Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 9
alltaf fullar af góðmennsku, hvort sem hann er að myndskreyta ævintýri eftir H.C. Andersen eða verk sovéskra höfunda s.s. Mihalikovs, Bartoeða Tshúkovskýs. t þessum bókum lita meira að segja vondu karlarnir og galdrakerlingarnar og -karl- arnir ekki iililega út. bau eru ekkert rosa- leg heldur hlægileg. Tshihlkov reynir að klæða allar myndir sinar grimu kimninnar, jafnvel þó um sé að ræða alvarleg atriði i frásögn- inni. bess vegna er mjög skemmtilegt að skoða teikningar hans. Ég spurði lista- manninn hvort hann væri eins hress og skemmtilegur og reikningar hans. Hann svaraði: ,,Ég veit ekki hvort slikur hressileiki kemur fram á yfirborðinu, en inni i mér býr eitthvað i þá veru. Ég tel, að öllum, börnum jafnt sem fullorðnum sé nauðsynlegt að hafa húmor. Ég get ekki imyndað mér hvernig hægt er að lifa án slikrar tilfinningar. Ég hef haft gaman af að teikna allt mögulegt frá þvi ég var krakki og ætlaði mér aldrei annan starfa en að verða skopmyndateiknari”. Fyrstu myndir Tshízhikovs birtust I blaðinu „Verkamaðurinn”, þegar hann var aðeins 14 ára gamall. Hann gerði með áhuga allt, sem ritstjórnin lagði fyrir hann, fór á milli húsa og stofnana, sem höfðu með borgarmál að gera. bessar innrásir áttu að koma upp um galla á starfsemi viðkomandi stofnana og þessi ungi listamaður refsaði þeim með skop- myndum. n r- Nýlega kom út kver eitt með teikning- um eftir Tshizikov i bókaröðinni „Meist- arar sovéskra skopmynda”. Formála að bókinni skrifuðu öldungarnir á sviði skop- myndateikninga i Sovétrikjunum, þrir listamenn, sem unnu saman undir dul- nefninu Kúkriniksi. beir skrifuðu m.a. „Einusinni birtist idyragættinni á vinnu- stofu okkar ungur maður með stóra ferða- tösku undir hendinni. betta var Vitja Tshizhikov, nemandi i siðasta bekk grunnskóla. Hann opnaði ferðatöskuna og viðsáum að hún var troðfull af póliti'skum skopteikningum Vitjaspurði: „Haldiði að pað verði ur iriér skopteiknari?” Við átt- um erfitt með að svara þessari spurningu þá, þrátt fyrir að innihald töskunnar væri lofandi. Núna, þegar hann á að baki 20 ára starf getum við sagt með sanni. Já, skop- myndateiknari varð hann og það mjög góður”. Á sömu skoðun eru milljónir lesenda Krókódils, sem er vinsælasta grintimarit i Sovétrikjunum. Við það vinnur Tshizhi- kov, og einnig við annað slikt blað, Um- hverfis jörðina. bar sér hann um einn þátt, „Hinn margliti heimur”, hvar segir frá alls kyns skoplegum atburðum, sem eiga sér stað á ýmsum stöðum jarðkringl- unnar. bað eru vist flestir sammála um það, að til þess að geta stanslaust mynd- skreytt slikar gringreinar. án þess að endurtaka sig i sifellu, krefst mikils hugarflugs og frumleika. betta hvort tveggja hefur Tshizhikov i rikum mæli. Við ræddum við listamanninn i vinnu- stofu hans. Okkur fannst hún einhvern veginn alveg sérstaklega hlýleg, liklega vegna þess, að þar hefur Ólympiubangs- inn tekiðsér bólfestu. Alls staðar mættum við gáfulegum og vingjarnlegum augum hans. Teiknaöir bangsar, bangsar úr leir, postulini, tré og skinni mynduðu þarna stóran og mikinn hóp. Einn Ólympiu- bangsinn hefur meira að segja komist út i geiminn. bað er til mynd af honum i stjórnklefa geimskips, ásamt sovésku geimförunum Kovalenkoj og Ivants- henkov og hinum pólska kollega þeirra, Germashevsky. Ég spurði listamanninn hvernig hann imyndaði sér þessa nýju hetju sina? Hann svaraði: „Fyrst og fremst held ég að hann sé góður og sterk- ur. Ég imynda mér hann sem lyftinga- mann. Hann var rétt að enda við að lyfta, og i þvi hann leggur lóðin frá sér þá horfir hann á þig. Tákn fyrri ólympiuleika áttu ekki eins greiða leið að hjörtum fólks. Td. bæði hundurinn og bjórinn, þeir voru eins og svo inn i sig. En þessi er opinn og vekur vonir i brjóstum manna. bessi björn er meðvitaður um eigin virðuleik, með ákveðna stöðu i lifinu, stöðu fulla af bjartsýni og vonum hvað snertir iþróttir og vináttutengsl. Við bangsi óskum auðvitað þeim sem aö Ólympiuleikunum standa alls hins besta. Vonum að þeir bestu og sterkustu vinni. begar ég var að teikna bangsa hugsaði ég aðeins um það, að hann færði öllum vel- gengni sem undir hans merki keppa, svo og að öllum félli hann vel i geö." Tamara Efetova 9 i

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.