Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 38

Heimilistíminn - 01.09.1977, Blaðsíða 38
Kisapaddan Aga eða Bufo Marinus er mikil blessun fyrir sykurreyrs framleiöendur í Vestur Indium og i Astralíu, en þrátt fyrir það óttast hana bæði menn og skepnur, vegna eiturs- ins, sem í henni er. Af þessari hræði- legu pöddu koma herskarar skordýra, sem siðan halda i skefjum alls konar skordýrum, sem annars myndu leggja sykurreyrsakrana I rúst. Undir venju- legum kringumstæöum er þessi mikla padda, sem er allt að 20 cm löng og vegur mest 2 kíló, á svæðinu allt frá Texas I norðri og suður til Argentfnu. t hcnni er eitur, sem cr mjög hættulegt. Hundur sem kemur einni slikri pöddu fyrir kattarnef, verður að gjalda fyrir það með lífi sínu, og það aðeins nokkr- um minútum eftir að hann hefur drepið pödduna. Þaö er þvl ekki að undra, að rándýr, sem gjarnan myndu éta pöddu af þessari stærð, láta hana algjörlega I friði. Þó inun ákveöin tegund krókódfla éta þessar pöddur, og hafa leifar þeirra fundizt i mögum dauöra krókó- dflanna. Paddan er annað hvort brún eða Ijósgrá með hvltan kvið. Eins konar horn vex út á milli augna pödd- unnar. Aga-paddan étur, auk skor- dýranna, froska, mýs og uglur. Það cr ekki sjálft bit pöddunnar, sem er eitr- að, heldur er eitrið i tveimur stórum kirtlum, sem eru aftan á hálsinum, og úr þeim kemur vökvi, sem einna helzt likist mjólk. 7% af þessum vökva er adrenalin. Indiánar ná eitri úr þessari pöddutegund, eins og reyndar úr mörgum öðrum eiturpöddum og hafa þeir frá upphafi vega notað þetta eitur I örvarodda sina. Hver er þjófurinn Þjóf hefur tekizt að krækja sér I seölabunka úr peningaskápn- um, þegar enginn er nærstadd- ur. Þrír menn eru grunaðir, A, B og C, um að hafa tekið pening- ana. Hver skyldi vera hinn seki? •ujsuia 1!J jsgua] uuunjpfc] So suia jjpj ggaipueq ugæq e Qun qoui ja uubh '3 iuuunjofij .ia joah 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.