Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 18
Barn eða fullþroskuð kona Framhald af bls. 9. verða. Þarna var Brooke Shields, og him féil vel inn i umhverfið. Velgetur verið, að Brooke sé fullorðins- legog tignarleg á myndum, en hún er eins og hver annar 11 ára krakki, þegar maöur sér hana i eigin persónu — og i þetta skipti var hún greinilega staðráðin i þvi að njóta siðustu frihelgarinnar sinnar sem bezt hún gat. Þegar hún hafði leikið sig þreytta i körfuknattleik, fótbolta og Mattadori, tróð hún i sig tveimur ham- borgurum og kók-flösku. Hun er ekki nema 155 cm á hæð, og nú settist hún makindalega upp i stól og var reiðubúin að hefja viðræður við blaðamanninn. Svipbrigðin á þessu unga andliti komu viðmælanda hennar ivanda. Stundum var hún eins og litil skólastúlka, en svo breyttist andlitið i litið, undurfagurt konuandlit. — Mér þykir dásamlegt að sitja fyrir, og mér þykir lika dásamlega skemmtilegt að vera i skólanum, sagði hún. — Ég er i Lenox skólanum á Manhattan. Mér þykir mjög gaman að vera með öðrum krökkum. Ef ég er mikið með fullorðnu fólki, leiðist mér. Mér þykir svo leiðinlegt að kveðja nú skólafélaga mina. Ég sé þá ekki afturfyrr en i haust. Þess vegna datt mér i hug að fara með segulband með mér i skólann, og ég tók upp raddir allra krakkanna til þess að hafa með mér. Og hvað fannst Brooke svo um að leika hlutverk gleðikonunnar? — Það hefur engin áhrif á mig, sagði hún rólega. — Þetta er nú ekki þess konar hlutverk, sem mig myndi mest langa til þess að leika. M ig langar mest til þess að verða gamanleikari. Ég hefði svo gaman af að fá fólk til-þessað hlægja. Uppáhalds- leikararnir minir eru Jerry Lewis, Carol Burnett og WoodyAllen. — Það er óskaplega skemmtilegt að leika i kvikmyndum. Ég lék i einni.sem heitir Communion, hjá Columbia. Hún verður frumsynd i sumar. Ég fór á for- 18 sýningu myndarinnar með mömmu, og þegar kom að þvi, að ég var hengd i myndinni, og kastað i kassa og ég brennd, sagði ég við mömmu. — Mér er sama þótt þetta sé ég, sem er þama á tjaldinu, við skulum koma út héðan. Ég er hrædd. Vildi hún ef til vill flytjast til Holly- wood? — Ó, nei, svo sannarlega ekki, sagði hún. — Ég elska New York, og ég vil hvergi annars staðar eiga heima. —Brooke fæddistá 52. stræti austur, og við búum nú á 73. stræti austur, og hún hefurtæpast fariö lengra um ævina, sagði móðir hennar. — Ég held að það sé hvergi betra fyrir hana að búa heldur en 1 New York. Hollywood væri ekki sérlega góður staður. Bæði móðir og dóttir eru miklir safnarar. Þær ganga á mifli fornverzlan- anna á Manhattan eða aka á svarta jepp- anum sínum. Teri safnar alls konar smá- hlutum, en Brooke kaupir helzt trédúkkur. — Eg á alls 60 trédúkkur, sagði hún. — Og ég ætla að fara með eitthvað af þeim með mér til New Orleans nú, þegar ég fer að leika þar i kvikmyndinni. Ég gæti alls ekki skilið þær allar eftirhér i New York. Kettirnir minir tveir fara lika með mér. Ibúarnir i fjölbýlishúsinu á Manhattan, þar sem Brooke býr, eru mjög stoltir af henni, og ekki aðeins af þvi að hún er góður nágranni. Eftir þvi sem John Hol- land segir, fer hún fyrir þá i sendiferðir, vökvar blómin þeirra, þegar þeir fara i burtu i sumarleyfi, og hún hefur óskap- lega gaman af að fá að gefa litla barninu i næstu ibúð að borða, og margt fleira gerir hún lika fyrir fólkið i húsinu. Ekki er útséð um það enn, hvort Brooke tekst að lifa áfram á sama hátt og hún hefur gert til þessa, þegar hún verður komin út i' hringiðu kvikmyndanna. Aður en langt liður fer hún að leika i enn einni kvikmyndinni, Morning, Winter and Night, þar sem hún á að leika æskuást Maxwells Andersons. Hún fékk ekki hlut- verk i mynd Roberts Wise um Audrey Rose, en sú mynd er byggð á metsölubók um endurholdgun. Wise sagði: — Ég þarf að fá barn i' þetta hlutverk, en Brooke erbarn ikonumynd. Brooke varþó fengin sem fyrirsæta að kápumynd bókarinnar. — Hvað sem verður i framtiðinni, verð ég að viðurkenna, að ég hef breytt um skoðun á barnastjörnum, sagði blaða- konan að loknu viðtalinu. — Brooke Shields er sannarlega óspiilt 11 ára barn. Hún er gáskafull, og hefur ótrúlega mikla kimnigáfu. Dag nokkurn hringdi hún i John Holland og sagði: — Þú verður að koma hingað þegar i stað, og gera það, sem aðeins karlmaður getur gert. — Hvað er það? spurði Holland, og var brugðiö. — Nú, hvað er þetta, auðvitað binda fyrir mig skólabindið mitt. (b.fh i Við notum allt of litið grænmeti hér á landi. Sennilega er meginástæðan sú, að grænmetið er svo óheyrilega dýrt. Hver veit nema það lækkaði, ef við keyptum of- urlltið meira i nokkurn tima, en þá ættu grænmetisframleiðendur hérlendis ekki lengur að þurfa að kasta á haugana eins miklu magni af grænmetinu og þeir nú gera, og verðið lækkaði. Ef til v® kallið þið þetta „hundalógik” en það er þvi miö- ur anzi margt sem flokkast undir hana nú til dags. 1 dag ætla ég að gefa ykkur þrjár græn- metisuppskriftir. Sú fyrsta er að rósa- kálssalati, næsta er fyrir selleri, og sú þriðja er fyrir paprikur. Selleri og paprik- ur fáum við nýjar i búðunum, og kannski rósakálið lika að haustinu. A.m.k. fæst það fryst i flestum búðum, en það er þá nokkuð dýrt, þvi miður. Rósakálssalat Það þarf ekki neitt út á þetta salat um- fram safann úr greipaldininu. Þó gæti verið til bóta að strá svolitlu kryddi yfir salatið, eftir þvi sem hverjum fellur bezt. 1/2 meðalstórt hvitkálshöfuö, 200 gr nýtt eða fryst rósakál, 1 litil grapealdin. Rifið hvitkálið niður I smáa strimla. Takið rósakálið, hvort sem það er nýtt eða frystog skerið það i tvennt. Skerið greip ávöxtinn i tvennt, takið skeið og spænið ávöxtinn upp. Setjið þetta allt saman i skál. Þvi næst er safinn pressað- ur yfirsalatið i skálinni. Salatið er bezt að bera fram vel kælt. Það fer vel með hvaða kjöt- eöa fiskrétti sem er. Sellerí með ostafyllingu Ég hef ekki orðið vör við, aö fólk hér lendis noti selleri mjög mikið. Erlendis er þaö notað mun meira, og þá gjarnan sem smáréttur meö hanastéli, eða með kjöti og fiski eins og nokkurs konar salat. Selleriið er mjög gott, ef það er fyllt með nokkurs konar ostafyllingu. Hana má búa til á margan hátt. Takið selleristönglana og þvoið þá, og skerið þá siðan niöur i þriggja til 6 cm langa bita. Siðan er tekið til við aö búa til fyllinguna. Ef við reiknum með að þið notið 4-5 selleristöngla er rétt að nota ca 200 gr af smurosti. Þið getið valið ykkur hvaða ost sem ykkur likar, gjarnan má hræra saman viðhann 25 gr af smjc®i eða ofurlitlum rjóma til þess að þynna hann. Slðan er osturinn kryddaður aö vild, með þvi kryddi, sem hverjum og einum fellur bezt. Hvitlaukur eða hvitlaukskrydd eru mjög góð út i flestar tegundir smurosts. Einnig getur verið gott aö krydda með ný- möluöum svörtum pipar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.