Heimilistíminn - 01.09.1977, Síða 11

Heimilistíminn - 01.09.1977, Síða 11
hrifinn af fegurð stúlkunnar en litt fannst honum tilum búning hennar, þvi hann var hinn tötralegasti. Biskup gekk til stúlkunnar og heilsar henni og spyr hana að nafni. Hún sagðist heita Helga og vera dóttur ekkjunnar hér i Kalmanstungu. Hann spyr hana, hvort hún vilji ekki koma i tjald sitt og fá nokkrar góðgerðir. Hún játti þvi, en var feimin en lét samt að ætlunum biskups. Segir svo ekki þá sögu nánar nema að Helga dvaldistgóða stund i tjaldi biskups og fór vel á með þeim, eins og raunin átti eftir að sanna. Að mikilli ánægjustund lokinni mælti Helga: „bað mun nú svo komið að ég mun barnshafandi orðin og vildi ég vita, hvern ég ætti að lýsa föðurinn.” Biskup segir: „Guðbrandur heiti ég og á heima Hólum i Hjaltadal.” „Hvernig skal ég þá með fara,” segir Helga ef svo fer sem nú hefur verið til stuðlað?” „Þú skalt,” segir biskup, „sjá fyrir barninu i æsku, en sé það drengur skaltu nefna hann Guðmund og senda mér þá hann er þrevetur. En verði það stúlka skaltu nefna hana Guðrúnu, og senda mér þá hún er sex vetra.” Siðan kvöddust þau og stóð það á end- um, að þá voru sveinar biskups komnir með hestana og bjuggust biskup og fylgdarlið hans til ferðar skömmu siðar. 3 Helga i Kalmanstungu varð léttari að niu mánuðum liðnum. Hún átti dóttur og lét skira hana Guðrúnu. Hún var spurð um faðerni hennar en hún gat ekki annað greint, að faðir hennar héti Guðbrandur á Hólum i Hjaltadal. Var það látið gott heita. Síðan liðu fram sex ár og ólst Guð- rún upp i Kalmanstungu hjá móður sinni og ömmu. Hún var hin efnilegasta, og þóttu mörgum, að hún væri með afbrigð- um fritt og efnilegt barn. Helgu þótti timi kominn til að hún leitaði á fund barnsföður sins, þvi fremur litil efni voru i búi móður hennar i Kal- manstungu. Lagði hún því af stað með barnið norður aö Hólum i Hjaltadal. Segir ekki fremur af ferðum hennar noröur, nema að ferð hennar gekk vel. Þegar hún kom að Hólum hitti hún Guðbrand biskup úti, en það var um hausttima. Biskup spyr hana að heiti og hver eigi þetta friöa og myndarlega barn. Hún sagði honum heiti sitt og faðir barnsins væri Guðbrandur nokkur á Hólum. Biskup segir, að þar sé ekki annar Guðbrandur en hann sjálfur biskupinn og myndi hún ekki dirfast að kenna sér barnið og leggja með þvi orð sitt við umferðakonur. Að þeim orðum mæltum fer hann inn i bæ, og lætur Helgu afskiptalausa úti, án þess að henni sé i nokkru sinnt. Helgu þóttu heldur aumar viðtökurnar og jafnframt var hún viss um að þetta væri hinn rétti faðir að barni sinu. Hún varð auðvitað döpur i bragði við þetta og setti jafnvel að henni nokkurn ekka. En eftir litla stund kemur til hennar vinnu- kona ein og byður henni að ganga inn. Helga þiggur það. Var hún leidd inn i bæ- inn og um mörg herbergi,er henni voru að öllu ókennileg og fjarræn. Að lokum var hún leidd i herbergi eitt snoturlega búið og skilin þar eftir með dóttur sina. En vinnukonan tók lykil úr pússi sinu og læsti herberginu á eftir sér. Helgu þótti þetta einkennilegar aðfarir, en ekkert var annað til ráða, en að taka þvi sem að höndum bar Enað smástund liðinni kom biskupsfrú- in inn til Helgu og heilsaði henni, en virti þvi betur fyrir sér dóttur hennar. Hún lét færa Helgu hinar beztu veitingar og gerði henni allt sem bezt i haginn að dveljast i herberginu. Daginn eftir kom biskupsfrú- in aftur til hennar og færði henni sauma. Helga var allra kvenna bezt fær við saumaskap og leið ekki á löngu að biskupsfrúin dáðist mjög að vinnu henn- ar, myndarskap og vandvirkni. Leið svo fram til jóla, að Helga umgekkst ekki annað fólk. En þá kom biskupsfrúin til hennar og færði henni skarlatsbúning mjög vandaðan og dóttur hennar gaf hún kjói rauðan mjög smekklega saumaðan. Einnig gáf hún Helgu hring einn vandaðan og setti á fingur henni. Jafn- framt fór hún mörgum og fögrum orðum um myndarskap Helgu i saumum og hannyrðum, og kvað hana bera langt af öðrum stúlkum i sliku um allt Norður- land og þó viðar væri leitað. Helga færðist undan að klæðast hinum vandaða búningi á jólum. En það dugði henni ekki og varð frúin að ráða. A sjálfan jóladag náöi biskupsfrúin i Helgu og dóttur hennar og leiddi þær i kirkju. Vöktu þær óskipta athygli kirkju- gesta fyrir myndarskap og fegurð og þvi fremur að enginn þekkti þær né vissi á þeim nein deili. Var mikið talað um þær á staðnum og i næsta nágrenni næstu tima. Helgu fannst mikið koma til dýrðar Hóla- dómkirkju og hátiðahaldsins. En fleira varð bráðlega i efni um hagi hennar. 4 Guðbrandur biskup á Hólum var höfö- ingi mikill og átti margt vina um Skaga- fjörð og annars staðarum Norðurland. Þá bjó i Viðinesi i H jaltadal bóndi sá er Pétur hét. Hann átti auð mikinn og bú gott. Hann var hreppstjóri i Hjaltadal og mikill vinur biskups. Hann áttison er Bjarni hét. A jóladagskvöld var Pétur og Bjarni son- ur hans i boði biskups heima á Hólum. Þeir nutu þar mikilla veitinga og gleði og var veizlan i næsta herbergi við Helgu. En er Guðrún litla heyrði gleðina og glaum- inn af veizlu biskups, varð henniá að opna dyrnar er á milli voru og horfði fram til gestanna. En Helga móðir hennar varð fljót tilað banna henni og færa hana inn til sin, og loka hurðinni á milli þeirra. Pétur bóndi i Viöinesi sat við hlið biskupi, þegar litla stúlkan gæ gðist fram til þeirra. Hann spurði biskup þegar. „Hverá þetta fallega barn? Svona frítt barn hef ég aldrei séð.” Biskup svaraði án þessað b regða: „Það veit ég eigi, en lofi ég þér að sjá það, verður þú að feðra það.” Að svo mæltu lýkur biskup* upp hurðinni og biður Guðrúnu litlu að k.oma fram til þeirra. Hún gerði svo. Pétur virti hana fyrir sér um stund og skoðar hana vel og vandlega, þangað til hann mælti: „Ætti ég að dæma eftir þvi hverjum hún er lik, þá er hún engum likari en yöur herra minn og væruð þér ekki biskup mundiég segja hana dóttur yðar þótt ekki komi það vel heim við giftingu yðar, þar sem þér eruð nýkvæntur .” „Jæja, Pétur minn,” sagði biskup, ,,þú áttir að feöra hana og þaf). skal standa sem . þú segir ” Siðan segir hann Pétri upp alla söguna og bað hann hafa hægt u m. Pétur var ekki ánægöur fyrr en hann fékk að sjá móöur litlu stúlkunnar og lét biskup það eftir honum og kallaði á hiina inn i stofuna. Pétur varð mjög hrifinn af fegurð hennar og framkomu, en samt kom þaö greini- lega fram, að Bjarna i Viðinesi varð enn þá hrifnari af henni. Píann hafði allan hug á henni upp frá þessu . Leið svo fram um * stund. Helga var i einvei unni allan veturinn. En um vorið var htin ráðin að Viðinesi fyrir orð Péturs bónda, en Bjarni hafði fengið fööur sinn ti'l þess að fá hana til vistar þar. Fljótlega varð svo að það féll vel á með Helgu og Bjarna og trúlofuöust þau og giftu sig vorið eftir, en Guðrún dóttir hennar varð eftir á Hólum i Hjalta- dal hjá biskupiog igeröi hann vel viö hana i öllu eins og bezt varð kosið. 5 Guðrún ólst upp á Hólum þangað til hún varö sextán ára. Var hún þá allra kvenna friðust og bezt sið sér á Norðurlandi. Þá var biskupsfrúim önduö og varö Guðrún þá að nokkru fyrir búi á stólnum og fórst þaö vel úr hendi. I þennan mund bjó á Hörðubóli i Dölum prófastur er Iporvarður hét. Hann var skólabróðir ofg góðkunningi Guðbrandar biskups. Hanri átti son er Skúli hét. Hann var þjóðhagaísmiður og bjó þar i grennd- inni og var hann orðinn ekkjumaður og var mjög syrgjandi. Faðir hans reyndi mjög að hugp'a hann og ráðlagði honum að fá sér aö nýj u konu. En þar kom aö Skúli lét það i ljós við föður sinn að engin kona yrði sér að skapi nema Guðrún biskups- dóttir á HóiiUm. Þar korm að Þorvarður prófastur á Hörðubóli Jiét aö vilja sonar sins og reið með honun norður til Hóla i Hjaltadal á fund Guöbirandar biskups. Þeir fóru með friðu föruineyti. Guðbrandur biskup tók vel skólabróður sinum fornkunningja. Þeir ræddu lengi saman um gömul kynni og fornan félagsskap eins og gerist og n

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.