Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 26
Natalja Kurooa leikhúsið Þegar kvöldar i Moskvu stefnir jafnan niikiii fjöldi fólks að húsi einu við Leningradski-breiðgötuna. Þar er til húsa eina rikisrekna atvinnuleikhús sigauna sem til er i heiminum. Þetta leikhús hefur nú verið starfrækt i nær hálfa öld og heitir „Romen”. Jafnan komast færri að en vilja i þetta leikhús sem tekur 860 manns i sæti. Þegar ég fór á sýningu þar fyrir skömmu spurði amk.tugur manna mig þessarar sigildu spurningar við anddyrið: Eigið þér ekki aukamiða? „Romen” er dramatiskt leikhús, en sigaunalist er óhugsandi án tónlistar, og þvi er söngur og dans stór þáttur i sýning- unum. Á leikskrá eru sigild verk, sovézk og erlend nútimaverk Á veggspjaldi sá ég nöfnin Kúprin, Leskof, Cervantes og Hugo, sovézku leikskáldin Svetlof og Shtok, auk sigaunaskáldanna Rom-Lebedjef og Khrustaljof. Aðalleikstjóri Romen, Semjon Barkan sagði mér að leikhúsið reyndi sig við hin 26 ólikustu og fjölbreyttustu verkefni. Sem dæmi nefndi hann söngleikinn „Heitt blóð”, alþýðlegan sigaunagamanleik er nefndist „Fjórir biðlar”, leikrænu ballöð- una „Rom Baro”, sigilda alþýðuieikinn „Sigaunastúlkan Asa” og harmleikinn „Söngur i dögun”. Sem eðlilegt er fjallar meirihluti verk- efnanna um .lif sigauna, um sögu þessa þjóðflokks sem hefur dreifzt um allan heim. A sviðinu er geysistórt sigaunatjald. Kórinn syngur gamalt sigaunalag, sem skáldið Púskin dáðist mjög að á sfnum tima. Þetta er frumsýning á leikritinu „Við erum sigaunar”. Leikritið segir frá uppruna sigauna, frá ferðum þeirra gegn- um aldirnar, frá Indlandi til Egyptalands, til Miðausturlanda og þaðan til Evrópu. Fleiri leikrit eru nú i undirbúningi. Ver- ið er að æfa verk eftir Kúprin, „Olesja”, og unnið er að uppsetningu á nýju leikriti eftireinn af upphafsmönnum ieikhússins, Rom Lebedjef. Eg var enmig v íústoud samlestur á leikriti eftir sovézka leik- skáldið Nikolaj Mirosnitsjenko, sem segir frá örlögum þeirra sigauna, sem búsettir eru i Sovétrikjunum. Aðalpersónan er samtimamaður okkar, jarðfræðingur að mennt. Ævisaga hans er frásögn um þær breytingar, sem orðið hafa á lifi sigaun- anna siðan á dögum Októberbyltingarinn- ar. — Ég man sjálfur — segir Ivan Khristaljof, ballettmeistari og leikari —■ þá gömlu tið, þegar við sigaunarnir vor- um algjörlega réttindalausir og álitnir fóik af óæðri tegund. Eftir byltinguna fengu sigaunar öll borgaraleg réttindi á við aðrar þjóðir i hinni margþættu fjölskyldu sovétþjóð- anna. Nú á dögum undrast enginn þótt hann heyri talað um verkfræðing, lækni, verksmiðjustjóra eða jarðfræðileiðang- ursstjóra af sigaunaættum. Við leikhúsið Romen starfa um 200

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.