Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 14
ungis öklinn sem hreyfist litillega
skrifar læknirinn.
— Sá sem mikið gengur á tréskdm
tekur oft eftir óþægilegum þrýstingi
ofan á ristina frá yfirleðri skósins.
Þeir sem eru með háa rist finna meira
fyrir þessu en aðrir. Þessi þrýstingur
getur orsakað hnútamyndun á ristinni
umhverfis þann stað sem leðríð þrýstir
á. Kallast þessir hnútar tréskóhnútar.
Þessir hnútar eru aumir viðkomu og
getur þá jafnvel orðið erfitt fyrir þann
sem þá hefur að ganga i venjulegum
skóm. Svo langt getur þessi hnúta-
myndun gengið að fjarlægja verði
hnútana með aðgerð og stundum
myndast þeir meira að segja á beinum
fótarins.
— Flestir tréskór eru framleiddir á
nokkuð góðum leistum og er gott rúm
fyrir tærnar bæði til hliðanna og að of-
an. Finnst fólki þeir þvi þægilegir á
fæti. Þetta á þó ekki við alla skófram-
leiðsluna. Sumir skórnir eru fram-
leiddir með mjög svo mjóum tám sem
klemma að tánum sizt minna en
venjulegir þröngir skór.
— I gamla daga þegar börn ætluðu
sér að hlaupa rösklega tóku þau tré-
skóna af sér. 1 dag sezt fólk upp á
skellinöðrurnar sinar segir læknirinn
ennfremur. Það var vegna þess að fólk
getur alls ekki hlaupið með tréskó á
fótunum. Reyni maður að hlaupa,end-
ar það annað hvort með þvl að maður
missir af sér skóna eða misstígur sig
vegna þess hve lausir þeir eru á fótun-
um. Margir tegundir tréskóa eru með
mjög mjóa hæla. Það gerir skóna enn
hættulegri og óöruggari og eykur
þungann sem hvilir á öklaliðnum og á
táberginu sem venjulega er komið
með hart sigg vegna þess hve harður
sólinn er viðkomu.
— Tréskór koma i veg fyrir að fólk
hlaupi og þá um leið að það fái eðlilega
hreyfingu og þjálfun vöðva og liða, og
getur haft margvisleg önnur slæm
áhrif segir K.E. Jessen að lokum.
Þfb
<—.......— - ■ m
Tréskór eru einungis heilsusamlegir
fyrir þá sem eru með flata il og fyrir
fólk sem mikið þarf að standa við
vinnu sin.
Tréskóatizkan hefur
‘gripið mjög um sig undan-
farin ár, ekki sizt meðal
ungs fólks. En nú er svo
komið að sérfræðingar
halda þvi fram að tréskór
séu einungis hentugur
skófatnaður fyrir þá sem
standa mikið við vinnu sina,
fólk, sem vinnur mikið úti i
kulda — til dæmis í sveitum
— og þá sem eru með flatan
fót. Þeir fá mjög góðan
stuðning við ilina. Hins veg-
ar er nú talið alrangt að
nota tréskó algjörlega
óhugsað eins og gert er nú á
timum að sögn danska sér-
fræðingsins og læknisins
KE. Jessen.
1 nýlegu blaði sem gefið er út i Dan-
mörku og nefnist Hjerteforeningens
motionsblað skrifar Jessen, að sam-
spil sé milli liða og vöðva i fótunum, en
viðmikla tréskónotkun fari þetta sam-
spil úrskorðum. Sé það vegna þess að
sólinn er harður undir tréskónum og
beygist alls ekkert.
— Fólk spennir vöðva og liði en
hreyfir þá næstum ekkert. Það er ein-
TBÉSKÓB EBU EKKI
ALLTAF
HEILSU SAMLEGIB
14