NT - 04.05.1984, Blaðsíða 9
Föstudagur 4. maí 1984 9
Vettvaragiur ■
Mér virðist að fjölmargir
stjórnmálamenn skilji ekki eða
vilji ekki skilja vandamálið og
hversu áhrifaríkt það er í öllu
þjóðlífinu og hve rætur þess
standa víða.
Stjórnmálamönnunum var
gefið tækifæri til að leysa vand-
ann með samkomulaginu, og
lagasetningunni frá 1979 um
breytingu á jarðræktarlögun-
um.
En með afgreiðslu fjárlaga
þau fimm ár, sem síðan eru
liðin hafa alþingismenn íslend-
inga sýnt að þeir skilja ekki
grundvallaratriði mannlegra
samskipta þ.e. að standa við
gerða samninga.
Vandamálið, sem átti að
leysa er að mestum hluta óleyst
enn og hefur vaxið að umfangi
og það brennur nú heitt á
fjölmörgum landsmönnum.
Margar byggðir ríða til falls
,vegna vanhæfni stjórnmála-
manna til að taka á vandamál-
unum og leysa þau.
Nú er verið að tala um að
gera þurfi nýjan fimm ára
samning um lausn vandans.
Enginn efast um einlægni for-
sætisráðherra, Steingríms Her-
mannssonar og nokkurra ann-
arra alþingismanna í þessu
máli. En geta bændur, að feng-
inni þeirri reynslu, er að fram-
an er lýst, treyst á að Alþingi
stæði við gerðan samning, sem
stjórnvöld kynnu að gera við
bændur um þetta efni?
Fólkið í hinum dreifðu
byggðum krefst úrlausnar og
aðgerða, svo að það neyðist
ekki til að yfirgefa staðfestu
sína og slást í hóp atvinnuleys-
ingja á mölinni í Reykjavík.
Eða er það keppikerfli
stjórnmálamanna að svo
verði?
j Viðhald byggðar í dreifbýli
I er ekki landbúnaðarmál. Það
■ „Þessi vandi snertir allt fólk, sem vinnur við úrvinnslu landbúnaðarvara í þéttbýli er þjóðmál.
landsins. Hann snertir fólkið, sem vinnur við verslunar- og þjónustustörf fýrir landbúnaðinn og Reykjavík, 30. apríl 1984
það snertir ullar- og skinnaiðnaðinn og það fólk, sem þar starfar og enn fleiri“. Gunnar Guðbjartsson
hinsvegar um að framlög ríkis-
ins skv. jarðræktarlögum til
almennra framkvæmda í land-
búnaði yrðu minnkuð verulega
frá og með árinu 1980 og að
því fé, sem þannig sparaðist,
yrði veitt til eflingar og styrktar
nýjum búgreinum i fimm ár.
Alþingi samþykkti lagabreyt-
ingu um þetta efni. Þeir fjár-
munir, sem þannig spöruðust
voru sem hér segir:
Einsog fram kemur í þessu
yfirliti hefur fjárveitingavaldið
ekki staðið við gert samkomu-
lag í þessu efni.
Sumir stjórnmálamenn og
ýmsir aðrir áhrifaaðilar í þjóð-
félaginu, þar á meðal ýmsir
fjölmiðlamenn virðast reiðu-
búnir til að súpa sorann úr
áróðri Dagblaðsins og Vísis
gegn landbúnaðinum og gera
andúðina á landbúnaðinum að
eigin stefnumarki, en láta lönd
Ár. Sparn. kr.
1980 5,09nullj.
1981 11,08 millj.
1982 11,50 millj.
1983 17,41 miUj.
1984 48,00 millj.
Samt. 93,08 millj.
Fjárveitingar á fjárlögum
sem runnu til aðstoðar
nýjum búgreinum kr.
4,96 millj.
7,60 millj.
5,24 millj.
10,94 millj.
ca. 28,00millj.
56,74 millj.
Kr. Mismunur
vöntun:
0,13 millj.
3,48 millj.
6,26 millj.
6,47 mUlj.
ca. 20,00 millj.
36,34 mUIj.
og leið að skilja það mikla
þjóðfélagsvandamál sem hér
er fyrir hendi og reyna að finna
lausn á því.
Það er ekki landbúnaðarins
að leysa þann félagslega og
atvinnulega vanda, sem skap-
ast í sveitum, þorpum og kaup-
stöðum landsins ef hefðbundin
búvöruframleiðsla er dregin
saman. Það er þjóðfélags-
vandamál, sem stjórnmála-
menn verða að horfast í augu
við, taka á og leysa.
Þessi vandi snertir allt fólk,
sem vinnur við úrvinnslu land-
búnaðarvara í þéttbýli
landsins. Hann snertir fólkið,
sem vinnur við verslunar og
þjónustustörf fyrir landbúnað-
inn og það snertir ullar og
skinnaiðnaðinn og það fólk,
sem þar starfar og enn fleiri
iðnaðarfyrirtæki.
felldu hins vegar samningana
og gengu til sérviðræðna við
atvinnurekendur. Dagsbrún í
Reykjavík var þar stærst. Þeg-
ar félög velja að fara aðra leið
en gert er í heildarsamningi er
ástæðan trúlega yfirleitt
tvíþætt.
Annars vegar ýmiskonar
sérstaða þess hóps sem í hlut á
og hins vegar önnur baráttu-
staða en almennt er. Hvort
tveggja þetta mun hafa átt við
að þessu sinni. Ég sé ekki að
um efniságreining sé að ræða
og fæ því ekki séð að atburðir
síðustu mánaða muni leiða til
hnökra í samstarfinu í framtíð-
inni. Ég er þess fullviss að
innan verkalýðshreyfingarinn-
ar er traust samstaða um þau
verkefni sem framundan eru.
Einn þáttur í gagnrýni á
samningana á vetur kom mér
illilega í opna skjöldu. Það er
sú eindregna fordæming sem
úr óvæntum áttum mætti þeim
félagslegu úrbótum sem gerðar
voru í tengslum við samning-
ana. Hið ótrúlegasta fólk lýsti
því yfir að þessi mál hefði átt
að leysa með aukinni kaup-
hækkun. Ég tel það óraunhæft
tal að ætla að leysa vandamál
einstæðra foreldra, barnmar-
gra fjölskyldna með lágar tekj-
ur eða öryrkja og aldraðra
með almennri kauphækkun.
Það er naumast rökrétt að
reikna með því að einstæðum
foreldrum sé greitt hærra kaup
en giftu fólki eða barnmörgu
fólki hærra en barnlausu. Ég
tel þá fordæmingu sem hér
kom upp fráleita og hættulega
félaglega afsiðun, fyrirlitningu
á þeim sem við erfiðleika eiga
að stríða. Þeir sem sterkar
standa verða að veita þeim
veikari stuðning. Verkalýðs-
baráttan er ekki bara barátta
um kaup og kjör. Samkennd
okkar með þeim sem erfiðast
eiga gerir tilkall til þess að við
gleymum þeim ekki. Okkur er
skylt að sýna samhjálp í verki
en láta ekki orðið standa eftir
sem skrautmælgi á tylli-
dögum.“
Ný atvinnu-
tækifæri
Fátt er eins mikilvægt í
hagkerfi okkar íslendinga í
dag og að skapa ný og arðbær
atvinnutækifæri. Sú einhæfa
atvinnumálastefna að byggja
allt á sjávarútvegi getur aldrei
gengið til lengdar eins og
undanfarin misseri hafa ef til
vill best sýnt. Nýjar hugmyndir
eins og fiskirækt og nýjar bú-
greinar eins og loðdýrarækt
verðum við að þróa. Athygl-
isverðasta hugmyndin í þessu
sambandi er þó sú, sem kom
upp á aðalfundi miðstjórnar
Framsóknarflokksins á Akur-
eyri um síðustu helgi, þ.e. að
veita 500 milljónum til háþró-
aðs iðnaðar á næstu fimm
árum. Möguleikar okkar á
sviðum eins og rafeindaiðnaði
og lífefnaiðnaði geta verið ó-
takmarkaðir.
Um atvinnumálin og at-
vinnuleysisdrauginn sagði
Ásmundur annars:
„Ef við eigum að tryggja hér
atvinnu til frambúðar, og ná
varanlegum árangri í barátt-
unni gegn verðbólgunni, hlýtur
frumforsenda að vera ný-
sköpun arðbærra atvinnutæki-
færa. Atvinnuástand er nú
mjög í hættu, bæði vegna þess
mikla samdráttar sem stjórn-
völd hafa leitt yfir almenning.
Ef ekki verður gripið til raun-
hæfra aðgerða getur almennur
atvinnumissir blasað við.
Reynsla nágrannalandanna
sýnir okkur ótvírætt að það er
auðveldara að detta í atvinnu-
leysisgryfjuna, en ná sér upp
úr henni aftur. í flestum
löndum í kringum okkur er um
10. hver maður atvinnulaus.
Það samsvarar því að tíu til
tólf þúsund manns væru at-
vinnulausir á íslandi. Það er
meira en tvöfaldur fjöldi allra
vinnandi manna í Austurlands-
kjördæmi öllu. Hjá því ástandi
verðum við að komast, og til
þess verða stjórnvöld að breyta
um stefnu. Uppbygging öflugs
efnahagslífs verður að koma í
stað kjaraskerðingar.
I.september
í lok ræðu sinnar fjallaði
Ásmundur um næsta þrepið í
kjarabaráttunni en eins og
kunnugt er, verður hægt að
segja samningunum upp frá og
með 1. september n.k.
„Kaupliðir samninga eru
uppsegjanlegirm.v. 1. septem-
ber, en ákvörðun hefur ekki
verið tekin um það hvort því
ákvæði verði beitt. Næstkom-
andi mánudag hefur Alþýðu-
sambandið boðað til fundar
þar sem fulltrúar landssamb-
anda og svæðasambanda munu
koma saman til þess að ræða
stöðu kjaramála og þau verk-
efni sem framundan eru.
Þegar við metum hvort
samningum skuli sagt upp 1.
september munum við skoða
hvert stefnir með forsendur
samningsins í vetur. Með að-
gerðarleysi sínu í almennri
stjórn efnahagsmála, tilfærsl-
um til fjármagnseigenda og
álögum á launafólk raðar ríkis-
stjórnin lóðum á þá vogarskál
að samningum verði sagt upp.
Við hljótum einnig að meta
ástandið almennt, meta styrk
samstöðunnar og stöðu okkar
til átaka. Verði tekin ákvörðun
um uppsögn samninga felur sú
ákvörðun í sér ákvörðun um
að ganga lengra, sækja meira
en þau þrjú prósent sem eru í
vændum 1. september verði
samningar látnir standa. Með
uppsögn samninga væri tekin
ákvörðun um að beita hörku,
því atvinnurekendur eru ekki
líklegir til þess að láta neitt af
hendi þegjandi og hljóðalaust.
Ákvörðun verður að taka að
vel athuguðu máli. Hvað sem
dagsetningu líður er hins vegar
ljóst að verkalýðshreyfingin
ætlar launafólki stærri hlut.
Það er brýnt að ná auknum
kaupmætti. Það er brýnt að
styrkja stöðu þeirra sem veik-
astir standa.
Annað meginverkefni er að
knýja fram breytta efnahags-
stefnu í landinu. Efnahags-
stefnu sem hafi að markmiði
að tryggja fulla atvinnu um allt
land. Öll launþegasamtök
landsins verða að knýja á í
þessu efni.
Góðir félagar! Eins og áður
er samstaða forsenda árang-
urs. Styrk þess sterka verður
að beita til hagsbóta fyrir þann
sem minna má sín. Samkennd
okkar hvers með öðru, sam-
kennd okkar með þeim sem
veikt standa, samkennd en
ekki sérhyggja er það afl sem
á knýr.
Góðir félagar. Við fylkjum
okkur um kröfur dagsins. Við
krefjumst bættra kjara og
traustrar atvinnu. Við fylkjum
okkur í samstöðu um þau verk-
efni sem framundan eru.
Stöndum saman. Sýnum
styrk.“
m
fíF
Málsvari frjálslyndis,
samvinnu og félagshyggju
Útgefandi: Nútíminn fi.f.
Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm)
og Þórarinn Þórarinsson
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar:
Síðumúli 15, Reykjavík. Sími:
86300. Auglýsingasími: 18300.
Kvöldsímar: 86387 og 86306.
Verð í lausasölu 25 kr.
Áskrift 250 kr.
Setning og umbrot: Tœknideild NT.
Prentun: Biaðaprent hf.
Ræða Asmundar
■ Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands
íslands, flutti ræðu á hátíðafundi verkalýðssamtak-
anna á Norðfirði. í ræðu sinni lagði Ásmundur mikla
áherzlu á atvinnuöryggið, en segja má, að það sé nú
mál málanna hjá verkalýðsstéttunum um allan heim.
Um þetta mál sagði Ásmundur meðal annars:
„Ef við eigum að tryggja hér atvinnu íil frambúðar,
og ná varanlegum árangri í baráttunni gegn verðbólg-
unni, hlýtur frumforsenda að vera nýsköpun arð-
bærra atvinnutækifæra. Atvinnuástand er nú mjög í
hættu, bæði vegna þess mikla samdráttar fiskafla,
sem við stöndum frammi fyrir og eins vegna þess
tekjusamdráttar sem stjórnvöld hafa leitt yfir al-
menning. Ef ekki verður gripið til raunhæfra aðgerða
getur almennur atvinnumissir blasað við.
Reynsla nágrannalandanna sýnir okkur ótvírætt,
að það er auðveldara að detta í atvinnuleysis-
gryfjuna en ná sér upp úr henni aftur. í flestum
löndum í kring um okkur er um 10. hver maður
atvinnulaus. Það samsvarar því að tíu til tólf þúsund
manns væru atvinnulausir á íslandi. Það er meira en
tvöfaldur fjöldi allra vinnandi manna í Austurlands-
kjördæmi öllu.“
Pað er vissulega mikilsvert, að forseti Alþýðu-
sambandsins varar þjóðina við að falla í atvinnuleys-
isgryfjuna. Það verður hins vegar ekki gert með því
að halda uppi falskri kaupgetu. Það er einmitt
öruggasta leiðin niður í gryfjuna.
Hættunni verður að bægja frá með því að styrkja
grundvöll atvinnuveganna og hefjast handa um
nýsköpun á atvinnusviðinu, eins og eftirminnilega
var lagt til á Akureyrarfundi miðstjórnar Framsókn-
arflokksins. í framangreindum ummælum forseta
Alþýðusambandsins er tekið undir þá skoðun.
Það kemur vel í ljós í framangreindum ummælum
forseta Alþýðusambandsins að stjórnarstefnan hér á
ekkert skylt við leiftursóknarstefnu Reagans og
Thatchers, sem hefur leitt til þess, að í löndum þeirra
gengur tíundi hver maður atvinnulaus. Hér er hins
vegar næstum ekkert atvinnuleysi. Það talar skýrustu
máli um muninn á stjórnarstefnunni hér og þar.
Atvinnuleysinu verður hins vegar ekki bægt frá
dyrum landsmanna, nema áfram verði fylgt ábyrgri
efnahagsstefnu og kappsamlega unnið að því að efla
atvinnulífið. Það er jafnt undirstaða atvinnuöryggis
og raunhæfra kjarabóta.
Erlendu skuldirnar
■ Það er vissulega nokkurt áhyggjuefni að enn
þurfi að auka erlendu lántökurnar vegna afkomu
ríkissjóðs. Hjá því verður þó ekki komizt, þaf sem
ekki náðist samkomulag um aðra tekjuöflun.
Það kemur skýrt fram í Mbl. í gær, að undir
forustu fjármálaráðherra snerist meirihluti þing-
manna Sjálfstæðisflokksins gegn öllum skattahækk-
unum, þótt ástæða væri til þess um skeið að búast við
öðru. Eftir það var aukin erlend skuldasöfnun
þrautalendingin.
Einhver von mun til þess, að þrátt fyrir þetta fari
erlendu skuldirnar ekki yfir það mark, sem stjórnin
hafði sett sér.