NT - 04.05.1984, Blaðsíða 24

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 24
Útlönd Föstudagur 4. maí 1984' '24 Mozambique semur um raforkusölu til S-Afríku - orkusölusamningur til 32 ára undirritaður Thatcher mesta hörkutól- ið næst á eftir Churchill Suður-Afríka-Rcutcr ■ Suöur-Alríka, Portúgal og Mozambique skrifuöu í gær undir orkusölusamning til 32 ára sem tryggir Suður-Afríku- mönnum rafmagn frá raforku- verinu við Cahora Bassa í Moz- ambique. Samskipti Suður-Afríku við nágrannaríki sín, sem eru undir ■ UM þessar mundir eru lið- in fimm ár síðan Margaret Thatcher yarð forsætisráð- herra í Bretlandi. í tilefni af því hefur orðið tíðrætt um hana í brezkum fjölmiðlum undanfarna daga. Skoðanakannanir, sem fóru fram í vetur, bentu til þess, að Thatcher væri að tapa fylgi-. Um skeið leiddu kannanirnar í Ijós, að Verkamannaflokkur- inn myndi vinna, ef kosið væri þá. Síðustu kannanir benda hins vegar til þess, aðThatcher hefði haldið velli, ef kosið hefði verið á fimm ára afmæl- inu. Skoðanakönnun, sem birtist í Sunday Times á sunnudaginn var (29. apríl), benti til þess, að íhaldsflokkurinn hefði fengið 42% atkvæða, ef kosið hefði verið þá, Verkamanna- flokkurinn 36%, bandalag frjálslyndra og sósíaldemó- krata 20% og aðrir 2%. Samkvæmt annarri skoðana- könnun, sem birtist í Observ- er, hefði íhaldsflokkurinn fengið 40%, Verkamanna- flokkurinn 36% og bandalagið 22%. í þingkosningum, sem fóru fram í júní í fyrra, fékk íhalds- flokkurinn 44%, Verkamanna- stjórn blökkumanna, hafa batn- að mikið að undanförnu. í seinustu viku hélt utanríkisráð- herra Suður-Afríku, Pik Botha, þannig fund með angólskum embættismönnum í Zambíu þar sem rætt var um leiðir til að bæta tengsl ríkja þeirra en þau hafa vægast sagt verið mjög slæm. Angólastjórn hefur stutt skæruliða sem berjast gegn minnihlutastjórn hvítra í Suður- Afríku og hermenn frá Suður- Afríku hafa hvað eftir annað 79% svöruðu því játandi, en aðeins 16% neitandi. Spurt var um, hvort hún hefði aukið álit Breta í heimin- um. 46% svöruðu játandi og einnig46% neitandi. Spurt var um, hvort hún héldi loforð sín. 42% voru samþykk því, en 50% ósam- þykk. Spurt var um hvort hún hefði áhuga fyrir hagsmuna- málum almennings. 33% svöruðu játandi, en 62% neit- andi. Spurt var um, hvort hún neitaði að hlusta á ráðlegging- ar. Því svöruðu 63% játandi og 28% neitandi. Þá var spurt um, hvort hún hagaði sér líkt og einræðis- herra. Pví voru 62% samþykk- ir, en 35% ósamþykkir. Spurt var um, hvort hún væri um of til hægri. Því svöruðu 59% játandi og 29% neitandi. Þá var spurt um, hvort hún hugsaði meira um skammvinn- an pólitískan ávinning en framtíð þjóðarinnar til lang- frama. Þessu svöruðu 41% ját- andi, en 50% neitandi. Þá var spurt um hvort stjórn- arforusta Thatchers hefði heppnazt. Þessu svöruðu að- eins 34% játandi, en fyrir kosningarnar í fyrra svöruðu flokkurinn 28% og bandalagið 26%. Annars munu gleggri tölur liggja fyrir í dag um fylgi flokkanna, en í gær fóru fram borgar- og sveitarstjórnar- kosningar víða í Bretlandi og þrjár aukakosningar til þingsins. Þeim er þó ekki veitt veruleg athygli, því að íhalds- flokkurinn á að vera öruggur í tveimur þeirra og Verkamanna- flokkurinn í einu. Samt geta þær gefið vísbendingu, ef fylgi flokkanna raskast verulega. í TILEFNI af fimm ára af- mælinu, hefur Observer efnt til könnunar á áliti Breta á Thatcher. Niðurstöður voru birtar á sunnudaginn var. Verður hér lauslega sagt frá nokkrum niðurstöðunum. Spurt var um, hvort That- cher væri sterkasti eða harðasti forsætisráðherra Breta síðan Churchill sat í því embætti. 46% því játandi. Um 20% svöruðu á þá leið, að forusta Thatchers hefði misheppnazt og er það svipuð tala og fyrir kosningarnar. Bezt töldu menn að That- cher hefði heppnazt í Falk- landseyjastyrjöldinni, 53%, og efnahagsmálum, 33%. Aðeins 22% töldu Falklandseyjastyrj- öldina misheppnaða og 28% töldu að efnahagsstefnan hefði misheppnazt. Meirihluti þeirra, sem spurðir voru, töldu Thatcher ekki hafa tekið á fjárbrasks- málum sonar síns nógu föstum tökum. EINS og kemur fram í því, sem rakið er hér á undan, hefur Thatcher bætt stöðu íhaldsflokksins að nýju í skoð- anakönnunum. Sennilega á framganga hennar í deilunni við Efnahagsbandalagið þátt í því. Þar hefur hún reynzt ákveðin og föst fyrir. ■ Margaret Thatcher eftir fimm ára stjórnarforustu hún upp í 21.9% en hefur svo verið náð niður aftur. Aukið atvinnuleysi er talið efnahagsstefnunni mest til frá- dráttar, það hefur meira en tvöfaldazt í stjórnartíð Thatchers. Atvinnuleysingjar eru nú um þrjár milljónir, en voru 1.3 millj. þegar Thatcher kom til valda. Óneitanlega hafa lífskjörin orðið misjafnari. Láglauna- stéttirnar bera minna úr býtum en áður. Skoðanakönnun Observers leiddi í ljós, að Thatcher þykir hafa staðið sig illa á sviði ellilaunamála, heilbrigðismála og menntamála. Aðeins 11% töldu henni hafa heppnazt varðandi ellilaunamálin, en 40% misheppnazt. Aðeins 9% töldu að henni hefði heppnazt á sviði heilbrigðismála, en 63% voru andvígir því. Þá töldu 7%, að henni hefði heppnazt á sviði menntamála, en 51% voru á annarri skoðun. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar ráðist inn í Angóla. Markmið fundarins var að ganga frá framkvæmd vopnahlés sem Suður-Afríkumenn og Angóla- menn sömdu um sín í milli í janúar á þessu ári. Vopnahléð felur m.a. í sér að Suður-Afríka dregur herlið sitt frá Suður- Angóla gegn því að stjórnvöld í Angóla ábyrgjast að skæruliðar SWAPO, sem berjast gegn minnihlutastjórninni í Suður- Afríku, fá ekki leyfi til að hafa búðir við landamærin. í mars síðastliðnum gerði stjórnin í Suður-Afríku sarnn- ing við annað nágrijnnaríki sitt, Mozambique, um að hvorugt ríkið skuli ráðast á hitt. Samn- ingurinn núna um raforkusölu frá Mozambique til Suður-Afr- íku er enn frekari staðfesting á því að tengsl Suður-Afríku við nágrannaríkin fara batnandi. Orkuverið við Cahora Bassa var byggt á sjöunda áratugnum og allt frá upphafi var gert ráð fyrir að það seldi orku til Suður- zviriKU. rortuganr, sem pa voru nýlenduherrar í Mozambique, tóku mikil lán til að byggja orkuverið en það hefur hingað til reynst mjög óhagkvæmt því að skæruliðar hafa hvað eftir annað rofið rafmagnslínur og hindrað orkusölu til Suður-Afr- íku. Umsamið orkuverð er 0,6 bandarísk cent eða sem svarar mmji Þá kann verkfall kolanámu- manna hafa dregið eitthvað úr fylgi Verkamannaflokksins. Hann er þar milli steins og sleggju og þykir hafa haft óljósa afstöðu. Mjög eru blöðin ósammála um árangur efnahagsstefnunn- ar. Henni er mest talið það til framdráttar, að verðbólgan hefur minnkað. Hún er nú 5.2% en var 10.3%, þegar Thatcher kom til valda. Á fyrsta stjórnarári hennar fór ■ Thatcherhjónin og Mark sonur þeirra. Bretar spurðir álits á forsætisráðherranum um 18 íslenskum aurum auk þess sem aukaþóknun verður greidd takist að halda orku- streyminu stöðugu. Þessi bættu tengsl stjórnvalda í Mozambique og Angóla við stjórn Suður-Afríku tákna ekki samþykki þeirra á kynþátta- stefnu minnihlutastjórnarinnar heldur stafa þau að miklu leyti af slæmu efnahagsástandi í þess- um ríkjum sem hefur neytt þau til að leita samvinnu við Suður- Afríku. Myrti mafían Grace? ■ Jack Kelly, bróðir Grace fyrrum furstynju af Mónakó heldur því fram að systir sín hafi ekki látist af slysförum, eins og látið er í veðri vaka, heldur hafi hún verið myrt og standi mafían á bak við verknaðinn. ■ Grace Kelly. Bróðir hennar staðhæfir að mafian hafí myrt hana. Jack Kelly er athafnamaður og margfaldur milljónamær- ingur á bandaríska vísu. í viðtali sem birtist við hann í ítalska vikublaðinu Novella 2000, er haft eftir bróðurnum að hin opinbera útgáfa af dauða Grace, sem er eins og allir vita, sú að hún ók út af vegi sem lá um bratta hlíð í Frakklandi. Lést hún samstundis. - Grace var skotin og stóð mafían á bak við morðið, segir Jack, sem sleit öllu sambandi við Rainer fursta mág sinn skömmu eftir dauða furstynj- unnar. Ástæðuna fyrir morðinu segir Jack Kelly, að systir sín hafi lagst gegn áformum um að mafían fengi að setja á stofn enn eitt spilavíti í furstadæm- inu. Þar að auki hafi hún beitt áhrifum sínum til að koma í veg fyrir að mikil fjölbýlishús yrðu reist í höfuðborginni, en mafían stóð að baki þeim fyrirhuguðu framkvæmdum. Bróðirinn staðhæfir að Grace hafi verið skotin í höfuðið daginn sem slysið átti sér stað, eins og látið er í veðri vaka. Enginn ættingja fékk að sjá líkið og krufningsskýrsla var ekki birt.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.