NT - 04.05.1984, Blaðsíða 16
Föstudagur 4. maí 1984 16
Utvarp kl. 10.25:
Frásögn frá Kína í
þættinum Út og suður
■ Margir hlustendur fara í
heilmikil feröalög í huganum
á sunnudagsmorgnum með
frásagnarfólki í þáttum Frið-
■ Friðrik Páll Jónsson að
störfum.
riks Páls Jónssonar „Ut og
suður".
Friðrik Páll upplýsti okkur
um að nú yrði sagt frá Kína-
ferð. Sögumaðurinn heitir
Guðbjörn Björgólfsson, og er
kennari við Fjölbrautaskól-
ann í Breiðholti. Hann ætlar
að segja frá ferð, sem farin var
í mars sl. petta var rúmlega
hálfsmánaðar ferðalag, sem
skólastjórar, yfirkennarar og
kennarar fóru í til Kína.
„Líklega segir Guðbjörn
eitthvað frá skólamálum í Kína
og auðvitað líka frá því hvernig
land og þjóð kom honum fyrir
sjónir," sagði Friðrik Páll.
Aðspurður sagðist Friðrik
Páll hafa ferðast töluvert um
heiminn, og hafa afar gaman
af ferðalögum.
■ Noröurlandahúsið í Þórshöfn í byggingu. (Mynd ESE)
Sjónvarp kl. 20.55:
Þegar Norðurlanda-
nusið i Þorshofn i
Færeyjum
■ Frá danska sjónvarp-
inu hefur þaö íslenska
fengiö þátt um Norður-
landahúsið í Þórshöfn,
þátturinn var gerður í Fær-
eyjum í fyrrasumar, en þá
var tekið í notkun Norður-
landahúsið í Þórshöfn.
í þessum þætti eru sýnd-
ar svipmyndir frá Færeyj-
um og úrdráttur úr opnun-
arhátíðahöldum, er
Norðurlandahúsið var
opnað. Sýnterfrásíöustu
var opnað
dögum undirbúningsins
þegar allt var á ferð og
flugi til þess að hægt sé að
halda áætlun og opna hús-
ið á tilsettum tíma. Þarna
verður norskur vísnasöng-
ur, danssýning frá Finn-
landi, sinfóníuhljómsveit
frá Danmörku leikur, lesin
færeysk kvæði o.fl.
Samtal verður við Ola
Steen arkitekt um húsið
og hvernig hann hefur
hugsað sér að það verði
nýtt á bestan hátt.
Útvarp kl. 13.45:
NÝJUSTU FRÉTTIR AF NJÁLU
VERÐA ÚT MAÍ í ÚTVARPINU
en einhvers staðar verður að setja punkt, sagði Einar Karl Haraldsson
■ Allir bíða spenntir eftir
„Nýjustu fréttum af Njálu“,
en svo heitir þáttur, sem Einar
Karl Haraldsson ritstjóri hefur
flutt að undanförnu á sunnu-
dögum í útvarpinu. Eru það
bæði hugleiðingar flytjanda,
upplestrar úr Njálu, viðtöl við
áhugamenn um Njálu o.fl.
■ Einar Karl Haraldsson.
„Nú verður Haraldur Ólafs-
son, mannfræðingur og lektor,
með mér í þættinum14, sagði
Einar Karl, er blaðamaður NT
spurði hann um hvað hann
fjallaði í þessum þætti.
Hann sagði að þeir Haraldur
myndu ræða m.a. um mann-
fræði og einnig kannski um
heimsmyndar-hugmyndir, sem
liggja að baki Njálu og annarra
sambærilegra miðaldaritar.
„Svo þykir mér við hæfi að í
þessum þætti ræði ég svolítið
um Helga á Hrafnkelsstöðum.
þann mikla Njálu-áhugamann
og fræðimann, sem nýlátinn er
í hárri elli,“ sagði Einar Karl.
Einar Karl sagði að áætlað
væri að þættirnir „Nýjustu
fréttir af Njálu" entust út maí-
mánuð, - en einhvers staðar
verður maður að setja punkt,
þótt hægt væri að halda lengi
áfram að ræða um Njálu og
Njálurit og framkomnar kenn-
ingar um höfund.
Blaðamaður spurði Einar
Karl hvort hann hefði nokkuð
hugsað sér að snúa sér að
annarri fornri sögu. Hann
sagðist ekki hafa hugleitt það í
neinni alvöru, - en það væri
rosalega gaman að reyna ein-
hvern tíma að búa til útvarps-
efni uppúr Sturlungu, en þá
myndi maður líklega fara öðru
vísi í það. Sturlunga er bók
sem er ekki lesin eins almennt
og Njála og þess vegna væri
gaman að fá góða menn til að
leiða fólk inn í heim Sturlungu.
útvarp
Sunnudagur
6. maí
8.00 Morgunandakt Séra Kristinn
Hóseasson prófastur, Heydölum,
flytur ritningaroró og bæn.
8.10 Fréttir
8.15 Veðuriregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.).
8.35 Létt morgunlög Hljómsveit
Gunnars Hahn leikur þjóðdansa frá
Skáni
9.00 Fréttir
9.05 Morguntónleikar a. Sinfónia i
d-moll eftir Michael Haydn. Enska
kammersveitin leikur; Charles
MacKerras stj. b. „Regina Coeli",
mótetta K. 127 eftir Wolfgang Ama-
deus Mozart. Agnes Giebel syngur
með Háskólakórnum og Sinfóníu-
hljómsveitinni í Vínarborg; Peter
Rönnefeld stj. c. Hörpukonsert nr.
1. í d-moll op. 15 eftir Nicolas-Char-
les Bochsa. Lily Lashine og Lam-
oureux-hljómsveitin leika; Jean-
Baptiste Mari stj.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.25 Út og suður Þáttur Friðriks Páls
Jónssonar.
11.00 Guðsþjónusta I Safnaðar-
heimill aðventista í Keflavík
(Hljóðr. 28. f.m.) Prestur: Þröstur
Steinþórsson. Jóna Guðmundsdótt-
irleikurá pianó. Hádegistónleikar
12.10 Dagskrá. Tónleikar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.45 Nýjustu fréttir af Njálu Umsjón:
Einar Karl Haraldsson.
14.15 „Sæll er sá“. Dagskrá frá tón-
leikum i Akureyrarkirkju 25. mars
sl. tll heiðurs Jakobi Tryggva-
syni. Umsjón: Unnur Ólafsdóttir
(RÚVAK)
15.151 dægurlandi Svavar Gests
kynnir tónlist fyrri ára. I þessum
þætti: Klassísk tónlist i flutningi
dans- og djasshljómsveita.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt-
Ir Umsjónarmenn: örnólfur Thors-
son og Árni Sigurjónsson.
17.00 Frá tónleikum Sinfóniuhljóm-
sveitar Islands i Háskólabíói 3.
þ.m.; síðari hluti Stjórnandi: Jean-
Pierre Jacquillat. Sinfónia nr. 9 í
e-moll op. 95 („Frá Nýja heiminum")
eftir Antonin Dvorák. - Kynnir: Sig-
urður Einarsson.
18.00 Við stýrið Umsjónarmaður: Arn-
aldur Árnason.
18.15 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurtregnir. Dagskrá kvöldsins
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.35 Eftir fróttir. Þáttur um fjölmiðl-
un, tækni og vinnubrögð. Umsjón:
Helgi Pétursson.
19.50 Ur Ijóðum Bólu-Hjálmars
Valdimar Lárusson les.
20.00 Útvarp unga fólksins Stjórn-
andi: Margrét Blöndal (RÚVAK)
21.00 Hljómplöturabb Þorsteins
Hannessonar.
21.40 Útvarpssagan: „Þúsund og
ein nótt“ Steinunn Jóhannesdóttir
les valdar sögur úr safninu i þýðingu
Steingríms Thorseinssonar (6).
22.15 Veðuríregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Kotra Stjórnandi: Signý Páls-
dóttir (RÚVAK) (Þátturinn endurtek-
inn i fyrramálið kl. 10.30).
23.05 Djassþáttur-JónMúliÁrnason
23.50 Fróttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Sunnudagur
6. maí
18.00 Sunnudagshugvekja Séra
Pjetur Þ. Maack flytur.
18.10Tveir litlir froskar 4. þáttur.
Teiknimyndaflokkur frá Tékkó-
slóvakiu. Þýðandi Jóhanna Þráins-
dóttir. Sögumaður Sigrún Edda
Björnsdóttir.
18.15 Afi og bíllinn hans 4. þáttur.
Teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóva-
kíu..
18.20 Nasarnir Myndaflokkur um
kynjaverur, sem kallast nasar, og
ævintýri þeirra. Þýðandi Jóhanna
Jóhannsdóttir. (Nordvision
Sænska sjónvarpið)
18.40 Svona verður gúmmi til Þáttur
úr dönskum myndaflokki sem lýsir
þvi hvernig algengir hlutir eru búnir
til. Þýðandi og þulur Bogi Arnar
Finnbogason. (Nordvision
Danska sjónvarpið)
19.00 Hlé
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Sjónvarp næstu viku. Umsjón-
armaður Guðmundur Ingi Kristjáns-
son.
20.55 Norðurlandahúsið í Þórshöfn
Þáttur frá danska sjónvarpinu, sem
gerður var i Færeyjum i fyrrasumar,
en þá var tekið i notkun
Norðurlandahúsið i Þórshöfn. Þýð-
andi Veturliði Guðnason. (Nordvis-
ion - Danska sjónvarpið)
21.55 Nikulás Nlckleby Sjöundi
þáttur. Leikrit i níu þáttum gert eftir
samnefndri sögu Charles Dickens.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
22.55 Dagskrárlok