Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 9
Þetta er aðeins einn af mörgum fuglum,
sem allt bendir til, að manninum ætli að
takast að útrýma, ef ekki verður gripið til
einhverra afgerandi aðgerða og það fljótt.
milljónir fugla. t Suður-vestur Frakklandi
eru árlega fangaðir i snöru eða skotnir um
10 milljónir fugla.
Veiðitiminn á ítaliu er frá þvl I lok ágúst
og fram i marz. A þann hátt ná veiði-
mennirnir fuglunum á báðum ferðum
þeirra yfir landið, en fuglarnir koma i
stórum hópum, hvort sem er á leiðinni
norðureða suður um. Algjörlega andstætt
vilja veiðimannanna verða þeir þó að gefa
fuglunum frið rétt á meðan þeir eru að
verpa og koma upp ungunum, i von um,
að þeim takist að auka stofninn á ný.
Þetta fugladráp er nú orðið svo gifur-
legt, að fjölmargar stofnanir og félaga-
samtök auk einstaklinga hafa snúið sér til
stjórnvalda i viðkomandi löndum, til þess
að reyna að fá þvi framgengt, að veiðin
verði bönnuð og stöðvuð. Ekki hafa þessar
tilraunir borið nokkurn árangur fram til
þessa.
Nú hefur verið ákveöiö, aö þessir aöilar
reyni að leggjast á eitt og bindast samtök-
um til þess ab leysa vandann. Alþjóðleg
samtök fugiaverndunarfélaga sem einnig
eru starfandi i áburnefndum löndum, hafa
hrundið af stað opinberri fjársöfnun i
Evrópulöndunum, til þess að geta fjár-
magnaö rannsóknir á fugladrápinu og
einnig upplýsingaherferð, sem á að verða
til þess að vinna gegn þvi.
Einnig er I ráöi, aö leggja fé I land-
svæði, þar sem fuglarnir eiga að geta
fundið sér friðland- Þangaö ættu þeir aö
geta leitað á leið sinni yfir þessi hættuiegu
lönd, matazt og hvilzt. Að lokum er svo I
ráði, að mál þetta verði lagt fyrir ráö-
herranefnd Evrópuráðsins, og kannað
hvort ekki sé hægt aö setja lög, sem ætlað
sé að takmarka fuglaveiðarnar I framtiö-
inni. þfb
H^IÐ,
Þú mátt ekki misskilja þetta, en
mér finnst brennt salat gott.
9