Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 01.09.1977, Qupperneq 24

Heimilistíminn - 01.09.1977, Qupperneq 24
Tóti svaraði ekki. ,,Ó, góði, bezti, — svaraðu mér strax,” sagði Pogga í bænarrómi.... Þú liggur þó ekki sofandi þarna i snjónum?” Það heyrðist ekkert minnsta hljóð frá Tóta, enda var hann einmitt sofandi, eins og Boggu hafði dottið í hug. Hann heyrði að visu rödd hennar langt, langt i burtu, eftir þvi sem hann sagði seinna, en skildi ekki, hvers vegna hún spurði, og hvers vegna hann mátti ekki fá að sofa, þegar hann var svona syfjaður og honum var svona hlýtt. En Bogga var áreiðanlega ekki á þeirri skoð- un, að þetta væri hentugur svefnsta ur fyrir Tóta. Hún flýtti sér þvi til hans, þreif ákveðið i hann og hristi hann til. „Heyrirðu ekki til min, Tóti?” kallaði hún, ,,Þú mátt ekki liggja hér i þessum kulda og sofa.” Tóti opnaði augun og leit syfjulega til henn- ar. ,,Ég fann elgskálfinn,” tautaði hann i svefn- rofunum. Þá kraup Bogga niður á skiðin við hliðina á drengnum, en hún fw ekki af þeim. Henni var ljóst, aðþað hlutu að vera einhverjar hættuleg- ar greinaflækjur undir snjónum, þar sem þeir voru Tóti og kálfurinn, og i þeim mundu þeir vera fastir. Hún jós snjónum frá með höndun- um, eftir þvi sem kraftar hennar leyfðu. ,,Tóti, Tóti! ” kallaði hún hvað eftir annað, — ,,nú máttu til með að vakna. Ég get áreiðan- lega losað þig, og þá skulum við hlaupa strax af stað. Vaknaðu nú tafarlaust!” En Tóti gat enn ekki vaknað til fulls, og þá hnippti Bogga rækilega i hann á ný. Töskuna hafði hún lagt frá sér i snjóinn. ,,Og nú skal ég segja þér nokkuð,” kallaði hún mjög ákveðin,... ,,Ég er með alls konar góðgæti handa þer i töskunni minni og meðal annars nýbakaðar kleinur”. En Tóti var enn milli svefns og vöku og taut- aði eitthvað i barm sinn. Annars hafði hann ekki hingað til vantað áhugann, þegar minnzt var á kleinur Boggu. ,,Og veiztu hvað ég sá á leiðinni hingað upp eftir?” hélt Bogga áfram móð og másandi, þvi að hún hamaðist svo mikið við moksturinn.... ,,ég sá ref með rauðan blett i hnakkanum. Hef- urðu nokkurntima heyra annað eins?” ,,Það hefur verið Mikki” svaraði Tóti, en var þó enn ekki vaknaður til fulls. „Nú hef ég næstum alveg losað þig, ” kallaði '24 Bogga. „Geturðu ekki hreyft fótinn núna? Vaknaðu nú, Tóti, — vaknaðu!” ,,Eg vil fá að sofa,” sagði Tóti og ýtti fingr- unum lengra inn i hlýjan feld dýrsins. Bogga þurrkaði svitann af enninu og braut heil ann um, hvað hún ætti að reyna að segja til þess að vekja drenginn. ,,Nei, nú skal ég segja þér fréttirnar,” kall- aðu hún enn einu sinni. ,,Ég hef fengið leyfi til að taka að mér litlu telpuna, — niðursetning- inn, þú manst. Mér þótti mjög vænt um að fá leyfi til þess, þvi að þetta er svo ánægjuleg telpa.” En þessi fregn gat ekki heldur vakið Tóta til fulls. Þá varð Boggu Ijóst, að nú varð hún að beita ákveðnari aðgerðum Hún þreif i báðar axlir hans, hristi hann raekilega til og kallaði. ,,Nú eru reglulega vondur strákur að vilja ekki vakna.... Langar þig kannski til, að mammaþin verði óhamingjusöm þin vegna og fari að gráta?” Þetta var ráð, sem dugði. Nú færðist loksins lif i Tóta. Hann lyfti upp höfðinu og leit til Boggu. Hvers vegna ætti mamma að fara að gráta min vegna?” spurði hann „Skiluröu ekki, vinur minn, aö þu verður hér úti, ef þú liggur hér áfram og sefur. Við verð- um að komast heim, eins fljótt og við getum”. Tóti leit hálfringlaður i kringum sig. Hann hafði verið einhversstaðar langt, langt i burðu— i landi draumanna — og mundi óljóst ýmislegt af þvi, sem hann hafði dreymt. Og liann vissi alls ekki gjörla, hvort það, sem Bogga hafði sagt um Mikkolinu og tökubarnið, niðursetninginn var draumur eða reunveru- leiki. En hann gat ekki hugsað til þess, að mamma færi að gráta hans vegna. Hann þrýsti handleggjunum á bak elgsins og reis upp til hálfs. ,,Ég gerði mér ekki grein fyrir, að ég hefði sofnað,” sagði hann. ,,Nei, þú hafðir vist áreiðanlega enga hug- myndum það, ” sagði Bogga með höfuðið langt niðri í skaflinum. Hún var nú að þvi komin að losa fót Iians. ,,Er þé ekki orðiö kalt, Tóti?” „Jú, mér er aíar kalt,” svaraði drengurinn. llann haföi ekki fundið til þess meðan hánn svaf, en nú leyndi það sér ekki. Hann var allur orðinn stirður af kulda og gat varla talað. „Nu er fóturinn þinn loksins laus,” stundi Bogga og reis upp á hnén. „Þú getur vel hreyft hann, Tóti, — eða er það ekki?”

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.