Heimilistíminn - 02.04.1978, Blaðsíða 31
Það hefur verið heldur þungi
andrúmsloft á vinnustað þinum.
Timi er til kominn að breyta
þvi, og þú verður að leggja þitt
af mörkum. Yfirmennirnir virð-
ast hafa áhuga á að bæta and-
rúmsioftið. Griptu tækifærið.
Timi er til kominn að bregða sér
i smáferð. A ferðalaginu kynnist
þú manni, sem getur átt eftir að
aðstoða þig á margvislegan
hátt, ef þú hefur vit á að notfæra
þér það. Gamall ættingi minnist
þin i erfðaskránni. Það bætir
sannarlega fjárhaginn.
Ef þú þarft nú að taka mikil-
vægar ákvarðanir, scm geta átt
eftir að hafa áhrif á framtið
hina, ættir þú að leita aðstoðar
þinna nánustu. Þér er boðið út
og þú munt skemmta þér mun
betur en þér gat dottið i hug.
Meyjan
22. ág. — 22. sep.
Peningaráðin eru næg þessa
stundina, og þú ættir að fara að
kaupa meira inn I einu. Það er
hagkvæmara, eða sparar þér að
minnsta kosti tima. Þú hefur
svikizt um að greiða húsaleig-
una, gerðu það strax.
Vogin
23. sep. — 22. okt.
Þú ættir ekki að taka allt of mik-
ið tillit til þess sem fólk segir viö
þig. Kannaðu sjálf hvaða fótur
er fyrir orðrómi, sem kominn er
á kreik. Annað gæti orðið þér
hættulegt. Það er heldur órólegt
yfir ástarmálunum, og ef til vill
ættir þú að skipta um kunningja
og leita þér að nýjum.
31