NT - 04.05.1984, Blaðsíða 4

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 4. maí 1984 4 Borgarstjóri kynnir tillögur um skipan fræðslumála í Reykjavík: Fræðsluskrifstofan lögð niður sem borgarstofnun - og skólaskrifstofa Reykjavíkur sett á laggirnar ■ DavíðOddssonborgarstjóri kynnti tillögu að bókun á borg- arráðsfundi í fyrradag, þar sem lagt er til að fræðsluskrifstofa Reykjavíkur verði lögð niður sem borgarstofnun frá fyrsta júní n.k. og frá sama tíma verði hafinn rekstur skólaskrifstofu ■ Deilan um skipun Aslaugar Brynjólfsdóttur í stöðu fræðslustjóra Reykjavíkur er nú attur komin upp á ytirborðið. Nú hefur Davíð Oddsson borgarstjóri lagt til að skrifstofa hennar verði aflögð sem borgarstofnun. Reykjavíkur. Starfsmanna- stjóra borgarinnar verði falið að ganga frá uppsögnum starfs- manna fræðsluskrifstofunnar og ráðning starfsmanna við skóla- skrifstofuna í samráði við þá sem veita henni forstöðu. Þeir verða samkvæmt tillögu borgar- stjóra Ragnar Georgsson skóla- málafulltrúi, og Björn Halldórs- son lögfræðingur; Ragnar yrði forstöðumaður kennslumála- deildar og Björn forstöðumaður fjármáladeildar. Borgarráð frestaði afgreiðslu málsins. Hér hefur skotið upp kollin- um að nýju gamalt deilumál, sem gjarna gekk undir heitinu „fræðslustjóramálið." Þegar Áslaug Brynjólfsdóttir var skipuð fræðslustjóri í Reykjavík í andstöðu borgarstjórnarmeiri- hlutans, gerði sami meirihluti tillögur um nýskipan fræðslu- mála borgarinnar í samráði við menntamálaráðuneytið. Samn- ingsdrög milli borgarinnar og ráðuneytisins í sama anda og ofangreindar tillögur borgar- stjóra lágu fyrir í fyrravor, en þáverandi menntamálaráðherra Ingvar Gíslason neitaði að stað- festa drögin, enda lá þá fyrir álit lögfræðinga þess efnis að þau stæðust ekki landslög, þ.e. grunnskólalögin frá 1974. Borg- arstjórn samþykkti þrátt fyrir það 19. maí fyrir tæpu ári að fela borgarstjóra að hrinda sam- komulagsdrögunum í framkvæmd. Framkvæmd þeirra hefði í för með sér að skólaskrifstofa Reykjavíkur færi með flest þau mál sem nú heyra undir fræðslustjóra. Skólaskrifstofan yrði borgar- stofnun og heyrði undir borgar- ráð/borgarstjórn og fram- kvæmdastjórn borgarstjóra. Hættið að borða kartöflur - Þær eru að stórum hluta „óþverri1 ■ Neytendasamtökin beina þeirri áskorun til almennings að draga úr eða hætta neyslu kartaflna meðan boðið er upp á jafn slæma vöru og nú er reyndin. Ennfremur er mönnum bent á að skila til kaupmanna eða Grænmet- isverslunarinnar öllum ónýtum kartöflum og krefjast nýrrar ógallaðrar vöru í staðinn. Neytendasamtökin skera nú upp herör gegn þeim kart- öflum sem hafðar eru til sölu í búðum um þessar mundir og virðist þar af leiðandi ætlast til að fólk leggi sér til munns. Samtökin hata uú fyrir skemmstu í tvígang athugað gæði þeirra kartaflna sem á markaðnum eru. í fyrra skiptið reyndist rúmur þriðjungur kartaflnanna flokkast í þriðja flokk eða neðar, þ.e. nánast úrgangur. Grænmetisverslunin seinheppin Forráðamenn Grænmet- isverslunarinnar kvörtuðu yfir því að ekki hefðu verið tekin sýnishorn úr pökkunarsal þeirra. Til að bæta úr þessu voru teknir 5 pokar af kar- töflum úr pökkunarsal Græn- metisverslunarinriar og athug- aðir. Ekki batnaði ástandið við þetta, því nú reyndust þrír pokar af fimm, eða 60% eiga heima í þriðja flokki og neðar. Fjarlægið þennan óþverra Vegna þess óþverra sem vart varð við í könnun Neytenda- samtakanna, hefur Neytenda- félag Reykjavíkur sent Holl- ustuvernd ríkisins, heilbrigðis- eftirliti og heilbrigðisfulltrúum á höfuðborgarsvæðinu bréf, þar sem farið er fram á að fjarlægðar verði úr verslunum skemmdar og rotnandi kar- töflur, enda afleitt að slík vara sé innan um matvæli. CrænmelisverslíB Ætlar land- búnaðarráð- herra að hætta að borða kartöflur? ■ Hvora kartöfluhrúguna viltu heldur leggja þér til munns. Þú mátt velja - þó ekki fyrr en þú ert bumn að klippa myndina sundur í miðju og fleygja hægri helmingnum. ■ Neytendasamtökin hafa beint þeirri áskorun til almennings að hætta að borða kartöflur meðan boðið er upp á jafn slæma vöru og nú er reyndin. NT sneri sér til landbúnaðar- ráðherra, Jóns Helgason- ar og spurði hann hvort hann ætlaði að taka þess- ari ábendingu og hætta að borða kartöflur: „Nei, ég geri ekki ráð fyrir því, en hins vegar get ég hiklaust sagt það, að mér finnst skipta ákaf- lega rniklu máli að kar- töflur séu góðar, því góðar kartöflur eru góður matur en vondar kartöflur eru vondur matur.“ Hvers vegna er svona erfitt að fá góðar kartöflur á íslandi? „Það var nú viðtal við| forstjóra Grænmetisversl- unarinnar í sjónvarpi, þar ,sem hann skýrði það að ikartöflurnar hefðu ekki þolað þessa geymslu, enda er það ekkert nýtt. Við þekkjum þessi geymslu- vandræði líka af inn- lendum kartöflum." Erlendis virðist nú samt hægt að fá sæmilega góðar kartöflur allt árið. „En viðþurfumaðflytja j þær erlendis frá, hingað.“ En væri þá ekki hægt að I flytja þær í kæligámum. Eru þetta ekki hreint og | beint einhverjar úrgangs- kartöflur sem verið er að j flytja inn? „Það hygg ég nú alls I ekki vera. Þetta eru finnskar kartöflur, þær sömu og þeir nota á sínum markaði." .

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.