Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 4
ANNAFRANK
hefði orðið
fimmtug í sumar
Föstudaginn 12. júni vaknaði ég fyrir allar aldir. Það
var vor. Þetta var afmælið mitt. En auðvitað fékk ég
ekki að klæða mig svona snemma. Ég varð að liggja á
tilhlökkuninni þangað til klukkan var nærri sjö. Þá
þoldi ég ekki lengur við, klæddi mig og fór fram i borð-
stofu. Og þar fagnaði blessuð kisa mér heldur en ekki.
Klukkan rúmlega sjö fór ég inn til mömmu og pabba
og siðan fram í stofu til þess að leysa utan af afmælis-
gjöfunum. Og það fyrsta, sem heilsaði mér varst þú,
(þ.e. dagbókin), og það var þaðlbezta af því öllu saman.
A borðinu var stóreflis rósavondur, bóndarósir og potta-
blóm. Seinna fékk ég enn fleiri blóm.
Þetta er þaö fyrsta, sem Anna Frank skráöi i dagbókina sina, sunnudaginn
14. jáni 1942, eöa fyrir rúmum 37 árum. Henni hefur llklega ekki dottiö í hug,
aö þessi orö hennar og þaö, annaö, sem hún átti eftir aö færa inn f dagbókina
sina næstu tvö árin, eöa fram til 1. ágúst 1944, ætti eftir aö koma fyrir augu
aiheimsins. Bókin sem litla stúlkan færöil hugrenningar slnar og frásagnir af
þvi sem geröist á meöan hún og fjölskylda hennar liföi I leyni I bakhúsi I
Amsterdam, á fiótta undan Þjóöverjum, átti eftir aö vekja heimsathygli. Hún
hefur komiö út á fjöimörgum tungumálum, og upp úr henni hefur veriö samin
kvikmynd og leikrit.
12. júnl I ár heföi Anna Frank oröiö fimmtug, ef hún heföi fengiö aö lifa. Hún
dó I þýzkum fangabúöum I marz 1945, aöeins tveimur mánuöum áöur en Hol-
land var frelsaö úr greipum nazistanna.
Stytta af önnu Frank stendur I her-
berginu hennar.
Ef Anna heföi fengið aö lifa, og heföi
hún enn búiö i Amsterdam, getur vel
veriö, aöhúnheföi tekiö sér far meö vagn-
inum niöur til Dam, gengiö síöan nokkrar
húslengdir til Preinsengraacht 263-265 þar
sem hún og fjölskylda hennar bjó I felum
frá þvi' 9. júll 1942 og þangaö til nazistar
fundu fólkiö 4. ágúst, 1944.
Nú er I húsinu þar sem Anna bjó meö
fjölskyldu sinni safn, til minningar um
hana og Gyöingaofsóknirnar, og kyn-
þáttahaturogofeóknirfyrr ogsiöar. Anna
Frankhuis er húsiö nefnt á hollenzku, og
þaö mun vera auövelt aö finna þaö, komi
maöur til Amsterdam.
Sértu staddur á Dam, i miöborginni
sjálfri, er ekki annaö aö gera en taka
stefnu á Konungshöllina, halda til hægri,
fram hjá pósthúsinu, sem ku fremur likj-
ast konungshöll en pósthúsi og svo eftir
Ráöhúsgötu Amsterdamborgar — Raad-
huis straat — yfir skurðina Singel, Kezers
gracht og þangaö til maöur sér West-
er-kirkjuna. Bak viö hana finnur maður
svo Prinsen gracht, beygir tii vinstri og
heldur eftir hægri bakka skuröarins, þar
tilkomið er aö 263-265og Anne Frankhuis.
A mesta feröamannatimanum er víst
tæpasthægt aö ganga fram hjá húsinu án
þess aö taka eftir þvi, þar sem mikið er
þar alltaf af gestum, en þegar minna er
um aö vera aö vetrarlagi gæti maöur
misstaf þvi,ef maöurtæki ekki eftir skilt-
inu, sem segir, aö þarna sé safn til minn-
ingar um önnu Frank.
----------—«
Þetta er Hkan af efstu hæöinni, þar sem
Van Daan-fjölskyldan bjó.
4