Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 13.07.1980, Blaðsíða 12
— Já, hugsið ykkur annað eins, þeim hafði ég algjörlega gleymt, sagði Oli matsveinn, — við getum sem bezt notað þá.Heyrðu, Tamar, það er bezt,að þú náir i nokkrar appelsinur, þú ert svo vanur við að-ina appelsinur af trjánum i Afriku. — Já, það skal ég gjarna gera, sagði Tamar og stökk á fætur. Og eftir örskamma stund voru öll börnin farin að tina banana, appelsinur og vínberjaklasa af pálmatrjánum, og siðan réttu frúrnar ávextina milli gestanna, svo að allir fengju eitthvað. — Já, nú vantar okkur aðeins diska, hnetu- brjóta og einhver drykkjarföng, sagði Óli mat- sveinn, — en er nokkuð til af þvi tagi? spurði hann og leit á Pétur íanga og Pétur stutta. — Nei, sagði Pétur langi, — við höfum vist algjörlega gleymt þvi. — Já, það höfum við sannarlega gert, sagði Pétur stutti og hristi höfuðið. — Nei, hugsa sér, — en hvað það er hörmu- legt, sagði Óli matsveinn. En i sama bili gerðist eitthvað ægilega dular- fullt. Ljósin slokknuðu skyndilega og strákofinn tók að hreyfast að baki Óla. öll börnin gláptu á þetta furðulega fyrirbæri með opinn munn. Og 12 nú lyftist kofinn hærra og hærra, alveg upp undir loft, og kom þá i ljós stjórt hjólaborð hlaðið ávaxtadrykkjum — hnetubrjótum og diskum. — En hvað þetta er gaman, sagði fullorðna fólkið, en börnin voru orðlaus af undrun. Borðið var mjög lágt, svo að það var alveg við hæfi að sitja i kringum það. Og á þvi miðju var gömul skipslugt, sem bar kynlega birtu um matsalinn. Nei, hvað er nú hér eiginlega á seyði, sagði Óli matsveinn og horfði undrandi á borð ið. — Hvernig i ósköpunum hefur þetta getað gerzt? Ó. þú ert bara að gera að gamni þinu og íeika á okkur, Óli, sagði Tamar og hló: — Ég sé, að Binni stendur þarna og togar i snæri. Og þetta var alveg rétt hjá Tamari. Binni stóð einmitt við einn vegginn og hélt i snæri, sem fest hafði verið með lykkjum við veggi og loft og bundið viðþak kofans. Og þannig hafði Binna tekizt að lyft upp kofanum, sem að sjálf- sögðu var fjarska léttur. Billi stóð hins vegar hjá rofanum við dyrnar, svo að hann hlaut að hafa slökkt ljósið. Og und- ir einu pálmatrénu sat Salli spilari tilbúinn að taka lagið á harmonikuna. — Ég hef bara aldrei kynnzt þvi fyrr, hve fallegt það er i Afriku, sagði Óli matsveinn brosandi. Og nú borðuðu allir ávexti og hnetur og drukku aldinsafa og gosdrykki, meðan Salli spilari lék mörg falleg lög. Þegar allir voru orðnir saddir, var tekið til i matsalnum. Börnin fóru þá brátt að leika sér þar, en fullorðna fólkið fékk sér kaffisopa uppi i setusalnum. En börnin undu þvi ekki lengi að leika sér inni. Þau tókust i hendur og hlupu þannig i langri halarófu um allt neðra þilfarið. Siðan hlupu þau upp stigann og einn hring i setusaln- um og þvi næst út á efra þilfarið, en þar rákust þau á afa, sem var i samræðum við Óla mat- svein. Og auðvitað fengu þau þá til að taka þátt i leiknum með sér. Afi var fremstur, en óli matsveinn aftastur, móður og másandi. Siðan gengu þau syngjandi einn hring i kringum allt þilfarið og upp næsta stiga, sem lá upp á stjórnpallinn og að svefnklefum yfirmann- anna. Og þegar skrúðgangan fór fram hjá ibúð skipstjórans, rauk Tóta burt úr röðinni og dró Tamar með sér. — Komdu, hvislaði hún,- við sklum gægjast snöggvast inn i svefnklefann okkar.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.