Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 33
 mennirnir strax af stað til þess að leita að góðu bæjarstæði handa Eiriki. Drengirnir fóru lika allir með þeim. Sam- kvæmt gildandi venjum áttu þeir Tóti og Litli- Jón að taka við umsjón jarðanna hér i dalnum i Bárðarbæ, og Seli, og fannst þvi, að þetta mál væri þeim viðkomandi. En hvað sem þvi leið, var öllum ljóst að þetta var merkilegur dagur. Karlmennirnir gengu á undan og töluðu sam- an, alvarlegir á svipinn. Tóti og Litli-Jón gengu skammt á eftir þeim og voru alvarlegir. Bárð- ur var sá eini, sem var léttur á brún og virtist harla forvitinn Hann var sifellt á ferð og flugi. Hann reyndi að fylgjast sem bezt með þvi, hvað karlmennirnir voru að tala um, en skokk- aði siðan til Tóta og Litla-Jóns og sagði þeim frá samræðunum. Þetta endurtók hann hvað eftir annað. ,,Þeir ætla að finna bæjarstæði handa Eiriki, innan við Sel.” „Við vitum það”, sagði Tóti. Bárður þaut af stað á ný og kom svo fljótt aftur. „Hann á að fá land alveg niður að Svarta- gili”. „Já, við vitum það”, sagði Litli-Jón. Bárður beit saman vörunum... Strákarnir þóttust vita allt, sem hann var að keppast við að fræða þá um, og voru harla dularfullir á svip. En hann bjó nú lika yfir sinu eigin leynd- armáli. Hann var alveg sannfærður um, að það var eitthvað dularfullt við Eirik. Strákarnir mundu áreiðanlega verða að viðurkenna það fyrr en seinna. Tóti veitti fljótt athygli þeim svipbrigðum sem urðu á bróður hans litla. „ Við heyrðum það, sem piltarnir voru að tala um”, sagði hann — „þess vegna vitum við það”. „Ég veit lika dálitið”, sagði Bárður ibygg- inn....„ en ég vil ekki segja ykkur það”. Tóti brosti. Hann vissi, að Bárður var enn að hugsa um gömlu sögnina um Eirik rauða og ræningja hans... Hann yrði vist að fá að hafa sinar eigin hugmyndir um þetta, þangað til hann yrði leiður á þvi. Þeir voru nú komnir inn að botni Bárðar- vatns og höfðu numið þar staðar. Afi hafði orð- ið i fyrstu og benti i ýmsar áttir. „Við teljum bezt, að þú byggir nýbýli þitt hér á þessum slóðum”, sagði hann. „Þú getur fengið til umráða landið milli Fannahnjúks og Svartagils, niður að vatni og eins hátt upp til fjalla og þér sjálfum þóknast. Eirikur kinkaði kolli, harla glaður i bragði. „Já, það var einmitt hérna sem mér leizt bezt á mig” sagði hann. „Hér þarftu ekki að óttast mestu snjóflóða- hættuna, ef þú þarft að skjótast niður i sveit að vetrarlagi,” sagði pabbi, ...,,og raunar er hér mjög búsældarlegt.” „Já, og hér er eini staðurinn i dalnum, þar sem sólin skin allt árið,” sagði Litli-Jón, ....„það skin jafnvel sól hér á sjálft aðfanga- dagskvöld. „Þú segir góðar fréttir,” sagði Eirikur glað- lega. „Þetta er sannkallaður óskastaður.” En nú skipti mestu máli að finna bezta bæjar stæðið. Það varð að vera þurr og góður staður, sem ekki var i miklum halla. Vatnsból þurfti að vera gott og öruggt, og engin hætta mátti vera þar af snjóflóðum. „Ég held ég viti um bezta stæðið ” sagði gamli Jón og lagði af stað skáhallt upp eftir skóginum. Allir hinir komu strax á eftir hon- um. Og innan skamms komu þeir að stóru rjóðri, semvar næstum lárétt. Stór og silfurtær lækur rann þvert yfir rjóðrið, og ef skógurinn fyrir neðan yrði ruddur á nokkru svæði, sæist yfir allt Bárðarvatn. Eirikur leit I kringum sig. „Já, hérna er einmitt rétti staðurinn,” sagði hann, ...,,mig langar til að gripa öxina strax.” „Er þá engin snjóflóðahætta hér?” spurði Bárður. „Nei alls engin,” sagði Gamli-Jón. „En hvað um skriðuföll og steina?” spurði Litli-Jón og benti á stórt bjarg,sem var i útjaðri rjóðursins, grænt af mosa og hálfu hulið i jörð. Afi hans svaraði byrstur i bragði: „Steinar geta viða hrunið öðru hverju,” sagðihann,... „ogþessiþarna hefur sezthér að fyrir mörgum öldum. Ertu svo sljór, drengur, að þú gerir þér ekki grein fyrir þvi?” Litli-Jón varð sneypulegur svaraði ekki og leit undan. Eirikur hló. „Hann skal verða bæjarsteinninn okkar,” sagði hann. „Við getum höggvið i hann ein- kennismerkið okkar.” „Þar er stórt bjarg uppi i hlíðinni heima,” sagði Bárður. „Það heitir Kirkjusteinn. Sagnir herma, að það sé vegna þess, að ræningjarnir fóru þar i betri fötin sin, þegar þeir gengu fyrst til kirkju.” „Sagðirðu ræningjarnir? ” mælti Eirikur glettnislega...,,Ég verð ógurlega forvitinn.” 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.