NT - 04.05.1984, Blaðsíða 8

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 8
 \\ir Föstudagur 4. maí 1084 8 LlL Vettvangur Er viðhald dreifbýlis- byggðar landbúnaðarmál? eftir Gunnar Guðbjartsson ■ Síðustu fjögur árin hefur verið mikil umræða meðal bænda og fjölmargra annara manna í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að takmarka framleiðslu á búvöru í landinu, þannig að tryggt verði hvoru- tveggja að framleiðendur fái fullt verð fyrir framleiðsluna og að dregið verði úr greiðslu ríkisins til útflutningsbóta, þ.e. að framleiðslan aðlagist sem mest innanlands þörf. Þegar gerð var breyting á Framleiðsluráðslögunum 1979 og heimilað var að taka upp stjórnunaraðgerðir til tak- mörkunar á framleiðslu og þær komu til framkvæmda á árinu 1980 hal'ði verið veruleg vöntun á að full greiðsla út- flutningsbóta samkvæmt 12 gr. laganna hefði nægt til að bænd- ur fengju gréitt fullt verð fyrir búvörurnar í fimm ár í röð. Uppgjörið hafði orðið eins og hér er sýnt á eftir: Bændur og stjórnvöldum var Ijóst að ekki yrði haldið áfram á óbreyttri stefnu. Ákveðið varað beita tveim- ur aðferðum til takmörkunar á framleiðslu kjöts og mjólkur. Fyrri leiðin var setning „kvóta“ eða svokallaðs búmarks á framleiðslu þessara vara er gæfi svigrúm til að greiða mis- munandi hátt verð fyrir fram- leiðsluna, þannig að ákveðinn hundraðshluti búmarksfram- leiðslu yrði greiddur á fullu eða lítið skertu verð. Sú fram- leiðsla, sem færi yfir 80% eða 90% af búmarki yrði greidd með meira skertu verði og það af framleiðslunni, sem færi yfir búmarkið yrði greidd á mjög skertu verði eða ef til vill aðeins því verði er fengist fyrir vöruna á erlendum markaði án útflutningsbóta. Hin leiðin, sem heimiluð var til stjórnunar, var álagning kjarnfóðurgjalds á innflutt kjarnfóður. Ár Verð- skerðing bænda Hámark verð- ábyrgðar Nýting verð ábyrgðar % Viðbótar greiðsla frá ríkinu 1976/77 0,795 23.010 23.010 100,0 5.510 1977/78 35.970 35.970 100,0 13.000 1978/79 15.527 56.220 56.220 100,0 30.000 1979/80 43.755 84.131 84.131 100,0 17.000 1980/81 24.300 127.300 127.300 100,0 20.000 Alls kr. 84.377 þús 85.510 þús. Þessi leið hafði tvíþættan tilgang. Hún átti að stuðla að betri og meiri nýtingu innlends fóðurs til búvöruframleiðsl- unnar og koma jafnframt á móti óeðlilegri samkeppni frá innfluttu niðurgreiddu fóðri. Einnig átti kjarnfóðurgjald- ið að verða til þess að eðlilegri samkeppni yrði komið á milli kjöttegunda. Annars vegar þeirra, sem framleiddar voru að mestu á innlendu fóðri, kindakjöts og nautgripakjöts og hinna sem framleiddar eru nær eingöngu á innfluttu fóðri þ.e. svínakjöts og fuglakjöts. Fjögur ár eru nú liðin frá því að farið var að vinna eftir þessum lagaákvæðum. Með beitingu ákvæðanna um kjarnfóðurgjald sumarið 1980 ásamt boðaðri verðskerð- ingu skv. búmarksreglunum tókst að minnka mjólkurfram- leiðslu mjög mikið og nægjan- lega mikið, til að ekki hefur þurft að skerða verð mjólkur innan búmarks í uppgjöri við bændur tvö sl. ár. Með beitingu verðskerðing- arákvæða á kindakjötsfram- leiðslu og miklum þrýstingi í áróðri við kindakjötsframleið- endur hefur kindakjötsfram- leiðsla verið minnkuð mikið eða úr 15.378.536 kg. árið 1978 í 12.979.151 kg. haustið 1983. Minnkunin er 2.399.385 kg. eða 15,6% og fjárstofninn skv. ásetningsskýrslum hefur á þessum sama tíma minnkað meíra hlutfallslega eða um 190 þús. fjár, sem er 21-22%. Því má ætla að enn eigi eftir að koma fram minnkun í fram- leiðslu kindakjöts, vegna þeirra fækkunar á fjárstofnin- um, sem varð á sl. ári. Af þessu er Ijóst að framleiðslu- stjórnin hefur borið ríkan ár- angur í minnkaðri framleiðslu kindakjöts og mjólkur og líka minnkað skerðingu á verði til framleiðendanna. Verðskerð- ing bænda v/búmarksuppgjörs sl. fjögur ár hefur alls numið kr. 25.061 þús. Það er lítil fjárhæð í samanburði við það sem áður var. Ýmsir annmark- ar hafa komið í Ijós við fram- kvæmd stjórnunaraðgerð- anna. Sá annmarki er stórfelldur að framleiðsla á svínakjöti hef- ur á síðustu fimm árum aukist um 500-600 tonn, sem er um 60% aukning og fuglakjöts- framleiðsla hefur aukist um 700 tonn og hefur tvöfaldast. Þannig hefur kjöt af svínum og fuglum aukist um 1300 tonn á sama tíma og kindakjöts- framleiðsla hefur minnkað um 2.400 tonn. Einnig hefur aukist framboð af nautgripa og hrossa- kjöti. Óeðlilegt er að ekki sé settur hemill á alla kjötfram- leiðslu í landinu, þegar kreppa þarf að framleiðslunni. Kinda- kjötsframleiðendur spyrja eðlilega hvort tilgangurinn með stjórnunaraðgerðunum sé einungis sá að kindakjöts- framleiðslan af íslensku grasi og heyi eigi að víkja fyrir óheftri framleiðslu fugla og svínakjöts, sem framleitt er á fóðri frá erlendum bændum. Þeir spyrja hvort þetta sé íslensk byggðastefna. Lítið verður um svör. Stjórnmála- menn svara þessari spurningu ekki. Þá hefur annar stór ann- marki komið í Ijós. Hann er í sambandi við minnkaða mjólk- urframleiðslu og er sá að fjár- hagslegri rekstursafkomu vinnslubúanna hefur stórhrak- að. Stjórnendum þeirra hefur ekki tekist að draga úr kostn- aði við rekstur búanna til sam- ræmis við minnkaða umsetn- ingu . þeirra. Nokkru veldur þar um hin mikla verðbólga og mjög dýrt verðtryggt fjármagn bæði í fastafjármunum og rekstri. En hinu er heldur ekki að leyna að fjölmargir, sem stjórna þessum fyrirtækjum, telja að samdráttur í umsvifum eigi takmarkaðan rétt á sér og verki út frá sér-til samdráttar í efnalegri afkomu í öllu þétt- býli. Þeir hafa því frekar hvatt bændur til að auka mjólkina aftur og sér þess nú stað síð- ustu mánuði í vaxandi mjólk- urframleiðslu. Bændurhafaoft vakið athygli á hversu viðhald byggðar í sveitum væri mikið háð viðgangi sauðfjárræktar- innar í landinu. Ein af markaðsforsendum ■ Gunqar Guðbjartsson þeim, sem treyst var á þegar stjórnunarreglurnar voru sett- ar hefur brugðist. Kjötmark- aðurinn í Noregi lokaðist á síðasta ári og olli það því að birgðir kindakjöts hlóðust upp í landinu, þrátt fyrir minnkaða framleiðslu. Það leiddi svo af sér stóraukinn birgðahalds- kostnað og aukna óvænta verð- skerðingu og verðvöntun á kindakjöti í uppgjöri við bænd- ur s.l. haust. Þegar samdrátturinn var á- kveðinn var gert ráð fyrir að koma upp nýjum búgreinum, svo sem loðdýrarækt og fiski- rækt, til að mæta tekju- minnkun bænda vegna sam- dráttarins í kjöti og mjólk. Til að gera þetta fært var árið 1979 gert samkomulag á milli bændasamtakanna annars vegar og landbúnaðarráðherra ■ Eins og kunnugt er, tókst alþýðubandalagsmönnum að koma í veg fýrir, að Ásmundur Stefánsson, forseti ASI, yrði ræðumaður á hátíðarhöldun- um 1. maí í Reykjavík. Til þess að svo gæti orðið notuðu þeir alþýðubandalagsmenn ítök sín í Dagsbrún og þannig var kom- ið í veg fyrir að ávarpi forseta Alþýðusambandsins yrði út- varpað til þjóðarinnar allrar. NT þykir því tilhlýðilegt, að birta nokkra kafla úr ræðu forsetans, sem flutt var á Nes- kaupstað. í byrjun ræðu sinnar minnt- ist Ásmundur á þá eymd, sem ríkir víða í heiminum og á þann árangur, sem hefur náðst í verkalýðsbaráttunni hér á landi gegnum árin: ■ Ásmundur Stefánsson Ásmundur Stefánsson, forseti ASf, í 1. maí ræðu sinni á Neskaupstað: „Samstaða er for- senda árangurs“ - samningarnir endurspegluðu baráttustöðuna „Þó miklir erfiðleikar blasi við okkur íslendingum í dag og aftur hafi miðað síðustu árin, teljumst við enn til efn-- áðri þjóða.Vegleg hús og glæsi- legir bílar eru steinsteypt og krómslegin tákn um þá efna- legu velmegun sem orðið hefur undangengna áratugi. Okkur hættir til þess að taka vel- megun og velferð þjóðfélags- ins sem sjálfsagðan hlut. Okk- ur hættir til þess að gleyma að mikill meirihluti jarðarbúa býr enn við skort og ófrelsi. Hundruð milljóna draga fram lífið á sultarmörkum. Fátækir bændur á rýrum búum og alls- lausir verkamenn í stórborgum vanþróuðu landanna rétt draga fram lífið. Margir þeir sem lifa af ná að hafa nóg til að deyja ekki en naumast nóg til að lifa. I stað þess að útrýma fátækt er eytt í hergögn. Stórveldin deila um það hve mörgum sinnum gagnaðilinn geti eytt öllu lífi á jörðinni. Fólkið sem jörðina byggir hrefst friðar og afvopn- unar. Krefst þess að kjarn- orkuverum verði útrýmt. Neit- ar því að öllu lífi verði tortímt í stríðsleik stórveldanna. Yfirgangur og ofbeldi er reglan í stórum hlutum heims og mannréttindi eru fótum troðin. í dag beinist athyglin mest að El Salvador, þar sem misþyrmingar og fjöldamorð eru daglegt brauð. Enginn gengur óhultur, ekki einu sinni börnin. í dag lýsum við sam- stöðu með verkafólki um allan heim. Lýsum samstöðu með öllum þeim sem mæta kúgun eða eru ofsóttir. Lýsum sam- stöðu með þeim sem búa við skort og hungur. Um leið vott- um við frurrfkvöðlum íslenskr- ar verkalýðshreyfingar þakk- læti okkar, því fólki sem ruddi brautina til þess þjóðfélags sem við búum við í dag. Efna- hagslegar framfarir hafa verið stórstígar og umskipti orðið í félagslegum réttindum. Verka- lýðsbaráttan hefur ekki bara snúist um kaup og aðstöðu á vinnustað. Almannatrygging- ar, lífeyrissjóðir, atvinnuleys- istryggingar, veikindaréttur o.s.frv. eru allt baráttumál verkalýðshreyfingarinnar, svið þar sem verkalýðsbaráttan hef- ur skilað árangri. Reynslan hefur kennt okkur að engir sigrar eru unnir í eitt skipti fyrir öll. Það skiptast á skin og skúrir á þessum vettvangi eins og öðrum." Kjaraskerðing Næst vék Ásmundur tali sínu að kjaraskerðingunni og samningunum síðustu. NT mótmælir að vísu ekki, að kaupmáttarrýrnun hefur átt sér stað, en hvetur lesendur hins vegar til að íhuga þær ytri ástæður, sem hafa komið til sögu á þessu tímabili. Þá má aldrei gleyma þeim árangri, sem hefur náðst á starfstíma ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar. Um kjaraskerð- inguna fer Ásmundur hörðum orðum: „Verkalýðshreyfingin hefur síðustu misseri átt undir högg að sækja í baráttunni við at- vinnurekendur og stjórnvöld. Verkalýðsbaráttan hefur verið varnarbarátta, fyrst og fremst gegn ásókn stjórnvalda. Fyrri kjaraskerðingar verða þó smávægilegar í samanburði við þá kjaraskerðingu sem leitt hefur af bráðabirgðalögum þeirrar ríkisstjórnar sem við tók í maí á síðasta ári. Með þeim lögum var kjörum stefnt í enn dýpri öldudal en á árunum 1975 og 6. Launafólk var dæmt til þess að missa fjórðung tekna sinna á ör- skömmum tíma. Til þess að tryggja framgang kjarskerð- ingarinnar setti ríkisstjórnin lög sem bannaði verkalýðs- hreyfingunni að semja um kjör sinna umbjóðenda. Mannrétt- indi voru blygðunarlaust brotin. Launafólk var svipt réttinum til þess að bera hönd fyrir höfuð sér. Ein frumfor- senda þess lýðræðiskerfis sem við b úum við var afnumin með lögum. Að nýafstöðnum kosningum hafði ríkisstjórnin að baki sér traustan þingmeirihluta, al- menningur var uppgefinn á óðaverðbólgunni og atvinnu- ástand ótryggt. Fólk var því ekki reiðubúið til þess að svara árásum stjórnvalda á kjör og mannréttindi með beinum að- gerðum. Með undirskriftar- söfnun samtaka launafólks um haustið kom vilji fólksins hins vegar skýrt í ljós. Launafólk krafðist samningsréttar og mótmælti kjaraskerðingunni með undirskrift sinni. Sam- staðan skilaði árangri. í með- förum Alþingis endurheimti launafólk samningsréttinn. Samningsbannið var afnumið. Ljótur blettur sat eftir í sögu lýðræðisins í landinu. Samningaviðræður fóru af stað, strax og lögbannið var frá. Atvinnurekendur og ríkis- stjórn voru ákveðin í því að gefa sig hvergi. Ekki einu sinni afmörkuð kauphækkun til þeirra lægstlaunuðu var sögð koma til greina. Á formannafundum og fundum miðstjórnar og full- trúa landssambandanna voru línur lagðar. Áfram var þrefað við atvinnurekendur. Eftir all- langt þóf fór að skýrast hve langt mætti komast án þess að láta sverfa til stáls og það reyndist eindreginn vilji á formannafundi að velja þann kost fremur en ganga til átaka eða bíða betri tíma. Samningarnir fólu í sér ann- ars vegar að kaupmáttarhrapið var stöðvað og hins vegar að nokkrar úrbætur urðu fyrir þá tekjulægstu og fyrir einstæða foreldra og tekjulágt fólk með þunga framfærslu.“ Gagnrýnin á samningana Um deilurnar innan verka- lýðshreyfingarinnar fer Ás- mundur fáum orðum. Hann segir þó: „Eftir þá miklu kjaraskerð- ingu sem á undan var gengin var eðlilegt að slíkir samningar mættu víða óánægju. Það er einnig ljóst að því fór fjarri að þeir sem samningana gerðu væru ánægðir eða litu svo á að niðurstaðan gæfi réttláta skipt- ingu þjóðarauðsins. Það var hins vegar þeirra mat að samn- ingamir endurspegluðu baráttu- stöðuna og ekki væri unnt miðað við aðstæður að ná lengra. Flest félög reyndust þessu mati sammála og samningarnir voru víðast hvar samþykkir. BSRB gerði sambærilegan samning og var hann sam- þykktur. Einstök félög innan ASf

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.