Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 27

Heimilistíminn - 19.07.1979, Side 27
Dýru verði keypt Framhald af 21. sitm. Veizla — Þegar okkur var eitt sinn boöiö i garöveizlu i höllinni, árið 1950, varö hún mjög glöð, og langaöi til þess aö fara. Hennar vegna samþykkti ég þaö, en heimtaöi aö fara gangandi og vera i venjulegum fötum, fremur en aö fara kjólklæddur. Henni fannst égekki fara rétt aö. Dóttir min er eiginlega á sömu skoö- un ogmóöir hennar. HUn neitar algjör- lega að hafa eintak af bókinni minni i bókaskápnum sinum, og segir ekki nokkrum manni, að hún sé dóttir mln. Sonur minn er aftur á móti á minu bandi. Willie Hamiltonhefur veriöboöiö aö koma fram I sjónvarpi viöa um heim til þess að tala um áhugamál sitt. Hann hefur skrifaö bæöi blaða- og timaritsgreinar um málefniö, auk bókarinnar. Hann segist þó hafa skaðazt fjár- hagslega af þvi að vera á móti kon- ungsættinni. — Ég græddi næstum ekkert á bókinni, — vegna þess að þaö varhvergi hægtaöfáhana keypta. Ég hef lika tapaö peningum á þvi, aö hafa aldrei orðið ráöherra, enda fá þeir hærra kaup en þingmennirnir sjálfir. Þreyttur — Ég er lika orðinn þreyttur á þvi að koma fram opinberlega. Ég er allt- af beðinn um aö koma fram i sjón- varpinu til þess aö ræða við Norman St. John Stevas, sem er mikill kon- ungssinni. Hamilton heldur því fram, aö hann hafi vakiö suma Breta til umhugsunar um þetta mál. — Milljónir manna eru mér sammála, en geta ekki látiö skoö- anir sinar i ljós. Fólk kvartar undan því viö mig, aö bréf, sem ekki eru hlið- holl konungsfjölskyldunni, fáist ekki birt i blöðum. — Ef ég væri ekki þingmaður heföi mér ekki gefizt tækifæri til þess aö koma þessum skoöunum mínum á framfæri. Þaö er litiö á þaö sem nokk- urs konar guölast aövera á móti kon- unginum og drottningunni. Þaö er eiginlega v erra en aö lasta guö s jálfan. Þrátt fyrir skoöanir si'nar hefur Hamilton oröiö aö sverja drottning- unni eiö sem þingmaöur i hvert sinn sem nýtt þing hefur komiö saman. — Ég hef ekkert á móti þvi, segir hann. — Þaö er hvort eö er eintóm vit- leysa. Ég myndi sverja sjálfum djöfl- onum hollustueiö, ef þaö þyddi aö ég myndi halda þingmannssæti mínu. Myndi Hamilton vilja láta aðla sig? — Ég myndi aldrei vilja láta leggja Þaö er litil þörf fyrir önnu prinsessu og mann hennar I Englandi. sverö á axlir mér, né taka á móti sokkabandsoröunni. fcaöer bull og vit- leysa. Ég er á móti lávarðadeildinni, en þvl hlynntur, aö i þinginu séu tvær deildir. Margt ungtfólk er á móti konungs- fjölskyldunni, en það eldist af þvi. Hamilton er nú 61 árs gamall, og verður stööugt ákafari og ákafari andmælandi konungsveldisins. Og hvers vegna skyldi Willie Hamilton sonur námuverkamanns frá Durham, hata þetta fólk svona mikið? — Ég er á móti þvl að fólk erfi völd á þennan hátt án þess aö hæfileikar komi til, segir hann. Auðæfi — Hvaö hefur þetta fólk gert, sem gefur þvl rétt til stööu sinnar í þjóöfé- laginu? Hvers vegna fer t.d. Margrét prinsessa árlega I eitthvert stórkost- legt vetrarferöalag, en skilur ,,þjóö sina” eftir heima? — Hvers vegna heldur drottningin sjálf öllum gjöfum, sem hún tekur viö I nafni þjóöarinnar? Hvaöa gagnlegu hlutverki þjónar Karl prins? Eöa þá Anna prinsessa? Hvers vegna gefa þau ekki eitthvaö af öllum milljónun- um sfnum til sjúkrahUsa? Og swna getur Hamilton haldið á- fram i þaö óendanlega: Þfb. Brosið Þetta var nU meiri ágætis berja- súpan Anna, þú veröur aö Iáta mig fá annan disk. 27

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.