Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 18
þeirra við þau Carl Johan. Hún varð að gera
þessa tilraun, hvernig sem allt færi.
Hún harkaði af sér og sagði veiklulega:
— Roland, mér liður svo illa... Gætum við
ekki hitað svolitið kaffi?
Roland settist upp i stólnum.
— Kaffi? Og þú ert að hugsa um slikt núna?
Hann varð sannarlega undrandi, en svo þagn-
aði hann augnablik og renndi tungunni yfir
varirnar til þess að væta þær. Hjarta Katarinu
sló svo hratt og hátt, að hún var hræddust um,
að hann myndi taka eftir þvi, og sjálfri fannst
henni hjartslátturinn bergmála i eldhúsinu.
Það var beiðni Carls Johans um að fá vatns-
sopa, sem hafði gefið henni þessa hugmynd —
sjálf var hún lika þyrst, en hafði ekki beðið um
vatn eins og hann vegna þess að hún var hrædd
um, að hún myndi kasta upp, ef hún færi að
drekka eitthvað. Roland var órólegur, og hann
hlaut lika að vera þyrstur. Og það var eitthvað
svo hversdagslegt við þessi orð ,,getum við
ekki hitað kaffi?”
— Já, hvers vegna ekki? sagði Roland að
lokum. — Settu kaffikönnuna i gang. En vertu
ekki með neina vitleysu —- reyndu ekki að
stökkva á mig eða neitt annað, ég ræð þér frá
þvi.
Röddin var svo hás, að Katarina var viss um,
að hann var ekki siður spenntur og æstur
heldur en þau Carl Johan. Auðvitað, hugsaði
hún á meðan hún var að hella kaffinu i sjálf-
virku könnuna, vildi hann að Göran kæmi sem
allra fyrst aftur. Eftir þvi sem hann sjálfur
hafði sagt, höfðu þeir ekki ætlað sér i byrjun að
láta þetta ganga svona langt.... morðið á
Thomas Gradin var nóg. Katarina var með
höfuðverk og hún hélt sér dauðahaldi i eldhús-
borðið. Rödd Rolands skar hana i eyrun.
— Hvað ertu að gera? Reyndu ekki....
Hún heyrði ekki afganginn, heldur sneri sér
við án þess að sleppa takinu á borðbrúninni og
öskraði, án þess að þurfa að leita eftir orðum:
— Vertu ekki þessi andskotans bjáni, Ro-
land! Heldur þú að ég taki eldhúsborðið og
kasti þvi i þig? Hvað heldurðu að ég þori að
gera, þegar þú miðar stöðugt á mig byssunni —
hættu þvi! Ég drepst þá heldur af sprautu
heldur en þessu!
Eitt hræðilegt augnablik hélt hún, að hún
hefði gengið of langt. Hann stóð svo nærri
henni, að hún sá greinilega glampann i augun-
um, en hann hvarf jafnskjótt og hann hafði
komið og Roland svaraði hægt:
— Þú hefur rétt fyrir þér. Ég ber virðingu
fyrir kimnigáfu þinni, bætti hann svo við.
Katarina svaraði ekki. Hún mældi kaffið og
þrýsti á hnappinn. Kaffikannan fór að suða.
Katarina gerði sér ljóst, að hún varð að tala,
tala um hvað sem var, til þess að hann þving-
aði hana ekki til þess að setjast niður, svo áætl-
unin færi ekki út um þúfur.
— Hve lengi hefur Göran búið hérna i sum-
arbústaðnum? spurði hún hátt og hvellt. —
Hvers vegna hefur enginn séð hann hérna?
— Hann hefur alls ekki búið hérna, svaraði
Roland rólega. — Þessi staður er allt of langt út
úr....