Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 22

Heimilistíminn - 19.07.1979, Qupperneq 22
komið við veikan punkt. Mömmu hafði aldrei fallið að þau Göran skyldu hafa flutt saman jafnfljótt og þau gerðu, þótt trúlofunin hefði breytt nokkru þar um. Kannski — og um það hafði Katarina ekki hugsað áður — kannski yrði hún heldur ekkert hrifin af þvi að hitta Ro- land? Kannski fyndist henni þrátt fyrir allt, já, og meira að segja þótt henni hefði ekki likað við Göran, að það væri ekki við hæfi að Kata- rina skyldi nú vera farin að búa með frænda Görans, og það aðeins tveimur mánuðum eftir... Það kom skuggi yfir augu Katarinu. Hún beit i fingur sinn og var þungt hugsi. Auð- vitað myndi mamma skilja þetta allt, þegar Katarina hefði fengið tækifæri til þess að út- skýra fyrir henni, hversu mikil stoð og stytta Roland hafði verið fyrir hana og hversu heitt hún elskaði hann — en nei. Ulla Lehnberg yrði ekkert hrifin af þvi að fá ekki að heyra um mál- ið fyrr en allt væri klappað og klárt, þegar hún kæmi heim aftur frá Spáni. Henni myndi ekki lika að brúðkaupið hefði farið fram að henni fjarverandi. — Uss, vigslan er ekkert annað en formsat- riði... — Það má svo sem alltaf segja það, sagði Elsa kuldalega. — Við búum saman eins og hjón, hélt Kata- rina áfram og reyndi að verja sjálfa sig. Við höfum meira að segja verið að tala um að fá okkur.aðra ibúð — ibúðin min er of litil fyrir tvo, og ég er eiginlega búin að finna okkur hús 22 — Góða bezta, húsin þar eru allt of dýr og lika of stór, bætti hún svo við. Katarina brosti og hristi höfuðið. — Siðast i dag sá ég auglýsingu um hús með fimm herbergjum og eldhúsi. Það er þó ekki of stórt. Þar er lika baðstofa og sundlaug og garð- ur með grilli i einu horninu bak við húsið. Mér finnst það hljóma dásamlega. —Auðvitað, sagði Elsa, og horfði lengi út um gluggann. — En ég held að Roland hafi ekki ráð — og i hreinskilni sagt, heldur þú ekki að hon- um finnist erfitt, ef þú býðst til þess að kaupa handa honum hús, þegar hann hefur ekki meiri peningaráð en... Katarina andvarpaði. Fallega gamla silfur- koniaksflaskan, sem Roland hafði sýnt henni, var orðin minning ein. Hann hafði selt hana, að þvi er hann sagði, þegar hún spurði hann einu sinni um hana. Hann hafði ekki ráð á að eiga svona antikmuni sjálfur, þar sem hann var ekki annað en sölumaður. Hann varð að vera raunsær og selja alla fallegustu hlutina, sem hann komst yfir. Viðskiptin urðu að ganga fyr- ir. Þegar kom fram á daginn fékk hún góða hug- mynd: — Liftryggingin, sagði hún sigri hrósandi við Roland yfir kvöldverðarborðinu. — Þar er nóg af peningum, og mér fannst aldrei rétt, að ég ætti að halda þeim öllum. — Getum við ekki skipt þeim á milli okkar þriggja? Milli min, þin og Elsu? 4

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.