NT - 04.05.1984, Blaðsíða 17

NT - 04.05.1984, Blaðsíða 17
'tf E Fóstudagur 4. maí 1984 17 Helgin framundan „Stærsta sýningin sem ég hef haldið" Segir Einar Hákonarson um sýningu sína á Kjarvalsstöðum ¦ Frá 5.-20. maí heldur Einar Hákonarson myndlistarmaður sýningu á málverkum og grafik á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni eru 59 olíumálverk og 89 gralíkniyiidir. Einar sagði í samtali við NT að þetta væri 10. einkasýning hans. „Það eru tvö ár síðan ég sýndi hér á Kjarvalsstöðum síðast, en í millitíðinni hélt ég grafíksýningu í London. Þessi sýning er stærsta sýning sem ég hef haldið. Olíumyndirnar eru málaðar á sl. 2 árum, en grafík- in er 20 ára yfirlit. Hluti af því, þriðjungur, er sýning sem ég hélt 1969 í Unuhúsi. Það var fyrsta einkasýningin sem ís- lenskur listamaður hélt á grafík." - Hvað fæst þú helst við að mála? „Þetta eru áhrif frá mannlíf- inu. Ein myndin heitir Skip- brotsmaður og er máluð eftir að skipbrotsmaðurinn synti til lands í Heimaey. Svo er mynd af skáldi sem bíður eftir anda- gift. Mér finnst heldur lítið hafa komið frá skáldum okkar upp á síðkastið, þau bíða bara eftir andagiftinni. Bókmenntir hafa verið grundvöllurinn að okkar meriningu. Ef við tökum t.d. stríðsárin þá hvíldu aðrar list- greinar á bókmenntum: - Hvað finnst þér þá um íslenska myndlist? „Það er mun meiri kraftur og gróska bæði í myndlist og tónlist, þar hafa komið bita- stæðari hlutir en í bók- menntum. Svo er mikill áhugi á kvikmyndagerð. Kannski hefur rithöfundatendensinn farið út í kvikmyndagerð. Það stendur alveg klárt að hversu góð sem tæknin er þá er það hin skáldlega innsýn sem verð- ur að vera til staðar í kvik- myndinni." - Hvað segirðu um þróun í þínum verkum? „Ég held að það sjáist á sýningunni að munurinn frá fyrri sýningum er sá að ég hef aðeins starfað sem myndlist- armaður síðan ég hætti sem skólastjóri Myndlista- og hand- íðaskólans, og myndmeðferð og -hugsun hefur vonandi þroskast." „Ég gleymdi að minnast á að það eru 30 nýjar grafíkmyndir með. Ég tek períódur í grafík- inni, og finnst gott að skipta um efni að vinna í með vissu millibili." - Hafa nýjar stefnur í mynd- listinni haft einhver áhrif á þig? „Ég er glaður yfir því að menn eru farnir að mála aftur. Hugmyhdalistin höfðaði lítið til mín. Ég hef alltaf litið á mig sem expressíónista, tilfinn- ingamálara, og nýja málverkið gengur mikið út á það. Ég held að ég sé það balanséraður málari að það hafi haft lítil áhrif. Þó hef ég losað um í ýmsum myndum." - Þú er t með ýmsar trúarleg- ar myndir? „Já, tvær eða þrjár. Þær voru sýndar á kirkjulistarsýn- ingunni. Meginhugsunin í þeim er að færa þetta til okkar tíma." ¦ Einar Hákonarson við mynd sína „Bæn". ¦M ¦P^-' ¦ ^zJB W ^m bíXÍ^ „Finnst ég vera aðmála mig og mínar tilff inningar" Talað við Jóhönnu Kristínu Yngvadóttur listmálara ¦ Laugardaginn 5. maí kl. 14.00 verður opnuð í List- munahúsinu við Lækjargötu sýning á málverkum eftir Jó- hönnu Kristínu Yngvadóttur. Jóhanna er 29 ára gömul, lauk námi við Mllí árið 1976 en fór þá til Hollands og nam þar í fjögur ár. Við spjölluðum við Jóhönnu niðri í Listmunahúsi. - Hefurðu sýnt oft áður? „Tvisvar, fyrst í Nýlistasafn- inu á síðasta ári og svo líka í Landspítalanum, einnig á síð- ¦ Jóhanna Kristín með dótt- ur sinni í Listmunahúsinu. NT-mynd Sverrir. asta ári. Að vísu áttu myndirn- ar ekki heima þar." - Hvað geturðu sagt mér um mályerkin? „Ég fjalla um samskipti mín við fólk. Fólk er það sem hefur mest áhrif á mann, veldur gleðiogsorg. Þaðhefura.m.k. haft mest áhrif á mig og mitt málverk. Annars finnst mér ég alltaf vera að mála sjálfa mig og mínar tilfinningar." - Hvaða stefna er þetta? „Þetta er fígúratívur ex- pressíónismi." - Byrjaðirðu ungað teikna? „Já, já, er maður ekki alltaf teiknandi. Þettaereinaffrum- þörfum mannsins." - Sýndirðu snemma mikla hæfileika? „Nei. í Myndlista- og hand- íðaskólanum sagði Bragi Ás- geirsson að ég væri afskaplega þungmelt. Þá voru allar mynd- irnar svartar eða dökkar. Síðar sagði Bragi mér að í Japan væri svart litur gleðinn- ar, þannig að hann hefur breytt skoðun sinni. Ég reyni að koma hvorutveggja til skila, sorg og gleði." - Hvernig seldust verkin á fyrri sýningunum? „Ekki mikið." - Skiptir það miklu máli? „Nei, nei. Ég var bara hissa að eitthvað seldist. Enda mála ég ekki með það fyrir augum að selja myndir." Mánudagur 7. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Halldóra Þorvarðardóttir flytur (a.v.d.v.). Á virkum degi - Stefán Jökulsson - Kolbrún Halldórsdóttir - Kristin Jónsdóttir. 7.25 Leikfimi. Jónína Benediktsdóttir (a.v.d.v.). 8.00 Fréttir. 8.1 S Veðurfregnir. Morgunorð - Baldvin Þ. Kristjáns- son talar. 9.00 Fréttir 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnifaparadansinn" eftir Jón frá Pálmholti Höfundur les (8). 9.20 Loikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. Þulur velur og kynnir. 10.00 Fréttir 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Forustugr. landsmálabl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð" Lög frá liðnum árum. Umsjón: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 Kotra Endurtekinn þáttur Sig- nýjar Pálsdóttur frá sunnudags- kvöldi (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Lög Or kvikmyndum 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (18). 14.30 Miðdegistónleikar David Ger- ingas og Tatjana Schatz leika á selló og píanó „Sex Ijóð" eftir Jóhannes Brahms. 14.45 Popphólfið - Sigurður Krist- insson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Frértir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leikur forleik að óperunni „Belfagor" eftir Ottor- ino Respighi; Lamberto Gardelli stj. / Lev Kuznetsov, Boris Dobrin, Sergej Yavkovenko og Sinfóníu- hljómsveit Moskvuútvarpsins flytja atriði úr „Ágjarna riddaranum", óperu eftir Sergej Rakhmaninoff; Gennady Rozhdestvensky stj. / Leontyne Price syngur með Hljóm- sveit Rómaróperunnar áríu úr óp- erunni „Aidu" eftir Giuseppe Verdi; Oliviero de Fabritiis stj. / Konung- lega fílharmóníusveitin í Lundún- um leikur „Simple Symphony" op. 4 eftir Benjamin Britten; Sir Mal- colm Sargent stj. 17.10 Sfðdegisvakan Umsjón: Páll Heiðar Jónsson og Borgþór S. Kjæmested. 18.00 Vísindarásin Þór Jakobsson ræðir við Pál Halidórsson eðlis- fræðing um áhrif jarðskjálfta á Islandi. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Mörður Amason talar. 19.40 Um daginn og veginn Sigurö- ur Magnússon fyrrv. blaðafulltrúi talar. 20.00 Löng unga fólksins. Þorsteinn J. Vilhjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka a. Vatnajökulsleið og Árnakvæði; siðari hluti Sig- urður Kristinsson tekur saman og flytur. b. Tilberi og tilberamóðir Sigriður Schiöth les frásögn úr Grimu. Umsjón: Helga Ágústsdótt- ir. 21.10 Nútimatónlist Þorkell Sigur- björnsson kynnir. 21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt" Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar (7). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Ríkisútvarp, grenndarútvarp. Þáttur um skipan útvarpsmála í Svíþjóð. Umsjónarmenn: Ólafur Angantýssonog ÞorgeirÖlafsson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Þriðjudagur 8. maí 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mal. Endurt. þáttur Marðar Árnasonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð - Bjarnfríður Leósdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Hnífaparadansinn" eftir Jón frá Pálmholti. Höfundur lýkur lestrinum (9). 9.20 Leikfiml. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Man ég það sem löngu leið" Ragnheiður Viggósdóttir sér um þáttinn. 11.15 Vlð Pollinn Ingimar Eydal velur og kynnir létta tónlist (RÚVAK). 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Tim Hardin, Arlo Guthrie, Bob Dylan o.fl. syngja og leika. 14.00 Ferðaminningar Sveinbjarn- ar Egilssonar; seinni hluti Þor- steinn Hannesson les (19). 14.30 Upptaktur - Guðmundur Benediktsson. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 1.6.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslensk tónlist Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur „Concerto breve" eftir Herbert H. Ágústsson; Páll P. Pálsson stj. / Guðrún Tóm- asdóttir syngur lög eftir Þorstein Valdimarsson. Ólafur Vignir Al- bertsson leikur með á píanó / Sinfóníuhljómsveit íslands leikur „Fáein haustlauf" eftir Pál P. Pálsson; höfundurinn stj. 17.10 Síðdegisvakan 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50 Við stokkinn Stjórnendur: Margrét Ólafsdóttir og Jórunn Sig- urðardóttir. 20.00 Sagan: Flambardssetrið II. hluti „Flugið heillar" eftir K.M. Peyton Silja Aðalsteinsdóttir byrjar léstur þýðingar sinnar. 20.30 Ensk þjóðlög 20.40 Kvöldvaka a. „Siðasta fullið" Aldís Baldvinsdóttir les sogu oftir Sigurð Nordal; fyrri hluti. (Síðari hluti verður fluttur á sama tíma á morgun). b. Stefán íslandi syng- ur 21.10 Vornóttin Umsjón: Ágústa Björnsdóttir. 21.45 Útvarpssagan: „Þúsund og ein nótt" Steinunn Jóhannesdóttir les valdar sögur úr safninu í þýðingu Steingríms Thorsteins- sonar (8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Kvöldtónleikar: Johan Svendsen og verk hans Knútur R. Magnússon kynnir. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok álT Mánudagur 7. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Dægurflugur Stjórn- andi: Leópold Sveinsson 15.00-16.00 Á rólegu nótunum Stjórnandi: Arnþrúður Karlsdóttir. 16.00-17.00 Á Norðurslóðum Stjórnandi: Kormákur Bragason. 17.00-18.00 Asatími (umferðarþátt- ur) Stjórnendur: Ragnheiður Davíðsdóttir og Júlíus Einarsson. Þriðjudagur 8. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur Stjórn- endur: Páll Þorsteinsson, Ásgeir Tómasson, og Jón Ólafsson. 14.00-15.00 Vagg og velta Stjórn- andi: Gisli Sveinn Loftsson. 16.00-17.00 Þjóðlagaþáttur Stjórn- andi: Kristján Sigurjónsson. 17.00-18.00 Frístund Stjórnandi: Eð- varð Ingólfsson. Mánudagur 7. maí 19.35 Tommi og Jenni Bandarisk teiknimynd. 19.45 Fréttaágrip á táknmali 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Heilsulindir - lækning eða leyndardómur Kanadisk heim- ildamynd. I meira en 2000 ár hefur fólk leitað sér lækninga á gigt og öðrum kvillum með laugum eða leirböðum, oft með góðum árangri. I myndinni er vitjað nokkurra kunnra heilsulinda og fjallað um lækningamátt þeirra. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.40 Kusk á hvitflibbann. Endur- sýning Sjónvarpsleikrit eftir Davið Oddsson. Leikstjóri Andrés Ind- riðason. Leikendur: Árni Ibsen, Elfa Gisladóttir, Þóra Friðriksdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Ragnheiður Arnardóttir, Sigurður Sigurjóns- son, Jóhanna Norðfjörð, Borgar Garðarsson, Gunnar Rafn Guð- jónsson, Steindór Hjörleifsson og Róbert Arnfinnsson. Eirikur er ungur og framsækinn maður í góðri stöðu. Atvikin haga þvi svo að á hann fellur grunur um eitur- lyfjabrask og verður hann að sæta gæsluvarðhaldi meðan málið er rannsakað. Áður sýnt í Sjónvarpinu á jólum 198,1. 22.35 íþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 23.10 Fréttir i dagskrárlok Þriðjudagur 8. maí 19.35 Hnáturnar 9. þáttur. Breskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. Sögumaður Edda Björgvinsdóttir. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Veiðikló Bresk náttúrulífsmynd um ránbjöllur, ein skæðustu rándýr í hópi skorkvikinda. Þýðandi og þulur Jon O. Edwald. 21.05 Norður og Suður - Veröld í vanda í þættinum er fjallaö um samskipti ríkra iðnríkja norðursins og þróunarlanda i suðri en bilið milli þeirra hefur verið að breikka i seinni tíð. Rætt verður við ýmsa menn sem hafa látið þetta málefni til sin taka á alþjóðavettvangi og sóttu ráðstefnu á vegum Evrópu- ráðsins í Lissabon i síðasta mán- uði, þar sem fjallað var um hlutverk Evrópurikja í samskiptum Norðurs og Suðurs. Þættinum lýkur með umræðum í sjónvarpssal. Umsjón- armaður ögmundur Jónasson. 22.15 Snákurinn Þriðji þáttur. Italsk- ur framhaldsmyndaflokkur í fjórum þáttum. Þýðandi Þuríður Magnús- dóttir. 23.15 Fréttir i dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.