Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 11
Rósir úr blóði
eða sjávarlöðri
Rósir hafa alltaf verið
mikið augnayndi fólks.
Heldur hefur okkur gengið
erfiðlega að rækta þær hér i
görðum, en eftir því sem
litlum gróðurhúsum fjölgar
heima við hús manna, eru
það fleiri, sem reyna sig við
rósaræktina og með sæmi-
legum árangri.
t Hollandi lifa margir á rósarækt-
inni. Þar eru gróöurhús á þúsundum
hektara lands, þar sem ekkert er
ræktaö nema rósir, en aöal-rósarækt-
unarstaöurinn er Aalsmeer. Arlega
flytja Hollendingar úr landi rúman
miUjarö rósa, en þær eru flestar ef
ekki allar ræktaöar i þessum gróöur-
húsum, þar sem hitinn er aö jafnaöi
um 20 stig á selsius allan ársins hring.
200 rósategundir
Nú munu vera tU um 200 rósasortir,
og vaxa þær aöallega i tempraöa
beltinu á noröurhveU jaröar. Til eru
einnig aörar tegundir, kuldabeltisteg-
undir og tegundir, sem dafna vel i
Mexikó og Noröur Afriku. Rósirnar
eru ræktaöar á rótum, sem þær eru
græddar á. 1 HoUandi fá menn róta-
bútana frá landsvæöinu viö Gron-
ingeen, i Limburg og Boskoop. Aöal-
rósaræktunarstaöurinn er þó eins og
fyrr segir Aalsmeer.
Fyrir mörgum fer svo, aö rósarækt-
in veröur hreinasta ástriöa, ré.tt eins
og aörir falla fyrir áfengieöa sigárett-
um. Þó er liklega sýnu hollara aö
rækta rósirnar. Margir hafa hlotið
heimsfrægð fyrir rósaræktina, og þar
ámeöal erFrancic MeUland, sem lézt
áriö 1958, en sonur hans hefur haldið
áfram aö rækta rósir i Antibes á Rivi-
erunni.
Frægir rósakóngar hafa einnig veriö
til i Þýzkalandi, t.d. W. Kordes og M.
Tanau. 1 Hollandi eru þó flestir þeirra,
sem frægir hafa orðið fyrir ræktunina,
t.d. G. Verbeek frá Aalsmeer og Venk,
Verschuren og Van Rossum.
Rósirnar hafa verið kallaöar drottn-
ingar blómanna, og saga þeirra er
næsta ævintýraleg. Fundizt hafa stein-
gervingar af rósum sem eru 25 til 30
miUjónir ára.
Sagan segir, aö fyrsta rósin hafi
verið búin til úr rauðu blóði hins fagra
Adonis. Adonis var einstaklega fall-
egurgriskur konungssonur. Hann ólst
upp meö nýmfunum, og ástagyðjan
Afrodiete varð ástfangin af honum.
VUlisvin drap Adonis, en til minningar
um hann er sagt að Afrodite hafi efnt
til hinnar þekktu blómahátiðar
Adonia.
Aörar sögur herma, aö rósin hafi
verið sköpuö um leið og Afrodite. Hún
steig upp úr hafinu og löðriö féll i
kringum hana eins og hvítar rósir.
Húntókeina rósina upp,en stakk sig á
þyrnunum og af blóöinu fékk rósin
sinn rauöa lit. Um leiö kom hinn sterki
ilmur af rósinni.
I gömlum konungagröfum milli
Efrat og Tigris hafa fundizt rósir,
sem eru 5000 ára gamlar. Hómer
skrifaði um rósir i hinu fræga verki
sinu Iljónskviöu, en þar er fjallaö um
herförina til Tróju.
Konfúsius segir frá þvi, aö I bóka-
safni kinverskskeisarahafi þegar árið
500 fyrir Krist veriö hvorki fleiri né
færri en 600 bækur um rósir. I siðari
tima sögum er svo sagt frá þvi, aö
Neró- keisari hafi baöaö sig i rósum.
Þaö varhin blóörauöa rós, sem var
tileinkuð ástagyöjunum Afrodite i
Grikklandi og Venus f Róm. Þegar
Rómarriki féll og páfinn fékk aukin
völd varð rósin aö vikja undan fyrir
hinni hvitu lilju. Hún var táknhrein-
leikansogguðsmóöur.En þegará tim-
um Innocentiusar páfa var rósin aftur
tekin i sátt og gerö aö tákni guðdóm-
leikans.
Um áriö 1050 fóru menn að fram-
leiða hinar gullnu rósir. Það voru
rósir, sem búnar voru til úr gulli og
ilmsöltum. Gullrósir þessar áttu aö
tákna þjáningar Krists á krossinum.
Aödáendur rósanna eru ófáir um
aUan heim, og mikiö er gert til þess aö
blómgunartimi rósa sé á sem flestum
timum árs, svo alltaf sé hægt aö kaupa
rósir. Frá HoUandi er fluttur úr meira
en einn mUljarðurrósa árlega til landa
viöa um heim.
Um leiö og rósin hefur veriö skorin á
aö setja hana i kalt vatn. Rósirnar
„drekka” mest fyrstu stundirnar eftir
að þær hafa veriö skornar af leggnum.
Afskornar rósir þarfnast næringar.
Þegar viö fáum afskornarrósir, eigum
viöað fjarlæga neöstu blööin, skásniöa
neðanaf leggnum og setja þær strax í
vatn. Ef vatniö gufarupp úr vasanum
er rétt aö bæta 1 hann, svo rósirnar
hafi alltaf nóg af vatni. Þfb
Blómin okkar
n