NT - 04.05.1984, Blaðsíða 2

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 2
-J1 Itt Föstudagur 4. maí 1984 m É »' 'ft w i m «! i ■ Breiðhyltingar eru meðal þeirra sem vita hvað alkalískemmdir geta þýtt. Míglek hús. Tjón af alkalískemmdum meira en af Vestmannaeyjagosinu: „Alkalískattur“ á alla landsmenn? - til að bæta húseigendum í Reykjavík tjón þeirra ■ „Mér finnst líklegt að tjón af alkalískemmdum í húsum sé meira en það tjón sem varð í Vestmannaeyjagosinu á sínum tíma. Spurningin er svo hvort hægt er að bæta mönnum þenn- an skaða og hvort menn hafa hug á því. Landslýður var t.d. inni á því að bæta Vestmannaeyingum tjónið sem þeir urðu fyrir í gosinu", sagði Pétur Blöndal, form. Húseigendafélags Reykjavíkur. Pétur sagði fjölmarga húseig- endur hafa leitað til félagsins að undanförnu með fyrirspurnir og ábendingar varðandi alkalí- skemmdir og aðrar steypu- skemmdir í steinhúsum. Telur Pétur raunar að í þessum skemmdum sé fólginn einn mesti vandi sem steðjar að hús- eigendum nú um stundir, þótt opinber umræða um þessi mál hafi verið furðu lítil miðað við það hve miklir hagsmunir eru þarna í húfi. Vegna þessa hefur Húseigendafélagið nú ákveðið að efna til almenns borgara- fundar um þessi mál þar sem leitast verður við að brjóta vandamálið til mergjar og finna á því tæknilegar, lögfræðilegar og pólitískar lausnir. Um tæknilegu sjónarmiðin verður fjallað af Hákoni Ólafs- syni, yfirverkfr. hjá RB, um lögfræðilegu hliðina fjallar Hrafn Bragason, borgardómari og Birgir Isl. Gunnarsson, al- þingismaður, mun fjalla um hugsanlega pólitíska lausn, t.d hvort leggja beri sérstakan skatt á alla landsmenn til að bæta tjónið, eða hvort það skuli borg- að af Viðlagatryggingu. Erfitt reikningsdæmi ■ í fréttum útvarpsins í gær- kveldi var það haft eftir for- stjóra Grænmetisverslunarinn- ar að nú færi að vísu að nálgast sá tími að hægt væri að fá nýjar kartöflur sunnan frá Miðjarð- arhafi. Sá galli væri hins vegar á gjöf Njarðar að nýju kart- öflurnar væru tvöfalt dýrari en þær finnsku sem nú eru á markaðnum. Svo sem kunnugt er þurfti að fleygja hluta af finnsku kartöflunum áður en þær voru settar á markað hér, og nýlegar kannanir neytendasamtak- anna benda til að u.þ.b. helm- ingur af því sem fór á markað. sé með öllu óhæft til manneld- is. Nú er því spurningin, hvort nýjar kartöflur frá Miðjarðar- hafslöndum séu ekki ódýrari en gamlar finnskar kartöflur, þótt þær séu dýrari, - eða þannig. Ekkert hægt að gera!! ■ Dropar heyrðu nýverið af einum léttstígum föður á leið í banka með sparibauk dóttur- innar sem þá var orðinn fullur og þurfti losunar við. Hann rétti baukinn fram við af- greiðsluborðið og gjaldkerinn sem var á svipuðu reki og faðirinn hellti innihaldinu í þar til gerða talningarvél, sem er sérhæfð í smámynt, sem oftast er uppistaðan í sparibaukum ungbarna. Talningarvélin flokkar mynt- irnar hverja í sinn flokk, en síðan er sérstakt hólf fyrir úrkast, ef einhverjir peningar slæðast með sem ekki er gert ráð fyrir. Faðirinn tók andköf þegar hann sá sér til mikillar hrellingar lítinn grasköggul hendast ofan í úrkastshólfið. Mundi hann þá eftir hassköggli einum sem afgangs hafði orðið í samkvæmi hjá honum fyrir nokkrum dögum, sem þótti best geymdur í sparibauk dótt- urunnar, þar sem vitað var að engir utanaðkomandi áttu er- indi í. Faðirinn velti því fyrir sér hvað gjaldkerinn myndi gera. Yrði hassinu skilað, eða þekkti hann efnið og myndi e.t.v. kalla á lögregluna. Maðurinn varð mjög undrandi þegar hann sá gjaldkerann seilast of- aní úrkastshólfið og stinga á sig kögglinum góða án þess að sýna nokkur svipbrigði. Pví næst færði hann upphæðina inn í bankabók dótturinnar, og afhenti föðurnum hana brosandi og þakkaði honum fyrir viðskiptin. Faðirinn var hins vegar ekki eins broshýr vitandi það að hann gat ekkert gert til að endurheimta hina forboðnu eign sína, án þess að koma sjálfum sér í vandræði um leið. Hins vegar undraðist hann hversu háar þóknanir bankarn- ir væru farnir að taka fyrir svo lítið viðvik eins og eina litla innlögn á sparisjóðsbók. Ráðstafanir í burðarliðnum ■ Nú á síðustu og verstu dögum „fjárlagagata" og ann- arra sviptivinda í stjórnmálum verður stjórnmálamönnum tíðrætt um áþreifingar af ýmsu tagi, útvíkkun hugmynda og tillagna, jafnframt því að get- ið er að heildaraðgerðir séu í burðarliðnum. Dropar heyra að ein sé sú stétt manna sem sé sérstaklega óhress með þetta tungutak stjórnmálamann- anna, sem eru Ijósmæður og fæðingarlæknar. Sárnar þeim að stjórnmálamennirnir skuli yfirfæra „fagmál" þeirra á sín- ar vafasömu aðgerðir, enda ekki kunnugt um Ijósmæðra- skólagöngu þeirra. Dropar koma ábendingunni hér með á framfæri. NOÐVIIIINN Fimmtudagur 3. maí 1984 Starfsgreinafunc - nýr vettvangu Eilíf sæla ■ Dropar sáu um daginn viðtal við ungan blaðbera Þjóðviljans á Austurlandi, þar sem hann segist vera ánægðast- ur þegar Þjóðviljinn sé sem þynnstur, því þá sé hann auð- veldastur og léttastur í útburði. Blaðberinn hlýtur að vera í eilífri sælu. Bandormurinn lagður fram: Bankastjórar mjög óhressir með 10% bindi- skylduákvæðið ■ Bankastjórar eru mjög óhressir með það ákvæði í band- ormsfrumvarpi ríkisstjórnar- innar, sem lagt var fram á Alþingi í gær, sem heimilar Seðlabankanum að auka bindi- skyldu innlánsstofnana um allt að 10% að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar. Telja banka- stjórarnir að bindiskyldan sé ærin fyrir, en hún hefur verið 28 af hundraði síðastliðin fimm ár. „Mér finnst þetta ákvæðj frá- leitt eins og staða bankanna er um þessar mundir. Og verði heimildin nýtt þýðir það annað hvort aukinn yfirdrátt viðskipta- bankanna í Seðlabankanum eða að útlán dragast verulega saman," sagði Stefán Gunnars- son, bankastjóri í Alþýðubank- anum, í samtali við NT. Hann sagði að miðað við lánsþörf fyrirtækjanna í landinu efaðist hann um að þetta ákvæði væri framkvæmanlegt. Stefán Pálsson, bankastjóri í Búnaðarbankanum, tók í sama streng. Hann sagðist hreinlega ekki sjá hvernig bankarnir ættu að standast aukna bindiskyldu. Hún hefði verið ærin fyrir. Hann sagði, að vissulega gæti aukin bindiskylda dregið úr fjár- magni í umferð. Hins vegar gæti hann ekki séð hvernig fyrirtækin í landinu ættu að þola það. „Ég nefni verslunina sem dæmi. Til- koma kreditkortanna hefur mjög aukið lánaþörf hennar ein- faldlega vegna þess, að hún fær seinna greitt fyrir vöruna en áður var. Hún hefur ekki fengið þau lán sem hún hefur þurft en það hefur verið reynt að koma til móts við hana. Með aukinni bindiskyldu verður það ófram- kvæmanlegt," sagði Stefán. Verðbólga: SVR hækkar um 14-15% sundstaðir um 25% ■ Fargjöld strætísvagna í Reykjavík hækka um 14 til 15% frá og með degin- um í dag og aðgangur að sundstöðum borgarinnar um 25% frá sama tírna. Hækkanirnar voru sam- þykktar í borgarstjórn í gær. Kostar einstakur far- miði fyrir fullorðna með SVR nú 15 krónur í stað 13 og einstakur barnamiði 4 krónur í stað þriggja áður. Alþingi fyrirskipar: Endurskoðun á fyrirkomulagi söluskatts- kerfisins ■ f gær samþykkti Al- þingi að fela ríkisstjórn- inm trámkvæmd ákveð- inna verkefna í þeim til- gangi að draga úr skatt- svikum og gera skatt- heimtu ríkissjóðs skilvirk- ari og hraðvirkari en nú er. Tillagan sem samþykkt var, er breytingartillaga Ólafs Þ. Þórðarsonar ofl. við þingsályktunartillögu sem Jóhanna Sigurðar- dóttir var fyrsti flutnings- maður að. f samþykktri breytingartillögu er ma. lagt til að fram fari gagn- ger endurskoðun á fyrir- komulagi söluskattskerfis- ins. Beitt verði lagaheim- ild um söluskatt til að fylgjast með fjármagns- streymi í fyrirtækjum „þar sem því verður við komið." Petta þýðir að nú er heimilt að koma upp kössum í verslunum með sérstökum strimli fyrir öll söluskattsskyld viðskipti sem eftirlitsmenn fjár- málaráðuneytisins eigi einir aðgang að. Kleinustuldur í Seljaskóla ■ Síðastliðna nótt var brotist inn í Seljaskóla í Breiðholti og stolið þaðan kleinum sem tilheyrðu kennurum skólans. Auk þess urðu nokkur spjöll á húsnæðinu þegar þjófarnir brutu sér leið inn í húsið og eyðilögðu eldhúshurð en fyrir innan hana voru kleinurnar geymdar. Að sögn heimildarmanns NT var hér um tilfinnanlegt tjón að ræða og er auk þess talið að þjófarnir hafi haft á brott með sér hljóm- flutningstæki en liggur þó ekki alveg ljóst fyrir. Rannsóknarlögreglu ■ríkisins var ekki kunnugt um kleinustuldinn en hafði haft fregnir af inn- brotinu og skemmdum á húsinu. Þjófarnirvoruenn ófundnir þegar NT fór í prentun í gærkvöldi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.