Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 8
Þaöer svo ein ástæöa enn, en án hennar heföi Tshizhikov varla fariö út i þaö aö skreyta barnabækur. Hann er einfaldlega svo mikill barnakarl. „Mér finnst gaman aö umgangast börn, tala við þau”, segir hann. „Ef þau gleöjast, þá gleöjast þau virkilega og ef þau reiöast fylgir þvi mikil alvara. Þau hafa geysilegt imyndunarafl, og mér finnstgaman aö láta hugann reika með þeim. Þau elska lika ævintyri og sögur eins og ég”. Eitt er þaö sem er sameiginlegt öllum þeim rithöfundum sem Tshizhikov kallar sina, — það er góðsemin. „Ég er sann- færður um þaö, aö börn eigi allra helst að ala upp i góömennsku”, segir hann. ,,Með bókmenntum er hægt að þroska þessa til- finningu, og útvarp og sjónvarp geta hjálpað þar til. Ég fékk tækifæri til þess að horfa á nokkrar grinmyndir ætlaðar börnum, sem framleiddar voru á Vestur- löndum. Þar gekk oftast allt út á það að hræða börnin. Éger þessfullviss, aö þetta hefur ekki góö áhrif á hug og h jörtu barn- anna. Barnabækur mega á engan hátt vera boðberar vonsku og ofbeldis. Mér finnst það meira aö segja vond barnabók, sem inniheldur undirferli. Ég og þeir rit- höfundar, sem ég myndskreyti fyrir leggjumst á eittmeðþað að skapa réttlæti og gæsku”. Og rétt er það, bækur Tshizhikovs eru Málið fjallar um litinn bangsa, tákn Ölympiuleikanna i Moskvu árið 1980. Skapari'hans er sovéski listamaöurinn Viktor Tshizhikov. Hingað til hefur hann verið þekktur i Sovétrikjunum fyrir barnabókaskreytingar sinar og skop- myndir. En upp á siökastið hefur nafn hans öðlast alveg sérstakar vinsældir, eða siðan bangsinn hans hlaut sæmdarheitiþ „Tákn Ölympiuleikanna 1980”. Aður hafði farið fram könnun i sovéska sjónvarpinu á þvi, hvaða meölimur dýrarikisins ætti þann heiður skilið, að verða tákn ÓL. Og þaö verður að segjast eins og er, að eng- um þótti undarlegt að flest atkvæðin féllu birninum i vil. Ibúi rússnesku skóganna, elskuð og þekkt hetja úr þjóðsögum og ævintýrum, hefur hann löngum verið tákn rússneskrar gestrisni. Loðinn kraftakarlinn, girtur belti með hinum 5 ólympisku hringjum hefur fljótt eignast marga aðdáendur. Auk þess passarhannsvo vel inn i villidýra-andlits- myndasafnið hans Tshizhikovs. Listamaðurinn hefur svo gaman af þvi aöteikna dýr. Þaðer ekkiað ástæðulausu, að barnabækur þær sem hann skreytir eru fullar upp af dýrum. Maöur þekkir dýrin hans Tshizhikovs strax úr, þau hafa eitt- hvaðsérstakt við sig, einhvern „sjarma”. Og menn fagna hverjum nýjum ketti, kú eða glottandi hrafni. Tshizhikov teiknar ekki dýrin með nákvæmni ljósmynda- vélarinnar, heldur eru þau frekar mann- 8 leg i útliti. Þau hreyfa sig og „gesti- kúlera” eins ogmenn,og hann gefur þeim ailtaf einhvern „karakter”. Þessar teiknuðu hetjur, sem eru hver annarri skemmtilegri, lifa í bókum eins og t.d. sögum Donalds Bisset. 1 rússnesku komu þær út undir nafninu „Gleymdi af- mælisdagurinn’. Tshizhíkov segir: Ég myndskreytti þessa bók af mikilli ánægju og áhuga. Hjá Bisset sameinast góðsemi og glæsileiki. Saga hansum tigurinn Rrrr féll mér strax mjög vel i geð. Ég fékk meira að segja á tilfinninguna að ég þekkti höfundinn, þó ekki sé það nú svo i raun og veru. Mér fannst sem við hefðum i sameiningu gengið með bókina i mag- anaum i langan tima og loksins komið þvi i verk að gefa hana út”. 1 25árhafa teikningar Tshizhikovs birst á slðum vinsælla sovéskra barnablaða, „Hressar Myndir” og „Múrzilka”. Hann byrjaði aö vinna við þessi blöð þegar á námsárum sinum viö Grafikstofnunina I Moskvu. I einu orði sagt, þá eru börn og ýmis efniviður I kringum þau stór hluti viðfangsefna hans. Það væri gaman aö vita, hvortþetta er bara tilviljun. Tshizhf- kov segir: „Mér finnst gaman að teikna mikiö, fæ mig ekki fullsaddan af því. Mér er t.d. alvég sama þó ég verði aö endur- vinna mynd, ef ritstjórnin telur það nauö- synlegt. En það er sjaldan sem mynd- skreyting á bókum fyrir fulloröna rekur á fjörurnar”. Ólympiuminjagripur, táknið „Bangsi”.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.