Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 20
— Fljót nú. Komum okkur héðan út, áður en
hann kemur á eftir okkur.
Katarina datt á höfuðið niður á grasið fyrir
utan gluggann. Carl Johan kom á eftir henni,
og dró hana á fætur og sagði:
— Hlauptu nú, við verðum að komast inn i
skóginn.
Dökk trén og næturhiminninn hringsnerust
fyrir augum hennar og það var suða fyrir eyr-
unum.
Katarina hélt fast i hönd hans og svaraði:
—Mér liður svo illa — ég get ekki...
— Hlauptu sagði ég!
Og þau hlupu yfir litlu brúna, sem faðir
Katarinu hafði látið smiða yfir lækinn, og svo
hlupu þau eftir stignum, sem lá i átt til skógar.
Carl Johan var hvitur i framan þegar hann leit
framan i hana.
-- Hvar er næsti simi? — Hvar búa næstu ná-
grannar ykkar?
Katarina var svo móð að hún gat tæpast
komið upp nokkru orði.
— Við veginn, stundi hún. — Stóra veginn —
Hermansson — bóndabær — þau eiga heima
þar allt árið — hitt eru sumargestir.
Hún hætti um leið og hún æpti upp yfir sig af
sársauka, vegna þess að hvassar grenigrein-
arnar stungust i andlit hennar.
— Reyndu að hafa ekki hátt, sagði Carl
Johan. — Vertu ekki óróleg. Hann getur ekki
hlaupið eins hratt og við.
Þau héldu áfram að hlaupa i gegn um skóg-
inn, og svo gengu þau, þegar þau höfðu ekki
lengur krafta til þess að hlaupa. Katarina var
alltaf að lita um öxl: Var Roland að elta þau?
Myndi hann ná þeim? Það var engin leið að
gera sér grein fyrir þvi, hvort einhver var á
eftir þeim, eða ekki, vegna þess að þau heyrðu
ekkert fyrir sinu eigin fótataki.
— Aðalvegurinn? sagði Carl Johan, — erum
við á réttri leið?
— Við ættum að fara meira til vinstri, stundi
Katarina. Carl Johan var með byssu Rolands i
hendinni, en vel gat verið, að hann væri með
aðra byssu. Hún var orðin svo miður sin, að
hún gerði sér enga grein fyrir þvi, sem var að
gerast i kringum hana. Hún vissi ekki, hversu
langt þau voru komin, og þorði ekki að nema
staðar, til þess að gera sér betur grein fyrir þvi
og hlusta eftir þvi, hvort Roland væri á eftir
þeim. Carl Johan var þó ekki eins utan við sig
og hún, og hann nam skyndilega staðar og
reyndi að halda niðri i sér andanum til þess að
20
geta hlustað. Katarina fór að dæmi hans eins
og ósjálfrátt, en hún varð að gripa i trjágrein
til þess að hniga ekki niður þar sem hún stóð.
Nokkrum augnablikum siðar náði spennan
yfirhöndinni, og hún fór að kasta upp. Carl
Johan kom til hennar og hélt um enni hennar á
meðan hún kúgaðist aftur og aftur.
—Vertu ekki hrædd, sagði hann huggandi, —
Hann nær okkur ekki. Hann finnur okkur ekki i
þessu myrkri. Við ættum að vera komin að
veginum áður en langt um liður.
Katarina hélt aftur af stað, og Carl Johan
studdi hana og hélt áfram: — Við hringjum til
Sandström og svo biðum við hjá bóndanum
þangað til hann kemur. Það er engin hætta á
ferðum, það —
— Þekkir þú lika Sandström? spurði
Katarina veikum rómi.
—Ekki persónulega, muldraði Carl Johan. —
Hvernig liður þér núna? Betur? Hérna er vasa-
klúturinn minn, og við skulum setjast niður og
hvila okkur i nokkrar minútur, áður en við
höldum áfram. — Ekki persónulega, endurtók
hann, þegar hann var setztur við hliðina á
henni. — Ég hef talað mikið við hann.
— Hvernig stendur eiginlega á þvi, að þú
blandaðist i þetta mál?
Henni leið betur núna, og allt virtist ætla að
verða auðveldara. Hún gat einhvern veginn
ekki lengur gert sér grein fyrir öllum æsingn-
um, sem hafði áður haldið henni fanginni. Hún
talaði lágum rómi, og horfði stöðugt i áttina,
sem þau höfðu komið úr, en var engan veginn
eins miður sin af hræðslu, og hún hafði áður
verið. Ef hún gæti bara farið að anda rólega, þá
gætu þau lagt af stað aftur i áttina að bæ Her-
manssons og þá væru þau hólpin. . .
— Thomas og ég, svaraði Carl Johan lágum
rómi, — vorum vinir. Roland hafði á réttu að
standa, það var ekki hægt að treysta manni
eins og Thomasi. Þú veizt, að hann og Göran
voru saman i Gaza?
Katarina skalf og Carl Johan lagði handlegg-
inn utan um hana og dró hana að sér, og hélt
svo áfram að útskýra þetta fyrir henni.
—Þeir Göran voru vinir frá byrjun, sjáðu til.
En svo fór Thomas þangað lika, og fór að fitla
við eiturlyfin. Thomas sagði mér frá Sand-
ström. Hann sagði að Sandström væri sá eini,
sem vissi eitthvað um þetta, og hann væri eina