Heimilistíminn - 01.09.1977, Page 13
Blomin okkar
Græðið saman ýmsar
tegundir kaktusa
Flestir hafa einhvern tima séö eöa
áttkaktusa, enda er Ur nógu aö velja f
flestum blómabúðum. Blómabækur
eru lika yfirfullar af myndum af þess-
um merkilegu plöntum, og blóm
katusanna sjást þar iitrikari og fegurri
en blóm fiestra annarra planta.
Kaktusa er hægt aö græða saman,
hvern á annan á hinn margbreytileg-
asta hátt. Meö ágræöslu getið þið eign-
azt plöntu sem á engan sinn lika. Þaö
sem þarf til þess að framkvæma
ágræðsluna erutveirkatkusar, beittur
hnifur, teygjur og þykkir hanzkar, ef
þið eruð hrædd við að fá i ykkur
kaktusnálar.
Margbreytilegt Utlit er hægt að fá
með ágræðslu. Hægt er að græða
hvern katusinn á annan, og einnig er
hægt að taka jólakatus og græða hann
ásúlu-eða kúlukaktus, sem likist mest
greinóttu tré.
Veldu þér nú sterklegan súlu- eða
kúlukaktus. Akveddu hversu háan þú
vilt hafa hann, og griptu svo til hnifs-
ins og skerðu toppinn ofan af, svipað
ogsynterá meðfylgjandi myndum. Ef
þér hefur ekki tekizt nægilega vel aö
skera kaktusinn sundur, og sárið er
ekki slétt, verðurðu að skera aðra
sneið ofan af, en þvoðu hnifinn á milli
aðgerða, til þess að koma i veg fyrir
mögulega smitun. Ef bitinn, sem þú
hefur skorið ofan af kaktusnum er
a.m.k. 3 cm skaltu ekki kasta honum,
heldurláta hann þorna i f jóra daga, og
stinga honum svo 1 rakan sand. Þar
mun hann róta sig og taka að vaxa á
nýjan leik.
Inni i kaktusnum er nokkurs konar
„vaxtarsúla”. Vaxtarsúlur beggja
plantanna þurfa að standast á og falla
vel saman. Ef plönturnar falla ekki
saman, eða eru misstórar verður að
tálga þær til likt og gert hefur veriö á
teikningunum, þannig að þærséu jafn-
ar.
Nú er að þvi komið, að festa plönt-
urnarsaman. Annaðhvort strekkið þið
teygjuna yfir plönturnar og undir
blómapottinn. eða þið takið stórar og
sterkar kaktusnálar, stingið þeim i
stofninn, og strekkið teygjuna niður
undir nálarnar hvorum megin. Setjið
svo plastpoka yfir allt saman og setjið
teygju um pottin og pokann, svo rak-
inn haldist innan pokans. Einu sinni á
dag er rétt að opna pokann, svo loft
getileikið um plöntuna. Látið plöntuna
ekki standa i sói á meðan ágræðslan á
sér stað. Opnið pokann einu sinni á
dag, og leyfið lofti að leika um kaktus-
inn. Eftir ca tvær vikur er rétt að
athuga, hvort ágræðslan hefur heppn-
azt, og þá má taka teygjuna af, ef
kaktusarnir eru orðnir samgrónir.
Sé jólakaktus græddur t.d. á súlu, þá
er skorið niður i súluna og jólakatus-
greininni stungið niður i sárið, og siðan
er teygja sett utan um allt saman.
fb