NT - 04.05.1984, Blaðsíða 23

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 23
Þúsund Sikhar hand- teknir á Indlandi ■ í gær handtók lögreglan í Nýju Delí um 9.800 Sikha sem mótmæltu stefnu stjórnvalda í málefnum Punjabfylkis þar sem Sikhar eru í meirihluta. Indverjar skiptast í mikinn fjölda þjóðflokka og þjóðar- brota, sem tala mismunandi tungumál sem ekki skiljast inn- byrðist, hafa mismunandi siði og venjur og aðhyllast ólík trúar- brögð. Allt frá því að Indland varð sjálfstætt ríki árið 1947 og jafnvel lengur hafa trúarbragða- deilur og þjóðernisrígur sett svip á Indland. Indland skiptist í fylki sem hafa nokkra sjálfsstjórn í eigin málum en stjórnvöld í Nýju Delí hafa samt úrslitavald í öllum mikilvægum málum. Þjóðernissinnar, sem tilheyra ýmsum þjóðflokkum, gera sig samt ekki allir ánægðir með þessa takmörkuðu sjálfsstjórn. Þeir krefjast aukins sjálfstæðis og segja að ekki hafi Verið tekið nægjanlegt tillit til þess hvernig raunveruleg skipting Indlands milli þjóðarbrota er þegar landamörk fylkjanna voru á- kveðin. Órói meðal Sikha, sem eru meirihluti íbúa íPunjab-fylki, hefur að undanförnu verið sér- staklega mikill. Öfgasinnar úr þeirra röðum hafa staðið að bankaránum, sprengjutilræðum og þeir hafa rofið járnbrautalín- ur undanfarin tvö ár. Hinir róttækustu meðal Sikha krefjast algjörs sjálfstæðis og sam- ■ Claus von Búlow, sem er ákærður fyrir að hafa gert tilraun til að myrða forríka eiginkonu sína, fékk mál sitt tekið upp á ný og hefur þessi málarekstur vakið mikla at- hygli. Von Biilow er danskur að ætt en hefur búið mestall- an sinn aldur í Bandaríkjun- um, þar sem mikið hefur borið á honum í samkvæmis- lífí fína fóksins. Fyrír tveim árum var hann ákærður fyrir að reyna að myrða eiginkonu sína með smáskömmtum af arseniki. Hún hefur legið fársjúk á spítala í nokkur ár. Eiginmaðurínn var iátinn laus gegn einnar milljón doll- ara tryggingu og hefur hann gert ítrekaðar tilraunir til að fá mál sitt tekið upp á ný og tókst það loks í síðustu viku. En í gær fékk von Búlow alvarlegt taugaáfall og var ekið með hraði á sjúkrahús þar sem hann liggur nú þungt haldinn. Myndin var tekin af honum er hann fékk mál sitt tekið upp á ný fyrír helgina. Símamynd Polfoto bandsslita við Indland. Peir vilja stofna nýtt ríki á svæði sem þeir kalla Khalistan og nær ekki aðeins yfir Punjabfylki heldur einnig hluta af nágrannafylkum þar sem Sikhar eru líka fjöl- mennir. Stjórnin í Nýju Delí getur ekki fallist á þessar kröfur því að stofnun sjálfstæðs ríkis í Khalistan hlyti að ýta undir þjóðernissinna í öðrum fylkjum og Indland myndi leysast upp í mikinn fjölda smærri ríkja. Núverandi forsætisráðherra Indlands, Indira Ghandi, reyndi í fyrra að friða mótmælendur með því að láta undan sumum kröfum þeirra á sviði trúmáia, en með litlum sem engum ár- angri. Síðustu mánuði og vikur hafa öfgasinnar í röðum Sikha orði æ djarfari í árásum sínum. Á þessu ári hafa þeir drepið meira en 160 manns. Nokkrir af leið- togum þeirra hafa haft bæki- stöðvar í hofum þar sem þeir hafa stjórnað hryðjuverkum. Stjórnvöld hafa ekki þorað að ráðast til inngöngu í hofin þar sem slíkt gæti aukið andstöðu almennings sem lítur á hofin sem heilaga staði sem séu frið- helgir. Þann 26. apríl síðastliðinn ákváðu yfirvöld samt loksins að láta til skarar skríða. Herlög- reglan umkringdi þrjú af hofum Sikha þar sem vitað var að nokkrir öfgasinnaðir leiðtogar þeirra hefðust við. í skotbar- daga sem þá varð féllu sjö manns. Öfgasinnarnir tóku þá tæplega 350 manns í gíslingu sem höfðu verið staddir fyrir tilviljun í hofunum. Lögreglan greip þá til þess ráðs að loka fyrir vatn og raf- magn til hofanna auk þess sem bannað var að fara með matvæli þangað. Sikhar voru margir mjög óá- nægðir með aðgerðir herlög- reglunnar og hvernig stjórnin tók á þessum málum. Sikhar mótmæltu þess vegna í gær í Nýju Delí. Lögreglan handtók þá um 9800 manns og hélt þeim um tíma á íþróttaleikvangi rétt fyrir utan borgina. Skömmu seinna gáfust svo öfgasinnarnir sem voru 16, loks- ins upp enda voru þeir orðnir aðframkomnir vegna hungurs og vatnsleysis auk þess sem ljóst var að íbúar hverfisins, þar sem þessir aburðir urðu, höfðu snú- ist gegn þeim. Almennt er búist við því að indversk stjórnvöld muni nú sýna meiri hörku en áður í viðskiptum sínum við róttæka Sikha.. (Byggt á Rcuter og fleiri heimildum) ■ Það er erfítt verk að halda Indverjum sameinuðum. Svona hugsar teiknari Asíutímarítsins Far Eastem Economic Review sér baráttu stjórnarinnar í Nýju Delí undir forystu Indíru Gandi gegn sundrung ríkisins. Pólland: Lýðræðislegrar stjórnarskrár minnst með mótmælum í gær PóUand-Reuter ■ Mörg þúsund Pólverjar hlýddur í gær kaili hinna bönn- uðu verkalýðsfélaga, Samstöðu og mótmæltu stefnu stjórnvalda eftir að hafa sótt kirkjur í Varsjá og Gdansk. Sjónvarvottar segja að 4-7000 manns hafi tekið þátt í mótmæl- um eftir messu í Stanislaw- kirkju en stuðningsmenn Sam- stöðu sækja þá kirkju reglulega. Mótmælendur gengu fylktu liði Breski landssím- inn seldur í haust London-Reuter. ■ Telecom, eða breski lands- síminn verður seldur í haust. Verðgildi hans er metið á níu milljarða sterlingspunda, eða um 400 milljarða ísi. kr. Petta er liður í þeim áformum bresku ríkisstjórnarinnar að selja einkaaðilum ríkisfyrirtæki. Selja á 51% hlutabréfa síma- kerfisins. Verður það mesta hluta- bréfasala eins fyrirtækis sem um getur í Bretlandi fyrr og síðar. Norman Tebbit verslunar- og iðnaðarráðherra tilkynnti söl- una í breska þinginu. Hann kvað ekki víst hvað vel yrði boðið í bréfin, verð þeirra færi eftir markaðshorfum í haust. Starfsmenn símans fá hver um sig gefins hlutabréf fyrir sem svarar 3 þús. ísl. kr og ef þeir hafa hug á að kaupa fleiri hlutabréf fá þeir þau með sér- stökum kjörum. Einnig verður 18 milljónum símnotenda gef- inn kostur að eignast hluti í fyrirtækinu. eftir þröngum strætum Varsjár- borgar þar til lögreglan réðst á þá með bareflum á nálægu torgi. Lögreglan elti mótmælendur þar sem þeir flýðu inn í kaffi- og veitingahús. Margir voru dregn- ir í burtu og lokaðir inni í brynvörðum bílum sem fluttu þá burt. Um þrjú þúsund manns tóku þátt í svipuðum mótmælaað- gerðum í Gdansk. Mótmælin núna voru haldin í framhaldi af mótmælum sem Samstaða boðaði til 1. maí og náðu til sjö borga. Tilefni þeirra var m.a. að minnast lýðræðis- legrar stjómarskrár sem Pólverj- ar fengu 3. maí árið 1791. Föstudagur 4. maí 1984 23 ■ Páfinn við komuna til Suður-Kóreu. Hann sagðist vonast til að þjóðfélagið þar yrði mannlegra. Páfinn vill sameiningu Norður- og Suður-Kóreu Stúdentar nota heimsókn páfa til mótmæla gegn stjóminni Scoul-Reuter ■ Jóhannes Páll páfi annar kom í gær til Suður-Kóreu en þetta er í fyrsta skiptið sem páfinn heimsækir Kóreu. Við komuna til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seoul, sagðist páfinn vona að þjóðfélagið þar yrði mannlegra í framtíðinni. hann sagði enn fremur að hann bæði fyrir því að Suður- og Norður-Kórea muni sameinast með friðsamlegum hætti en Kóreuskaginn er eitt helsta spennusvæði í Asíu. Bæði Norður- og Suður-Kóreumenn hafa öfluga heri sem eru í stöðugri viðbragðsstöðu ef til átaka skyldi koma þótt báðir aðilar hafi lýst yfir friðarvilja og ósk um sameiningu. Á undanförnum fimmtán árum hefur kaþólikum fjölgað mjög ört í Suður-Kóreu og eru Lífið í sveitinni Mjaltakonurnar fullar og kýrnar stálma ■ Sífellt ber meira á því að blöð í Sovétríkjunum vanda um fyrir þegnunum og reyna að leiða þeim fyrir sjónir hvernig á ekki að haga sér í sosíalísku þjóðfélagi. Drykkju- skapur og slugs við vinnuna er eitt af því sem reynt er að venja þjóðina af og virðist sú viðleitni ekki ganga nægilega vel því mikið er skrifað um þessa ósiði. Ef marka má þessar grein- ar virðist drykkjuskapur meðal sovéskra kvenna vera að færast í vöxt. Kveður svo ramt að þessu að mjaltakon- urnar í sveitinni eru farnar að gleyma að mjólka kýrnar vegna drykkjuskapar, og mikil mjólk fer til spillis af þessum sökum. Sovjetskaja Rossija ervíð- lesið blað, sem nýverið endurbirti grein úr landbún- aðarblaðinu Selskaia Zhizn, og er hún skrifuð af nafn- kenndum sálfræðingi. Segir sá að ekki sé hægt að loka augunum fyrir hve ört drykkjusýkin breiðist út meðal kvenna og fer hann mörgum orðum um þetta alvarlega vandamál. í sama blaði er önnur grein, þar sem fjallað er um sama mál og sagt að það sé alkunna að til þessa hafi alkoholismi aðallega verið karlasjúkdómur en nú sé þetta að breytast og sífellt fleiri konur verði drykkju- sýki að bráð. í enn einni grein í sama blaðið segir að konur sem taki veikina verði enn fljótar háðar henni og fari að drekka reglubundið og sé erfitt að lækna þær. í Sovjetskaja Rossija var lýsing á lífinu í sveitinni og segir þar að þá daga sem launin eru borguð út gleymi mjaltastúlkurnar öllu um hús og heimili og jafnvel mjólk- urkúnum, en drekki þar til síðasta rúblan er uppurin. þeir nú meira en 1.7 milljónir. Margir þeirra eru í andstöðu við núverandi stjórnvöld og óska þess að þjóðfélagið verði mannúðlegra og lýðræðislegra en það er núna. Stúdentar í Seoul notuðu heimsókn páfans til þess að efna til mótmæla gegn stjórnvöldum. Um þúsund háskólanemendur tóku þátt í mótmælum þar í gær. Um fimmhundruðstúdent- um lenti saman við óeirðalög- reglu í aðeins 500 metra fjar- lægð frá kirkjugarði þar sem páfinn var í heimsókn. Peir köstuðu grjóti í lögregluna og kölluð vígorð gegn Chun Doo- hwan forseta Suður-Kóreu sem þeir sökuðu um að bæla niður lýðræði. Lögreglan skaut tára- gassprengjum að mótmæl endum til að dreifa þeim.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.