Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 5
verzlunargötu á Manhattan, skýjakljúfar
eru beggja vegna götunnar og allar verzl-
anirnar, sein þarna eru, verzla annaö
hvort með gull eða skartgripi. Mest ber
þarna á rétttrúuðum Gyðingum, sem
ídæðast siðum svörtum frökkum, og eru
bæði skeggjaðir og með sitt, liðað og
dökkt hár. Til eru þó skartgripasalar á
þessum slóðum, sem ekki fylgja rétt-
trúarstefnunni, og þeir ganga klæddir
eins og aðrir borgarbúar.
— En þótt rétttrúðu Gyðingarnir láti
mest á sér bera á þessum slóöum eru það
ekki þeir, sem stjóran demantasölunni,
segir Jacob Simpson.
Þeir verzla hverjir við aðra úti á göt-
unni og einnig við skartgripaverzlanirnar
I skýjakljúfunum. Oft eru þeir á ferli um
göturnar með mörg þúsund dollara virði
af demöntum í vösunum. Hin raunveru-
legu viðskipti eiga sér stað milli heildsal-
Um helmingur allrar demantasölu i heiminum fer fram við 47. götu f New
York, og þar hafa lika fjölmargir demantasalar veriö myrtir undanfarin ár
Demantshringurinn tákn um
dulrænan mátt og eilífa ást
F"rá upphafi vega hafa
menn trúað á hið yfirnáttúr-
ulega — og hringurinn hefur
einnig lengst af verið tákn
um nokkurs konár „vernd”.
Sá sem bar hring var vernd-
aður gegn öllu hinu illa —
óþægilega — um leið og
hringurinn hafði jákvæð á-
hrif og aðdráttarafl á hið
góða.
Egyptar hinir fornu álitu hringinn
hafa tviþætta þýðingu, þar sem hann
var tákn um að lifið og ástin hefðu
hvorki upphaf né endi. 1 upphafi
bjuggu þeir til hringa úr beini, tinnu-
steinum, filabeini eða rafi og siöar
fóru þeir að smiða hringa úr járni,
kopar, messing eða bronsi.
A fyrri öldum báru allir ibúar Róm-
ar hringa úr járni. Siðar kom að þvi,
að senatorar og embættismenn alls
konar fengu hringa úr gulli, en alþýð-
an hélt áfram að láta sér nægja járn-
hringana. Þrælunum var hins vegar
bannað að bera hringa, hvaða nafni
sem þeir nefndust.
A annarri öld eftir Krist tóku kristn-
ir menn upp þann sið, að nota trúlof-
unarhringa, og var sá siður kominn frá
Rómverjum Fyrir kristna menn var
það eiginlega talið hættulegt að taka af
sér slika hringi — jafnvel þótt þaö væri
aðeins gert skamma stund i senn. Þaö
var talið geta orðið til þess að sá, sem
tók af sér hringinn missti ástvin sinn.
Þar sem fólk á miööldum trúði þvi
að i baugfingri á vinstri hendi lægi æð
beint frá hjartanu, báru menn trúlof-
unarhringana á vinstri hendi, en
giftingarhringinn siðan á hægri hendi.
Þessi trú hélzt allt fram á miðja ni-
tjándu öld. Um 1850 var meira að segja
skrifað um það i mjög ábyrgu timariti,
hvort kirkjunnar menn gætu viöur-
kennt giftingu, þar sem konan hafði
misst baugfingur sinn i slysi.
Trúlofunarhringar með demöntum
eru ekki nýir af nálinni. Strax á mið-
öldum voru ungir menn farnir að gefa
sinum heittelskuðu hringa með dýrum
steinum og úr dýrum málmum. Og á
15. öld fóru demantstrúlofunarhringar
að verða sifellt algengari Vildi hið trú-
lofaöa par halda trúlofuninni leyndri
fyrir vinum og vandamönnum var þaö
venja, að stúlkan bar hringinn i keöju
um hálsinn. Ef til vill fylgdi þó ekki
alltaf hugur máli, og leiddi það til
þess, að stúlkur fóru aö ganga i næst-
um ósiðlega flegnum kjólum, til þess
að menn gætu komiö auga á gullhring-
inn i keðjunni. um hálsinn.
Nú á dögum eru til demantshringar
sem næstum hver og einn getur keypt,
þeir eru bæði ódýrir og dýrir, enda
markaðurinn stór, og eitthvað verður
aö vera til fyrir alla. Menn geta keypt
hring meö einum steini, eða heilli
steinaröð, og þá hefur oft hver steinn
sina sögu.
Til gamans má bæta því við hér, aö i
enskumælandi löndum er þaö siður, að
stúlkur fá fyrst trúlofunarhring, sem
er þá gjarnan dematnshringur, en sið-
an er giftingarhringurinn bandsvipað
þvi, sem við eigum aö venjast. Einnig
er það algengara t.d. i Bkdarikjunum,
að trúlofunar- og giftingarhringir séu
bornir á vinstri hendi en hins vegar
eru flestir meö giftingarhringinn á'
hægri hendi t.d. hér á landi. Þfb.
Demantshringurinn hefur lengi veriö
tákn uin trúlofun.
5