
áður en gripið var til nauðsynlegra
öryggisráðstafana i sprengiefnaverk-
smiðjum.
Ýmiss konar hlunnindi, sem konur
fengu, þegar þær tóku að sér karlmanns-
störf eins og smiðar, malmsteypu,
bruggun og skinnavinnslu, fengu karl-
mennirnir lika, er þeir sneru heim úr
striðinu og tóku upp aftur sin fyrri störf.
En svo var konum llka heitið sömu
launum fyrir sömu vinnu i nokkrum verk-
smiðjum rikisins, en þaö loforð svo tekið
aftur á þeim grundvelli, að þær þörfnuð-
ust „meiri verkstjórnar” en karlmenn-
irnir.
Konur, sem voru I hjúkrunarsveitum
hersins, áttu að fá sömu réttindi og karl-
menn. Þær urðu að berjást hatrammri
baráttu til þess að fá þvi framgengt að
þær fengju sem svaraði lægstu karl-
mannslaunum. Þegar það hafði tekizt var
þeim „hegnt” með þvi að láta þær borga
sömu skatta og almennir borgarar af
launum sinum og einnig fengu þær lægri
eftirlaun en karlmennimir.
Kvenlæknar, sem unnu geysilegt verk á
vigstöðvunum i Frakklandi fengu hvorki
einkennisbúninga né heldur sömu réttindi
og karlmenn sem fengust við lækningar.
Að striöinu loknu var komið á fót
nefndum og eftirlitsmenn i verksmiðjum
unnu kappsamlega með þeim viö aö
„komast að þeirri niðurstöðu” að konur
væru ekki færar um að vinna þau störf i
verksmiðjunum sem þær höfðu unnið i
fjögur ár.
Hvað sem öðru liöur hafa Bretar komizt
að raun um, að styrjöldin, liklega báðar
heimsstyrjaldirnar, urðu til þess að færa
konum meiri réttindi og rétta við hlut
þeirra i þjóðfélaginu, þar sem þær létu
ekki svo glatt ýta sér til hliðar eftir aö
hafa einu sinni náö jafnrétti, meira að
segja þótt þær hefðu á striðsárunum tekið
að sér störf, sem þeim heföi aldrei dottið i
hug endranær, að þær ættu eftir að vinna.
(Þ.fb)
1 striöinu 1914 til 1918 klæddust konurnar siðbuxum, óku um á mótorhjólum ... og bjuggu til byssukúlur.
ÞEGAR AMMA
FÓR í STRÍÐ
7