Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 7
Þeir sem lesið hafa Dagbók önnu
Frank, séð myndina eða leikritið vita að
þetta fór á annan veg. Van Daan fjöl-
skyldan bjó á hæðinni fyrir ofan
Frank-fjölskylduna, og Anna þurfti að
fara i gegnum herbergi Péturs, þegar hún
fór upp á háaloftið, en þangað fór hún
gjarnan til þess að njóta einverunnar og
skrifa i dagbókina sina.
Beint fyrir aftan bókahilludyrnar á
annarrihæðinni liggur brattur stigi upp á
þriðju hæð:
— Ef þú ferð nú upp stigann og opnar
hurðina þar,þá heldégað þú verðir hissa,
að svona stór og björt stofa skuli geta
verið þarna uppi undir þaki I þessu gamla
húsi á sýkisbakkanum. Þarna er gasofn
og uppþvottaborð, það er vegna þess að
hér var einu sinni efriarannsóknarstofa.
Þetta á nú að verða ibúð Daanhjónanna,
dagstofa þeirra, svefnherbergi og eldhús.
Pétur Daan fær Utið forstofuherbergi
handa sér. 1 hinum endanum er siðan
stóreflis þakloft. Og nú er égbúin að sýna
þér okkar fagra og ágæta felustað.
Þin Anna.
Eins og i dag
t herbergi Van Daan-fjölskyldunnar er
einnig likan af herberginu eins og það var
búið, þegar fjölskyldan bjó þarna. Vegg-
irnir eru hins vegar naktir og herbergið
tómt — og ekkert i herbergi Péturs vitnar
um, að þetta hafi verið dvalarstaður ungs
pilts i rúm tvö ár. Stiginn upp á loftið er
mjór og brattur. Þarna hefur nú verið girt
af með kaðli, hluti loftsins og settur gler-
veggur, svogestir verða aðláta sér nægja
að horfa þar i gegn, vegna þess að loftið
er ekki lengur talið öruggt yfirferðar. En
fyrir rúmum þrjátiu árum var þetta
öruggur staður i tvenns konar merkingu.
Hér gat Pétur falið sig og legið yfir bók-
unum sinum, ogsiðan slóst annað i hópinn
og þau undu sér þarna tvö ein:
Sunnudaginn 19. marz, 1944 skrifar
Anna:
Kæra Kitty!
t gær var eftirminnilegur dagur. Ég var
Pennavinir
Kæri ritstjóri,
Vildir þú gera svo vel að birta nafn
mitt og heimilisfang i blaði þinu. Ég er
19 ára gamall, og mig langar til þess
að eignast pennavini sem viðast i
heiminum. Ég hef áhuga á að skiptast
á gjöfum við vini mina, einnig hef ég
áhuga á fótbolta og borötennis. Ég
skrifa á ensku. Nafn mitt og heimilis-
fang er:
Bókahilluhurðin — inngangurinn i bak-
húsið, þar sem Anna Frank bjó i feium
með sjö öðrum frá 1942 til 1944.
búin að ákveða að tala hreinskilnislega
við Pétur. Um leið og við settumst að
kvöldmatnum, hvfslaði ég að honum: —
Ætlarðu að æfa þig i að skrifa i kvöld? Og
hann sabði, nei. — Þá langar mig til aö
spjalla við þig o furlitla stund eftir matinn.
Hann tók þvi vel. Þegar búið var að þvo
upp, var ég dálitla stund inni hjá Daans-
hjónunum, stóð við gluggann og horfði út.
Svo fór ég inn til Péturs. Hann stóð
vinstra megin við gluggann, sem var
opinn. Égtók mér stöðu hægra megin, og
við fórum að skrafa saman. Samtalið
gekk miklu betur þarna I hálfrökkrinu við
opinn gluggann, heldur en ef við hefðum
kveikt. Og ég hugsa, að Pétri hafi fundizt
þaö lika.
Við skröfuðum margt. Ég get ekki sagt
þér nánar frá þvi, en það var yndislegt,
bezta kvöldið, sem ég hef lifaö, siðan við
fluttum hingað.
1 eftirmálanum að bók önnu Frank
segir, að 4. ágúst, 1944 hafi lögreglan ráð-
izt inn i „felustaðinn.” Allt fólkiö var tekið
höndum og einnig þeir Koophuis og Kral-
er, og sent i fangabúðir I Þýzkalandi og
Hollandi.
Gestapo lét greipar sópa um alla
ibúðina. Seinna fundu þær Miep og Elli
Alexander D. Nisplan P.O. box 717,
Cape Coast Ghana, West Africa.
Kæru vinir,
Ég er fimmtán ára gamall og heiti
Anil Kumar. S. Mig langar til þess að
eignast vini á Islandi. Mig langar til
þessaðfræðast um ykkar fallega land,
og koma á traustu sambandi milli
Indlands og Islands og unglinga I
þessum löndum. Mér er sama hvort ég
fæ bréf frá piltum eða stúlkum.
Anil Kumar S. TC 25-69, Pulickal
House, Thampanoor, Trivandrum — 1,
Kerala, India, Pin 695001
innan um gamalt bóka-og blaöarusl dag-
bók önnu. Frank faðir önnu var sá eini af
þeim, sem I felustaönum haföi dvalizt,
sem átti afturkvæmt úr fangabúðunum,
og einnig lif ðu þeir Kraler og Koophuis —
hjálparhellur fjölskyldunnar af hörm-
ungarnar og kvalirnar i hollenzku fanga-
búöunum, og hurfu þaöan að lokum heim
til fjölskyldna sinna. Anna Frank lézt i
Bergen Belsen-fangabúðunum aðeins
tveimur mánuðum áður en Holland losn-
aði úr áþján og viðjum.
Mikið hefur verið rætt og ritað um önnu
Frankog fólkið úr felustaönum. Vitað er
að Frankhjónin voru fyrst f stað flutt til
Westerborck-fangelsisins I Hollandi
ásamt dætrunum tveimur, en siöan voru
þau flutt i nautgripavögnum til Ausch-
witz. Þegar til Auchwitz kom var körlum
skipað að ganga til vinstri og konum til
hægri. Þá drógust á brott þeir Daan,
Dussel (tannlæknir, sem búið hafði með
fjölskyldunum tveimur i felustaðnum)
Pétur og Frank. Karlmennirnir sáu kon-
urnar aldrei eftir þetta.
t Auschwitz var siða, fallega hárið
hennar önnu Frank klippt af henni, og
augu hennar virtust sifellt stækka I and-
litinu, eftir þvi sem hún horaðist meira og
meir. Gleðin var þá horfin, en kjarkurinn
ekki Húnvarfram til hins siðasta leiðtogi
isinum fangahópi, enda þótt hún væri enn
tæpast af barnsaldri og yngst þeirra, sem
með henni voru.
Og svo var það 30. október, 1944, að
valdir voru úr yngstu og hraustustu fang-
arnir og þeir fluttir til Belsen-fangabúö-
anna. Anna ogMargot systir hennar voru
i þeim hópi. 1 vltinu Bergen Belsen drógu
systurnar fram lifið i tæpa fimm mánuði.
Þær veiktust báðar. Margot lá meövit-
undarlaus dögum saman og fannst að
lokum dáin, hafði fallið úr fleti sinu á
gólfið. Anna var svo aðframkomin, að
enginn treysti sér til að segja henni tiðind-
in. Fangi, sem með þeim dvaldi, lét svo
um mælt: — Fáum dögum sánna dó hún
æðrulaus, fullviss um, að dauöinn var
ákjósanleg lausn.
FB tók saman.
7