Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 24

Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 24
r bara Hugt um að aka sér heim. Hún fann til sektar vegna þess, að hún hefði látið Hugh halda, að henni likaði ekki við John Davidson. Það var erfitt að gera sér fulla grein fyrir til- finningum hennar gagnvart manninum, hugs- aði hún með sér, þegar hún var orðin ein um kvöldið. Þvi meir, sem John Davidson fór i taugarnar á henni, þeim mun meira hugsaði hún um hann. Afskiptaleysi hans gagnvart öll- um öðrum hafði haft einhver undarleg áhrif á hana allt frá byrjun. Það var, eins og Jennie sagði, eitthvað spennandi við hann og aldrei hafði það verið meira en nú. Já, hún hafði farið á bak við Hugh. Hann hafði spurt: — Ertu þreytt vina min? þegar hann skildi við hana við dyrnar. — Þú ert svo góður Hugh, sagði hún um leið og hún kyssti hann næstum ósjálfrátt. Svo hafði hun snúið sér undan, vegna þess að hun vildi ekki sjá vonina, sem kviknaði i augum hans. Hann hafði gripið i hönd hennar og haldið i hana eitt augnablik. — Einhvern tima verður allt gott milli okkar Barbara, heldurðu það ekki? — Einhvern tima, sagði hún og flýtti sér frá honum. Hugh var bæði vingjarnlegur og tillitssamur. Hefði hann verið harðari og ákveðnari hefði henni þá fallið betur við hann? Hún óskaði þess nú að hún hefði boðið honum inn. íbúðin var eitthvað svo tomleg. Enda þótt Fran hefði oft verið fjarverandi i vinnunni, hafði Barbara þó alltaf getað átt von á að heyra hana stinga lyklingum i skrána og siðan hafði heyrzt hratt fótatak hennar. Það fór smáhrollur um Barböru, þegar hún fór úr fötunum og i léttan slopp. Hún átti óþægilegt verkefni fyrir höndum, en nú ákvað hún að vinda sér i það. Hún átti að fara i gegn- um eigur Frans og pakka þeim niður og senda til bróður hennar. Hún dró fram tvær töskur og byrjaði að taka niður fötin hennar úr skápnum. Augu hennar fylltust tárum, þegar hún var byrjuð á þessu verki. Þegar hún var búin að setja öll fötin niður, sneri hún sér að borðinu, sem þær höfðu haft afnot i sameiningu. Það var fullt af alls konar pappirum og ávis- anaheftum i skúffu Fran. Þarna voru við- skiptabréf og svo var þarna skrifblokk og loks rakst hún á örk með nafni Bryans Fosters stimpluðu á. Barbara las byrjunina áður en hún reif btPéílð i sundur og henti þvi i ruslakörfuna við hiiðsér. Það væri óviðeigandi að lesa það, en samt vaar eins og orðið störðu á hana úr ruslakörfun*ii: Elskan min, Þetta er vonlaust... Undir pappirnum, sem festur hafði verið neðst á skúffubotninn fann Barbara úrk-lippw úr blaði. Þar var sagt frá úrslitum i golfkeppni. Þar var mynd af Bryan Foster. Hann var lag- legur og brosandi á myndinni. Barbara kastaði úrklippunni i ruslið við ffið- ina á bréfinu frá Bryan Foster, siðasta bréiinfi, sem hann hafði skrifað Fran. Nú hafði hún lokið verkinu. Hún fór með töskurnar fram í ganginn, og ætlaði sér að senda þær næsta dag. Svo fór hún i heitt bað. Hún var uppgefin en mun rólegri heidur enhún hafði verið frá þvi hún fyrst rak augun i frá- sögnina af sjálfsmorði Fran i blaðinu. Það áttá að fara fram stutt athöfn á morgun, og hún yrða að vera þar viðstödd, og eftir það yrðu ekki nema minningarnar einar eftir um Fran Harrison. _ ' Sjötti kafli Þegar Þakkarhátiðin tók að nálgast var mák- ið farið að tala um lömunarveikifaraldurinfi, sem gosið hafði upp i f jallahéruðunum þarna i kring. Sumar frásagnirnar voru heldur ýktar, en aðrar voru réttar. Sumir sögðu, að fóiað i bænum væri orðið dálitið órólegt. Lömunar- veikibóluefnið var mikið rætt meðal lækna, sem komu á sjúkrahúsið, og einnig rædcki um það gestir, sem komu i kaffistofuna og gjafa- búðina. Þar sem Hilton General var aðalsjúkrsÉíÉs þessa svæðis reyndu margir að fá það á hreitít, hverjar skoðanir starfsliðsins væru á faraldrinum. Þær sögur gengu, að sveitarfé- lögin þarna i kring hefðu hafnað læknisfræði- legum ráðleggingum, og margir, þeirra á meðal Hugh, voru áhyggjufullir. En það var nú eins og alltaf ábúr, þegar hátiðir nálguðust, að fólk hafði ekki mðÉÉ# áhuga á að ræða sjúkrahúsmálefni, og þeír, sem eitthvað höfðu um málið að segja, reyndu að fara varlega i sakirnar. Z4

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.