Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 21

Heimilistíminn - 20.09.1979, Side 21
LOWELL GEORGE lét sitt hvað eftir sig A síðustu plötunni sinni söng Lowell Goerge saknaðarsöng: I got 20 million things to do. Margt benti til þess aö hann meinti þetta I alvöru, þótt fram til þess tima hefði hann farið heldur iUa með aUa þá hæfileika, sem hann hafði yfir að búa. Hann var einn á söngferðalagi, eftir að hljómsveitin Little Feat, „rokk-grúppa”, sem hann sjálfur hafði hjálpað til við að koma á fót, hafði hætt að starfa saman, og hann var búinn að heita þvf að skrifa ekki fleiri lélega söngva. Lowell George hafði oft verið talinn einhver áhrifamesti söngvasmiður, sem skrifaði fyrir hina þekktu, t.d. Lindu Ronstadt, Carly Simon og Mick Jagger. Nú er svo komið, að George hafði ákveðiö að reyna að komast á rétta braut. Hann hafði drukkiö i óhófi, og var kokain-neytandi. Auk þess var hannhelzt til þungur eöa um 250 pund. Hann hafði þurft aö fara á sjúkrahús gerö var aðgerð á baki hans, en eftir sjúkrahússdvölina varð hann morfin- isti og átti i miklum erfiðleikum með að sigrast á þeim lesti. Nú var hann kominn til Washington eftir tveggja vikna tónleikaferðalag: Hann var staðráðinn i þvi að fara að hægja á sér. Hann ætlaði ekki að drekka eins mikið né heldur vaka heilu næturnar, þar sem hann vissi að hann þoldi það ekki. Þó fór svo að hann fór i veizlu, sem stóð til morguns. Tveim stundum siöar vaknaði hann með kvalir i brjósti. Liz kona hans reyndi að ná i lækni en George var dáinn áður en hjálp barst, aðeins 34 ára gamall. Lowell lýsti sjálfum sér sem „feita krakkanum frá Hollywood-hæðun- um.” Hann lærði I upphafi að leika a flautu, en svo fór hann aö leika á gitar meö Mothers of Inventions. Frank Zappa, aðalmaðurinn i hópnum hvatti vinsælustu laga þeirra eru Dixie Chicken, Willin’, Sailin’ Shoes og Rocket in My Pocket. Margt hafði gengiö illafyrir Lowell George um æv- ina, en hann var þó hamingjusamlega kvæntur og f jögurra barna faðir, þeg- ar hann lézt. George til þess að stofna eigin hljóm- sveit, ogtil þess að af þvi yrðirak hann hann! Arið 1970 varö Little Feat til undir handleiðslu Georges. Á niu árum sendi hljómsveitin frá sér sjö plötur, hætti einu sinni, en tók svo til við að leika saman aftur. Meðal 21

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.