NT - 04.05.1984, Blaðsíða 10

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 10
Sigurður Guðbrandsson, fv. mjólkurbússtjóri, Borgarnesi. Föstudagur 4. maí 1984 1 0 Fæddur 4. apríl 1903 Dáinn 25. apríl 1984 Kveðja frá Sparísjóði Mýra- sýslu. Hinn 25. apríl sl. barst okkur Borgfirðingum sú frétt að Sig- urður Guðbrandsson, fyrrver- andi mjólkurbústjóri, hefði lát- ist þá um morguninn. Ekki gátu það heitið óvænt tíðindi, mað- urinn ári betur en áttræður og mjög þrotinn að heilsu og kröftum. Ungur má en gamall skal. Þó setti flesta hljóða. Menn vissu sem var, að hér var einn hinn mesti nytsemdarmað- ur sinnar samtíðar í héraðinu genginn til feðra sinna. Sigurður var víðkunnur mað- urfyrirforustustarfsitt í íslensk- um mjólkuriðnaði og á sínum tíma orðlagður meðal neytenda sem framleiðandi úrvals mjólk- urvara, sem þóttu skara fram úr að gæðum. Hitt vissu færri útí- frá, en heimamenn því betur, að hann var um langt árabil viðriðinn stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu. Þar var hann stjórn- armaður samfleytt frá árinu 1950 til 1981, en stjórnarfor- maður frá 1968. Þessar línur eiga að vera hinsta kveðja þeirr- ar stofnunar til hans. Hér verður ekki reynt að rekja ætt Sigurðar og uppruna, né æviferil, enda munu aðrir verða til þess, ef að líkum lætur. Þess skal aðeins getið að rætur hans lágu djúpt í borgfirskar bændaættir, um Mýrar og fram til uppsveita, kjarnmikla kyn- stofna, og þaðan voru honum runnir fjölþættir eðliskostir sem báru ávöxt í giftusömu ævistarfi. Til þeirra starfa, sem Sigurð- ur gegndi fyrir sparisjóðinn var hann frábærlega vel fallinn. Bjartsýni hans og kjarkur héld- ust í hendur við búvit og raun- sæi. Honum var því einstaklega ijúft að geta með afli sparisjóðs- ins stutt að framkvæmdum og framfaramálum í héraði, hvort heldur var á vegum stofnana eða einstaklinga. Hvar sem hann hafði mannaforráð bar hann einstaka umhyggju fyrir hag og velferð starfsmanna sinna og samverkamanna, en slíkt stuðlar jafnan að góðum starfsanda og um leið hagsæld fyrirtækisins. Hann var sérlega laginn að skapa ánægjulegt andsrúmsloft á stjórnarfundum með sinni teprulausu en græsku- lausu gamansemi og hlýju. Það mun næsta fátítt eftir reynslu þeirra sem þetta rita, að slíkar stjórnir séu svo samhentar sem sá hópur var, er Sigurður veitti forustu um 13 ára skeið. Fór því þó fjarri að hann samanstæði af skoðanalausum jábræðrum. Trúmennska hans við stofnun- ina og hag hennar og sparifjár- eigenda var óbrigðul, en hann vissi þó manna best að ekki er nóg að ávaxta féð einhvern veginn, því þarf að beina þang- að sem það kemur að notum sem lyftistöng framfara og betra mannlífs og það er vandinn. Fjöldi héraðsmanna leitaði til Sigurðar vegna starfs hans við sparisjóðinn og þá af honum hollráð, eða hafði hann að trún- aðarmanni um fjármál sín, af því að þeir reyndu hann að búhyggindum og góðvild. Sigurður var mikili hamingju- maður. Hann átti ágæta og mikilhæfa konu, góð börn sem gerðust nýtir þegnar, en síðan komu barnabörn og auðfundið var að milli hans og þeirra lágu gagnvegir góðrar vináttu, en kynslóðabil óþekkt. Kona Sig- urðar, Sesselja Fjeldsted, lést fyrir einu ári. Síðustu æviárin bjuggu þau í ylríku skjóli hjá yngstu dóttur sinni og hennar fjölskyldu í Garðabæ. Sú um- hyggjusama hlýja og glaðværi heimilisbragur sem þar ríkti gef- ur fyrirheit um að mannkostir þeirra hjóna verði trygg ættar- fylgja. Það réði og giftu Sigurðar að hann var búinn góðum gáfum og þreki, sem var arfur hans úr foreldrahúsum. Með þann arf fór hann út í heiminn og bjó sig undir brautryðjandastarf í hér- aði sínu. Þar fékk hann verðugt viðnám krafta sinna. Þessu aðal- starfi sínu sinnti hann langa ævi á þann hátt að úrslitum réði um vöxt og viðgang mikilvægustu atvinnugreinar héraðsins. Naut hann þegar í lifanda lífi viður- kenningar og þakklætis þeirra sem hann vann ævistarf sitt. Sigurður Guðbrandsson var ekki heilagur maður og hafði eflaust sína bresti eins og við öll. Hann var einmitt svo yndis- lega mannlegur en jafnframt mannlundaður. Þessir persónu- töfrar áttu ríkan þátt í því að farsæla öll störf hans. Hann er ógleymanlegur vinum sínum og samverkamönnum. Engin stofnun þarf að óttast mjög áföll þó brattar bárur rísi meðan hún hefur hamingju slíkra manna innanborðs. Stjórnendur og starfsmenn Sparisjóðs Mýrasýslu þakka að leiðarlokum samfylgdina og störfin. Ástvinum hans er vottuð dýpsta samúð. Genginn er til feðra sinna ágætur maður, sem okkur öllum vinum hans er eftirsjá að. Sig- urður Guðbrandsson var fædd- ur í Litlu-Gröf í Borgarhreppi 4. apríl 1903 og fluttist með foreldrum sínum að Hrafnkels- stöðum í Hraunhreppi. Foreldr- ar Sigurðar voru mikil atgervis- hjón, þau Ólöf Gilsdóttir og Guðbrandur Sigurðsson, þekkt- ur framkvæmda- og félagsmála- maður á sinni tíð. Sigurður ólst upp í stórum og glöðum systkinahópi, sem öll urðu manndómsfólk og góðir þjóðfélagsþegnar. Snemma hef- ur Sigurður kynnst stórhug og framfaravilja foreldra sinna. Hrafnkelsstaðaheimilið var mikið menningarheimili. Þar var búið stórt og lærðist því fljótt að taka til hendi, sem síðar *kom vel í ljós við ýmis mikilsverð störf sem honum var trúað fyrir á langri og gifturíkri starfsævi. Snemma mótast hug- ur hans til átaka og stærri verk- efna. 1925 fer Sigurður í Bænda- skólann á Hvanneyri og lýkur þaðan búfræðiprófi vorið 1927. Þar kynnist hann mörgum áhugamönnum um framfarir í búnaðarháttum og dáði hann mjög kennara sína og kraft og stjórnsemi Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra. Þá dáði Sig- urður í mín eyru ágætismennina Sigurð búnaðarmálastjóra og Hans Grönfeldt fyrrverandi skólastjóra og mjólkurfræðing og taldi sig fá mikla hvatningu frá þeim, sem síðar kemur fram. Mikil félagsleg og atvinnuleg umbrot urðu í íslensku þjóðlífi eftir fyrri heimsstyrjöldina og mörgu var kollvarpað í atvinnu- háttum, sem áður þótti fullgott. í landbúnaði komu stórvirkar vélar - þúfnabanar og fyrstu traktorarnir - ásamt útlendum áburði, sem gjörbreyttu af- köstum í allri túnrækt og kúa- búin stækkuðu í nágrenni bestu markaðssvæðanna. Mjólkur- búum var komið á stofn (M.R. 1917), þau voru arftakar gömlu rjómabúanna. Fyrstu árin voru erlendir menn með fagþekkingu stjórnendur þeirra. Ungir menn voru hvattir til að nema þessi fræði. Sigurður var einn með þeim fyrstu, sem sigldi til Nor- egs til mjólkurfræðináms og lauk góðum prófum í verklegum og bóklegum fögum frá Statens Mejeriskole í Þrándheimi. Sigurður kom heim frá námi 1931 og starfaði um tíma við Mjólkurbú Ölfusinga, en réðst síðan til Mjólkursamlags Borg- firðinga. Hann tók skömmu síð- ar (1923) við mjólkurbústjóra- starfi af Rasmundsen, dönskum kennara og mjólkurfræðingi. 43 ár nutu Borgfirðingar og Mýra- menn forystu hans í mjólkur- málum og fjölda annarra, þó fá verði talin hér. Hvatamaður ásamt öðrum var hann um stofn- un nautgriparæktarfélaga og formaður þeirra og fram- kvæmdastjóri um tugi ára. Hann var og hvetjandi nýrra búgreina og áhugamaður í lax- veiðimálum. Hann sat í sýslunefnd og í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu um langt árabil auk starfa í fjöl- mörgum nefndum og ráðum sem hlóðust á hann. Sigurður var ákaflega hjúa- sæll og sýnir það meðal annars mannkosti hans. Við, sem nut- um leiðsagnar hans, eigum fjöl- margar góðar minningar um hæfni hans og áhuga í starfi. Vart getur mildari húsbónda. Sigurður var opinn fyrir öllum nýjungum, sem komu til greina til að bæta hag umbjóðenda sinna, enda sátu ávallt í fyrir- rúmi vörugæði framar öðru í framleiðslunni. Þá má ekki ganga fram hjá því að vélakost- ur og tækni ásamt bættum húsa- kynnum voru alltaf hans stóru draumar, sem rættust að síðustu þegar að Sigurður lagði horn- stein að hinu glæsilega og full- komna Mjólkurbúi sem borg- firskir bændur eiga nú og er vottur framtaks Sigurðar Guð- brandssonar, þó svo að margir aðrir góðir menn komi þar við sögu. Sem félagi og vinur var Sig- urður nærri einstakur. Glettni hans og glaðværð var ávallt græskulaus og særði engan, enda löðuðust að honum menn með allskonar vandamál, sem hann leysti úr á sinn sérstæða hátt og gaf góð ráð. Margt ungmennið fór upplitsdjarfara af hans fundi. Sigurður var kvæntur Sesselju Fjeldsted frá Ferjukoti. Þau áttu 4 börn: Sigurð, Ólöfu, Elísabetu og Ingibjörgu, sem öll eru búsett á Stór-Reykjavík- ursvæðinu. Barnabörnin eru orðin mörg og voru öll sólar- geislar afa síns og ömmu. Heim- ili Sesselju og Sigurðar bar vott fegurðarogsnyrtimennsku. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Við hjónin áttum því láni að fagna að búa í nágrenni við þau í 10 ár með okkar stóra barna- hóp og betra nágrenni er vart að finna enda ríkti hlýhugur og vinsemd til okkar, sem við kunnum vel að meta. Starfsfólk hans og samferða- menn þakka öll liðin ár og óska honum velfarnaðar á nýjum brautum hins óræða heims, þar sem eftir trú okkar: hver upp- sker svo sem niður var sáð. Við söknum og blessum minningu þessa mæta manns. Börnum hans og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Ólafur Þórðarson Þann 25. apríl s.l. lést að St. Jósefsspítala í Hafnarfirði Sig- urður Guðbrandsson, fv. mjólk- urbússtjóri í Borgarnesi, áttatíu og eins árs að aldri. Með Sigurði Guðbrandssyni er fallinn í val- inn mikilhæfur dugnaðar- og mannkostamaður. Sigurður Guðbrandsson var fæddur að Litlu-Gröf í Borgar- hreppi í Mýrasýslu 4. apríl 1903, sonur hjónanna Guðbrandar Sigurðssonar bónda þar og konu hans Ólafar Gilsdóttur. For- eldrar Sigurðar voru bæði ættuð úr Álftaneshreppi. Árið 1907 flytja þau að Hrafnkelsstöðum í Hraunhreppi. Þar ólst Sigurð- ur upp hjá foreldrum sínum ásamt níu systkinum. Þau Hrafnkelsstaðahjón voru samhent í búskap sínum. Auk þess að ala upp tíu börn sín, ræktuðu þau stórt tún á jörð sinni og byggðu stórt íbúðarhús. Þar að auki tók Guðbrandur mikinn þátt í sveitarstjórnar- málum og var m.a. oddviti í áratugi. Eins og að líkum lætur tóku börn þeirra verulegan þátt í búskap foreldra sinna. Sigurður var næst elstur í barnahópnum og lét ekki sinn hlut þar eftir liggja. Til þess var vitnað, er Sigurður á unglingsárum fór oft síðari hluta nætur með veiði- stöng í Álftá og tókst oftast að veiða þar mikið af laxi áður en aðrir vöknuðu. Það var einkenni á Sigurði alla hans starfsævi hvað hann var árrisull og hafði oft leyst mikið verk af hendi þegar aðrir risu úr rekkju. Þó hugur Sigurð- ar væri alla tíð bundinn við landbúnað, þá stefndi hann ekki að því að verða bóndi. Hann fór til náms að Hvítárbakka og síðan Hvanneyri, þaðan sem hann útskrifaðist sem búfræð- ingur árið 1926. I afmælisriti Kaupfél. Borg- firðinga, í tilefni af áttatíu ára afmæli þess, og út kom í síðast- liðnum mánuði, er samtal er höfundur ritsins, Gylfi Gröndal, átti við Sigurð á s.l. vetri. Segir hann þar frá námi sínu á Hvann- eyri og viðræðum þeim er hann átti þar við Steingrím Steinþórs- son, sem þar var þá kennari, en síðar búnaðarmálastjóri og for- sætisráðherra. Sigurður vakti athygli á því hve fábreytni í landbúnaðarframmleiðslunni væri mikil, t.d. á heimaslóðum sínum, Mýrunum, sem voru rýrt sauðfjárland, og að sauðfé gæfi fjarska lítið af sér. Steingrímur hvatti Sigurð til að halda áfram námi og læra það sem gæti bætt búskaparhætti og fjölbreytni í framleiðslu, og þá um leið aukið tekjur bænda. Sigurður lét ekki á sér standa, eftir að hafa fengið þessa hvatn- ingu, að koma í framkvæmd þeirri breytingu í landbúnaði, er hann taldi nauðsyn bera til. Hann hélt til Noregs ári eftir að hann úrskrifaðist sem búfræð- ingur. Lauk hann þar námi sem mjólkurfræðingur frá Statens Meieriskole í Þrándheimi árið 1931. Þann 1. sept. 1933 verður Sigurður mjólkurbússtjóri hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags Borgfirðinga og gegnir því starfi til 1. jan. 1977, eða í meira en fjóra áratugi. í samtali sem Gylfi Gröndal átti við Þórð Pálmason, fv. kaupfélagsstjóra í Borgarnesi og birt er í afmælisriti því sem áður er vitnað til, spyr Gylfi Þórð um þá ákvörðun að stofna mjólkursamlag upp úr 1930 og mikilvægi mjólkurframleiðsl- unnar á kreppurárunum. Þórð- ur svarar: „Það var ómetanlegt að Mjólkursamlaginu skyldi vera komið á fót einmitt á þessum tíma, þegar landbúnað- arafurðir féllu í verði og mæði- veikin hjó stór skörð í sauðfé bænda. Það varsannkallaðlán.“ Sigurður Guðbrandsson lét ekki sinn hlut eftir liggja í stjórn samlagsins. Hann beitti sér fyrir aukinni framleiðslu mjólkur hjá bændum á samlagssvæðinu með nánu samstarfi við búnað- arfélagsskapinn á samlagssvæð- inu, og því hélt hann áfram allan sinn starfstíma í Borgar- nesi. Sigurður mjólkurbússtjóri var hamhleypa að dugnaði. Það kom ekki eingöngu fram í því hve morgunverkin voru honum drjúg til laxveiða, heldur og þegar á reyndi og mikil verkefni lágu fyrir og nauðsyn bar til að leysa af hendi á takmörkuðum tíma. Til dæmis gerðist það eitt sinn í stjórnartíð hans sem sam- lagsstjóra, að kjaradeila við mjólkurfræðinga leiddi til verk- falls hjá þeim. Sigurður tók þá einn að sér störf þeirra og leysti þau af hendi með slíkum ágæt- um, að samlagið beið engan hnekki af átökum þessum. Hinsvegar var þeim ljóst, sem fylgdust með störfum Sigurðar, að þar var að verki maður, er réði yfir slíkri orku og skap- festu, að hann leysti margra manna verk af hendi, ef þörf gerðistog loft var lævi blandað. Ekki var laust við að samferða- mennirnir renndu huganum til forfeðra sinna að Borg. Enda þótt þetta sé einstakt atvik, sem ég vitna hér til, þá var vinnuþrek hans og áhugi slíkur, að í hans tíð sem sam- lagsstjóra tókst að gera Mjólk- ursamlag K.B. að þriðja stærsta mjólkurbúi landsins. Mér er það sérstaklega minnisstætt, þegar hann vann að tankvæð- ingu á samlagssvæðinu, en þá var hann kominn á efri ár. Vakandi áhugi hans og útsjón- arsemi var slík, að honum tókst að ná því marki sem að var stefnt. Enda þótt Sigurður Guð- brandsson gæti verið harð- skeyttur og fylginn sér sem stjórnandi, er þess þurfti með, var hann að jafnaði glaður og léttur í allri umgengni við starfs- fólk sitt, enda vinsæll hjá því. Auk þess var hann úrræðagóður þeirra vegna og hjálpsamur þeg- ar þörf var á. Eitt þeirra verka, sem Sigurð- ur lagði gjörva hönd á ásamt fleirum, var stofnun Prjóna- stofu Borgarness h.f. í Borgar- nesi, Sigurður Fjeldsted sonur hans er framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Sigurður Guð- brandsson var í varastjórn fyrir- tækisins frá upphafi. Hann sótti alla aðalfundi þess til aðalfund- ar 1983. Hann hafði vakandi áhuga á velgengni þessa fyrir- tækis. Síðasta verk Sigurðar hjá Mjólkursamlagi K.B. var að taka fyrstu skóflustunguna að Mjólkursamlagsbyggingu þeirri, sem samlagið starfar nú í, enda hafði hann ásamt fleirum unnið að undirbúningi þeirrar framkvæmdar. Sigurður Guðbrandsson kom vfðar við á starfsævi sinni en hjá Mjólkursamlagi K.B., þó þar væru störf hans mest, eins og fram hefur komið hér að framan. Þátttaka hans í félags- málum var mikil. Hann sat í stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu frá 1950 til 1981, þar af formaður stjórnarinnar frá 1968 til 1981, en þá var hann fluttur úr hérað- inu. í sýslunefnd Mýrasýslu sat hann frá 1946 til 1958. Formað- ur Nautgriparæktunarfélgs Borgfirðinga var hann frá stofn- un þess 1947 fram undir það áð hann fór úr héraði. Þá var hann formaður Félags ísl. mjólkur - fræðinga í nokkur ár eftir stofn- un þess. Formaður Framsókn- arfélags Mýrasýslu var hann um áratugi. Þar áttum við Sigurður langt og náið samstarf. Hann var einn af þeim skemmtileg- ustu mönnum sem ég hefi unnið með að kosningaundirbúningi. Sigurður var að eðlisfari geysimikill og fljótvirkur hugar- reikningsmaður, kunnugur í Borgarnesi og í héraðinu. Þó að hann væri fljóturað reikna út horfur í kosningum, þá var hann merkilega nákvæmur. Hann naut þess að skjóta and- stæðingunum skelk í bringu með kosningaspádómi sínum. Þó þeim fyndist þar gæta nokk- urrar bjartsýni, þá verkaði reynslan ekki lítið á þá, því þeir mundu að spádómar Sigurðar Guðbrandssonar höfðu oft farið merkilega nærri því rétta. Auk þeirra hæfíleika er Sig- urður notaði við spádómsút- reikninga sína í sambandi við kosningaúrslit, þá var hann svo draumspakur að undravert var. Minnist ég eins slíks draums sem hann dreymdi, áður en endanlega var gengið frá fram- boðum, en þau höfðu þó að nokkru leyti verið undirbúin. Draumurinn var tengdur lax- veiði í Álftá og rættist merkilega vel sem kosningaspá. Sigurður var afar markviss og orðhepp- inn. Ef honum voru sendar hnútur í léttum umræðum, þá sendi hann þær fljótt til baka og þá í mark. Sigurður var greindur maður í meira lagi, sérstaklega glöggur á fjármuni, meðferð þeirra og gildi. Fasta skapgerð hafði hann og fór sínar eigin götur ef hann taldi það henta. Enginn smá- munamaður var hann. Hann var fyrsti maður sem skaut þeirri hugmynd að mér að brúa Borg- arfjörð. Ég hafði hann að sjálf- sögðu með í ráðum áður en ég flutti þingsályktunartillögu um brúargerðina á Alþingi árið 1958. Sigurður kvæntist árið 1934 Sesselju Fjeldsted, dóttur Sig- urðar Fjeldsted bónda í Ferju- koti og Elísabetar konu hans. Heimili þeirra í Borgarnesi var orðlagt fyrir snyrtimennsku og myndarskap. Sesselja lést á síðastliðnu ári. Þau Sigurðurog Sesselja eignuðust 4 börn, einn son og þrjár dætur, sem öll eru á lífi. Þau eru: Sigurður Fjeldsted kvæntur Hrafnhildi Gunnarsdóttur, bú- settur í Reykjavík, Ólöf gift Skúla Br. Steinþórssyni, búsett í Garðabæ. Elísabet gift Birni Péturssyni, búsett í Reykjavík, og Ingibjörg gift Pétri Jónssyni, búsett í Garðabæ. Sigurður Guðbrandsson var orðlagður fyrir umhyggju sína og hlýju við börn sín og þá ekki síður barnabörnin, enda voru þau honum sannir sólargeislar. Sigurður og Sesselja nutu þeirr- ar gæfu að börn þeirra og tengdabörn hafa öll reynst myndar- og mannkostafólk. Samstarfsins við Sigurð Guð- brandsson er gott að minnast. Við Margrét færum börnum hans og tengdabörnum innileg- ar samúðarkveðjur. Halldór E. Sigurðsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Kristjana Vigdís Jónsdóttir Hrafnistu, Reykjavík lést 1. maí Gunnar J. Sigtryggsson Guðbjörg Jónsdóttir Kristján Sigtryggsson Sigrún Guðmundsdóttir Ólafur H. Sigtryggsson Sigrún Daníelsdóttir Kristinn G. Sigtryggsson Ingunn Ragnarsdóttir ogbarnabörn Dóttir okkar Þórunn Finnsdóttir hjúkrunarfræöingur er látin Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna Sigríður Erlendsdóttir Finnur Eyjólfsson

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.