Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 6
Nazistar rœndu listaverkum í stríðinu Arla morguns I janúar, 1942, hringdi siminn hjd hirðmeistara Petter Fredrik Broch i Osld. Maðurinn sem hringdi var hinn nýiítnefndi „kanselisjeff” nazista, og hann bað um að fá iyklana að silfur- geymslunum. — Fáum viö ekki lyklana brjótum við bara upp, sagöi hann. Þaö var gert, og þar fundu nazistar kistur með silfurdýrgripum rfkisins og konungsins. Flestu, sem þarna var, var stolið. Þar á meðal var stolið 400 dýrmæt- um og merkilegum silfurdiskum, erföa- diskum frá konungsfjölskyldunni i Bret- landi og i Danmörku. Dýrgripunum var siðan dreift um allan Suður-Noreg. Margur hluturinn endaði siðarsem skiptivara á svarta markaðin- um. Silfurgripir þeirsem aftur komust til hallarinnar höfðu hlotiö illa meöferð. Fangamörkin höföu veriö slipuð af þeim, og eru þessir hlutir taldir ónýtir. Þetta er aöeins einn af mörgum lista- verka- og dýrgripaþjófnuðum, sem framdir voru i Noregi á striösárunum en þjófarnir voru nazistar og áhangendur þeirra þarf landi. Brotizt var inn I frfmúr- arahöllina, Odd Fellow-höllina, til skipa- 6 félaga og opinberra stofnana, og einnig voru Gyðingafjölskyldur rændar. Litið er vitaö um þessa hliö norska hernámsins, en nii hefur Ihulunni verið lyft af henni, að minnsta kosti að hluta til, meö nýiitkominni bók Sjakaienes marked, sem Olav Ottersen hefur skrifað og ErnstG. Mortensen-bókaútgáfan hefur gefið lit. Umfangsmikill þjófnaður Sókn nazistanna I siöari heimsstyrjöld- inni i alls kyns listaverk og dýrgripi var næstum ótakmörkuö. Adolf Hitler aflaði sér um 21 þúsund listaverka, og Hermann Göring fyllti Karinhall af málverkum gömlu meistaranna. Lermontov-safnið i Rússlandi var rænt, og fyrir þvi ráni stóð þýzki hershöfðinginn von Mackensen. í Noregi komust nazistarnir yfir mikið af listaverkum, sem þeir létu siöan ganga kaupum og sölum. 1 Evrópu á sér enn þá staö sala á lista- verkum, sem upphaflega komust á flakk I striðinu, en nú vilja menn kaupa þessi verk til þess aö koma I verðmæti pening- um sem hvergi hafa komiö fram, og ekki er auövelt að nota í annars konar f járfest- ingu. Frá þessu segir m.a. I bók Ölavs Ottersens. Árásin á Frimúrarahöllina Þegar árið 1940 réðust Þjóðverjarnir gegn frímúrurum. Æðsti maður þeirra var kallaöur fyrir og honum tilkynnt aö ákveöiö hefði veriö að leysa regluna upp. Siðar kom i ljós aö þetta var afleiðing af viðræðum margra aöila, m.a. Einsatzstab Wegener og Quislings. Eignir reglunnar voru teknar og lagöar Ihjálparsjóönorskra nazista, sem Vidkun Quisling hafði stofnað. Sagt var aö dýr- gripir, sem höföu verið I eigu reglunnar heföu veriösendir að hluta til, til Frlmúr- arasafnsins I Berlin, en ýmislegt hefði þó hafnaö i eigu nazistaforingjanna sjálfra. Quislinglét flytja fjórar riddarabrynjur til Gimli og auk þess ýmislegt annaö. Einnig var ekiö meö gölluð húsgögn til heimilis hans i Fyresdal. Um helmingi málverka reglunnar var stoliö og sömuleiöis mörgum dýrmætum gömlum biblium. Talið er liklegt, aö tvö verömæt málverk, annað af Karli 15. og

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.