Heimilistíminn - 01.09.1977, Side 17

Heimilistíminn - 01.09.1977, Side 17
Kafað í körfuna Dúkkur til þess að sauma í náttfötin Börn taka ástfóstri við ýmislegt, sem virðist kannski i fljótu bragði ekki merkilegt. Þess'vegna dettur okkur i hug, að gefa ykkur hér teikningu að eins konar dúkku, sem má applikera (sauma á) náttkjól eða náttföt barnanna. önnur dúkka eða figúra er hér lika, sem er saumuð i náttfötin. Stóru dúkkuna teiknið þið á efnið, sem þið ætlið að appli- kera á náttfötin. Klippið heldur fyrir utan teiknuðu lin- una, og brjótið siðan inn i og saumið á fötin með kapp- mellu. Ef ykkur langar til að leggja dálitla aukavinnu i þetta getið þið haft kjólinn, svuntuna, handleggina og hvað eina úr mismunandi efni, en það er alls ekki nauðsyn- legt. Allt getur þetta verið úr sama efninu, en siðan er hægt að sauma i það með mislitu garni eftir þvi sem við á hverju sinni. Munnurinn er saumaður með rauðum lit, munnurinn sjálfur með flatsaum, en svo mætti sauma kinnalit i kinn- arnar með heldur ljósari lit. Gult hárið á dúkkunni er saumað með keðjusaum, hendur, útlinur andlitsins, augun og fæturnir eru saum- aðir með kontorsting i dökk- brúnum lit. Þið getið sjálf valið litinn, sem þið saumið dúkkuna sjálfa fasta með i náttfötin. Þann lit verður að sjálfsögðu að velja i samræmi við litinn á dúkkunni og nátt- fötunum. fb Bæði litlar stúlkur og litlir drengir eiga sér uppáhaldsnáttföt. Ef til vill taka þau livað mestu ástróstri við náttföt, sem í eru saumaðar dúkkur eða eitthvað álíka. Hér fáið þið tvær teikningar, sem þið getið annað hvort applikerað á náttfötin eða saumað út í þau. Keðjusaumur Ýft Kontórstingur 17

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.