Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 38
11 I I | I náttúrunnar
Það mætti eiginlega telja
tunglfiskinn til svifs þar sem
hann færist einna mest úr stað
með straumum hafsins rétt
eins og þau. Tunglfiskurinn er
þó heldur meiri um sig en svif-
in, þvi hann vegur allt að einni
smálest. Latnesku heitin Mola
og Masturus benda á það
hversu mjög hann likist
kvarnarsteini. Hann fer um
hitabeltishöfin og sýgur i sig
blekfiska og alls konar smá-
fiska sem hann lifir á en hann
fer svo sannarlega ekki hratt
yfir.
Uggunum beitir tunglfiskur-
inn á sama hátt og ræðarinn
beitir árunum og með þessu
„róðrarlagi” færist hann hægt
og rólega úr stað. En tungl-
fiskurinn hugsar ekki hraðar
enhann hreyfir sig, og hjartað
i honum er heldur ekki stórt.
Hjarta tunglfisks, sem sjálfur
vegur 400 kiló er á stærð við
baun, og það vegur ekki nema
fjögur grömm.
Þegar veðrið er gott og
stillt, kemur tunglfiskurinn
upp á yfirborðið til þess að
sóla sig. Þá gripa indverskir
fiskimenn tækifærið til þess að
veiða hann. Þeir nota til þess
annað hvort skutla eða spjót.
*
® rs J
400 Kg
Tunglfiskurinn verpir
hvorki meira né minna en 300
milljónum eggja. Ur hverju
eggi kemur örsmár fiskur sem
er 1 mm að lengd. Þess vegna
má segja að afkvæmið sé i
svipuðu hlutfalli við móðurina
og bærum við saman 70 kflóa
árabát og 60 stórskip á borð
við Queen Mary.
Tunglfiskurinn lifir eins og
áður segir i heitum höfum en
á haustin rekur hann með
golfstraumnum til norðurs.
Þegar rok er á Norðursjó
rekur oft tunglfiska þar á fjör-
ur og sá stærsti sem fundizt
hefur þar um slóðir, vó 450 kiló
og fannst eitt sinn i Sviþjóð.
1 \
38