Heimilistíminn - 20.09.1979, Blaðsíða 26
Bernhard Stokke 27
STROKUDRENGIRNIR
Þýðing:
SIGURÐUR GÚNNARSSON
vandlega og hvislaði: „Nú verðum við að
strjúka, — annars taka þeir okkur”.
,\Þvi heldurðu það?” spurði Halli.
,,Mig grunar eindregið, að mannætan hafi nú
farið að heiman til þess að segja til okkar.
„Nei, það held ég ekki. Það er alls ekki vist,
að hann viti neitt enn þá”.
„Hefurðu gleymt þvi, sem hann sagði i
gær?”
„Nei, ég trúi þvi ekki, að hann sé svo ómerki-
legur... Við getum ekki heldur strokið, fyrr en
hann hefur gert upp við okkur”.
„Auðvitað finnst mér afleitt, að við skulum
ekki fá umsamda greiðslu fyrir svona erfiða
vinnu. En ég held, að hann hafi einmitt farið
núna, til þess að losna við að greiða okkur?
„Þú ert alltof tortrygginn, Villi... en ég
viðurkenni, að allur er varinn beztur”, sagði
Halli.... „Við skulum vera við öllu búnir,.... og
nú förum við upp á hlöðubrúna”.
Til öryggis fóru þeir i betri buxurnar og tóku
jakkana með sér, ef þeir þyrftu að gripa til
þeirra i versta tilfelli. Aðra lausamuni áttu
þeir ekki. Þeir litu i kringum sig i herberginu,
sem hafði verið heimili þeirra i nokkra daga.
Halli lagaði til i rúmunum, en Villi var á verði.
„Við kveðjum þá kóng og prest og þökkum
fyrir okkur”, sagði Villi, eins og hann væri
ákveðinn i að fara. „Vesalings konan, ég kenni
i brjósti um hana”, bætti hann svo við lágt”.
„Ertu þá alveg ráðinn i að flytja i dag?”
spurði Halli.
„Ég á við minar efasemdir að striða”, sagði
svinið, þegar það sá slátrarann”, svaraði Villi.
„Gleymdu ekki peningunum, sem við fengum,
drengur”.
Heldurðu, að konuna gruni nokkuð?”
„Já, ég er næstum þvi viss um það, en hún
þorir ekki að segja okkur neitt”.
26
...Drengirnir gengu nú út á akurinn og tóku
til starfa. Raðirnar tvær, sem eftir voru, urðu
sifellt styttri og styttri. ,,Nú eigum við bara
eftir fimm skref”, sagði Villi, þegar hann hafði
mælt það, sem eftir var. ...,,Og þá erum við
lausir úr þessum þrældómi”, bætti hann við
brosandi.
En nú breyttist svipur hans skyndilega og
hann hlustaði stundarkorn... „Þarna er hann
að koma aftur”.
„Já”, svaraði Halli, „ég hef lengi heyrt
skröltið i kerrunni. Náðu i jakkana okkar.
Þeir fóru i jakkana.
„Við skulum strax leggja af stað”, sagði Villi
spenntur.
„Nei, við biðum svolitið enn”, sagði Halli.
„Ef við förum núna, gæti hann haldið, að konan
hefði varað okkur við, og þá mundi hann senni-
lega berja hana til óbóta”.
Nú sáu þeir á Krumma milli trjánna, og svo
kom kerran i ljós...
„Já, þetta er eins og mig grunaði”, sagði
Halli. Mannætan er einn”.
„Mér fannst ég heyra i bil”, sagði Villi.
„Það hlýtur bara að hafa verið skröltið í
kerrunni”, sagði Halli hughreystandi. Hann
var nú rólegri en fyrr, og hélt áfram að reyta
illgresið.
En Villi horfði ákaft i allar áttir. Halli var að
þvi kominn að ljúka verkinu og hlakkaði til að
rétta úr bakinu.
Bóndi var kominn með hestinn og kerruna
inn um hliðið, hvarf svo um stund á bak við
bæjarhúsin, kom aftur i ljós fram undan smiðj-
unni og spennti þar frá.
„Það var einhver ókunnugur, sem gægðist
upp yfir smiðjumæninn”, sagði Villi óttasleg-
inn.
„Hvaða bull er þetta i þér? Ljúktu við að
reyta með mér”.