Heimilistíminn - 19.07.1979, Síða 4
Há laun og ævintýraþrá fær unga menn til þess að fara til starfa viö járnbrautarlagninguna I Siberiu
Með ærandi hávaða er járnbrautarteinsbútur látinn siga
niður í krana og honum komið fyrir á réttum stað í brautinni.
Enn hefur bætzt við BAM, járnbrautarlínu framtíðarinnar
frá Bajkalvatni til Amursárósa við Kyrrahafið. Ungir verka-
menn með appelsínugula öryggishjálma brosa við myndavél-
unum og strjúka svitann af enni sér í nístandi vetrarkuldan-
um. Það er mikill heiður i Sovétrikjunum að vera BAM-verka-
maður, en BAM hefur verið nefnd járnbraut aldarinnar.
Þetta mikla brautryðjendastarf á eftir að opna óbyggðirnar
svo hægt verði að taka í notkun, og nýta þar öll þau auðæf i,
sem þær búa yfir.
Vinna hófst viö lagningu járnbrautar-
innar áriö 1974. Ætlunin er, aö fyrsta lest-
in aki alla leiöina eftir teinunum, samtals
3145kilómetra, áriö 1983. Leiöin liggur frá
Austur Kuta vestan viö Bajkalvatniö til
Komsomolsk-na-Amur. Þegar lagningu
brautarinnar er lokiö hafa Sovétmenn
eignazt braut i gegn um Siberlu, i hæfi-
legri f jarlægö frá Kina og á mun öruggari
staö en nú er taliö um þá braut, sem ligg-
ur yfir Siberiu. BAM liggur þar aö auki
um svæöi, sem talin eru búa yfir miklum
ósnortnum auölindum.
„Litla BAM” liggur i rétt horn á BAM.
Þaö er 300 kilómetra járnbrautarspotti,
sem tengir BAM og núverandi Siberiu-
braut, og nær siöan lengra noröur yfir
Berkakit aö stóru steinkola svæöunum i
nánd viö Nerjungri I Suövestur Jakutia.
4
Fyrsta lestin
Skipulagshönnuöir vilja lengja „Litlu
BAM” allt aö gullnámunum viö Aldan og
siöar til Jakutsk, höfuöborgar I hinu
jakutska sjálfstjórnarlýöveldi Sovétrikj-
anna.
Fyrsta lestin meö steinkol frá Nerj-
ungri-námunum fór frá Berkakit I októ-
ber I fyrra á 60 ára afmæli æskulýössam-
bands kommúnista Komsomol. Nú er ver-
iö aö leggja hliöarspor til Nerjungri og
áfram til stöðvarinnar Ygolnaja.
Frá þvi vinna hófst við járnbrautar-
lagninguna hefur tekizt að ljúka viö þriöj-
ung þess sem fyrirhugaö er aö leggja.
Vinnan stendur yfir beggja vegna frá
samtimis. Kostnaöurinn viö lagningu
BAM var upphaflega áætlaöur um 10
milljaröar rúblna eö um 5400 milljarðar
Islenzkra króna. Þessi áætlun hefur verið
endurskoöuö og hafa tölurnar hækkaö
verulega, en þó þykir þaö ekki óeölilegt.
BAM hefur oröiö eins konar tákn á
framtiöarmöguleika Sovétrikjanna, slag-
æöin, sem á að veita lifi til eyöimarkanna
i austanveröri Siberiu, og ryðja veginn aö
auölindunum þar. Meöfram BAM hafa
risið nýir byggöakjarnar. Verkamennirn-
ir eru fengnir til þess aö koma, eftir aö
þeim hefur veriö heitið mikilli vinnu og
tækifæri til þess aö vinna sér inn mikla
peninga, nóg til þess aö kaupa sér bil og
ibúö — já, og svo veröa þeir einnig BAM-
hetjur.
Framtiðaráætlanirnar eru álika miklar
og erfiöleikarnir, sem ráða veröur bót á.
Aætlaö er, aö byggöar veröi 50 nýjar
borgir viö BAM. Atta risafyrirtæki eiga
aö vinna úr jöröu hráefni, og vinna siðan
úr þeim vörur bæöi til innanlandsnotkun-
ar og til útflutnings.
Ósnortnar auðlindir
BAM-áætlunin er byggö upp úr átta
aöaláætlunum, sem miöast aö þvi aö nota
þær auölindir, sem eru umhverfis járn-
brautina.
Þaö eru:
1. Efra Lena-áætlunin varöandi skóg-