NT


NT - 05.05.1984, Side 6

NT - 05.05.1984, Side 6
ÍF ' — Skákþáttur Helga Ólafssonar í NT kemur f rá New Yor k í dag: Ameríkumenn allt annað en auðveldir heim að sækja Frá Hclga Ólafssyni í New York ■ Eftir að hafa teflt í fjórum stór- mótum í beit heima á íslandi er það skemmtileg tilbreyting að stökkva vígreifur í herbúðir vesturheimskra og hyggja þar á stórsigra. Við félagar, undirritaður og Jóhann Hjartarson, vorum alltént fullir bjartsýni þegar við lögðum upp þriðjudaginn 17. apríl, en þrem dögum síðar höfðu vonir okkar beðið hnekki. Ameríku- menn eru nefnilega allt annað en auðveldir heim að sækja. Skal nú greint frá óförum okkar í fyrra mótinu af tveim sem gimsteinamaðurinn Jose Cuchi hefur staðið fyrir, skákunnend- um til mikillar ánægju. „New York Open“ stærsta opna skákmót heims hóf göngu sína í fyrra, .e.a.s. í þeirri mynd sem það er nú. þeirri von að það tækist að laða sterka skákmenn að hóf Cuchi fyrstu verðlaun upp í 10.000 bandaríkjadali og næstu verðlaun með jöfnum stíg- anda niður á við. Þetta tókst að vissu marki í fyrra en í ár mættu til leiks enn sterkari skákmenn. Fyrstan skal þar telja Danann Bent Larsen, sem lítið hefur sést á alþjóðavettvangi undanfarið. Fyrir 10 árum eða svo var Larsen heiðursgestur á opnum banda- rískum mótum og í þá tíð þýddi varla fyrir heimamenn að stilla upp gegn Danskinum en nú eru tímanir breytt- ir. Bent átti erfitt uppdráttar og átti aldrei verulega möguíeika á 1. verð- laununum. Hann hlaut 5 1/2 vinning úr 8 skákum, vann þrjár skákir og gerði 5 jafntefli. Aðra fræga kappa má nefna, Yass- er Seirawan, glæsilegur ungur maður sem í dag telst stærsta stjarnan á skákheiminum bandaríska; Kavalek fyrrum þegn Tékkóslóvakíu sem búið hefur í Bandaríkjunum í meira en 15 ár; Walter Browne sem íslendingar kannast við frá Reykjavíkurskákmót- unum 1978 og 1982. Florin Gheorg- hiu, Rúmeni og tíður gestur í Banda- ríkjunum og tefldi á Reykja- víkurskákmótinu 1972; Miquel Qu- interos, William Lombardy, Arthur Bisquier, Roman Dzindzihasvili, og þannig mætti lengi telja. Fjölmargir sterkir skákmenn mættu til að bítast um silfrið en enginn hreppti hnossið; lítt þekktur Kanadamaður, Kevin Spraggett tefldi af sannfærandi öryggi, lagði hvern kappann á fætur öðrum og stóð að lokum upp sem sigurvegari - einn í efsta sæti. Hann sigraði m.a. Seiraw- an og í síðustu umferð Dzindzihasvili. Næstir á eftir honum komu Seirawan, Bisquier og Federowicz. Þeir hlutu allir 6 1/2 vinning og verðlaunafé sem var allt að 7 þúsund bandaríkjadölum lægra pr. mann en kom í hlut Spraggett. Bisquier er gamall í hett- unni og kom frammistaða hans nokk- uð á óvart. Hann er að vísu stórmeist- ari en hefur aldrei fyllilega staðið undir þeim titli. í þessu móti sigraði hann sterka skákmenn á borð við Sergei Kudrin, fyrrum Sovétmann en þeir tröllríða bandarísku skáklífi um þessar mundir og Floran Gheorghiu þriðja verðlaunahafann. Federow- icz er marghertur í opnu mótunum hér og árangur hans kom engum á óvart. En hvað varð um íslendingana? Svo kynni einhver að spyrja. Árangur okkar, 5 vinningar af 8, er auðvitað sáraómerkilegur, en ef litið er til þess að við urðum af 3. umferð vegna misskilnings má telja hann viðunandi. í sjö tefldum skáícum vann Jóhann fjórar, gerði tvö jafntefli og tapaði. Undirritaður vann þrjár skákir og gerði fjögur jafntefli. Éitt tap á móti af þessari tegund gerir sigurmögu- leika yfirleitt að engu og ekki bætir úr skák þegar áföllin koma á þennan hátt. Taflmennska fjölmargra keppenda hér bar þess greinilega merki að mótið átti að verða vettvangur upp- gripa. Walter Browne og William Lombardy töpuðu báðir í næstsíðustu umferð og misstu við það möguleika á verðlaunum. Þeir voru því ekkert að hafa fyrir því að mæta í síðustu umferð. Bent Larsen var búinn að missa alla möguleika þegar síðasta umferð hófst en hann mætti. Skákin á sér göfugra markmið en peninga- plokk í hans augum. Sterkasta opna skákmót heims Ég held að það sé engin goðgá að ætla að þessi fyrsta vika í New York hafi þrátt fyrir allt notast til undirbún- ings fyrir seinna mótið, „The New York International". Það tekur sinn tíma að venjast skarkala stórborgar- innar, loftslaginu, og þeirri staðreynd að í stórborg eins og New York hverfur einstaklingurinn gersamlega, verður hreinlega eitt stórt núll. Við þóttumst því sæmilega hagvan- ir er við settumst að tafli í dag, (það er 24. apríl þegar þetta er skrifað) íslenska deildin í New York, Jóhann Hjartarson og Helgi Ólafsson. Mynd Nigel Addis ■ Ungverjinn Laios Porfisch situr hér ábúðarmikill yfir skák þeirra Helga Ólafssonar í fyrstu umferð seinna skákmótsins í New York. Mynd Nigel Addis Metþátttaka í íslandsmótinu í tvímenning 96 pör skráð til leiks! ■ Alger metaðsókn hefur verið í íslandsmótinu í tvímenning sem hefst í dag á Hótel Esju. Þegar síðast fréttist leit út fyrir að 96 pör myndu taka þátt en mótið er opið öllum langstærsta bridgemót sem haldið hefur verið hérlendis. Skráningu í mótið átti að ljúka á mánudaginn og kl. 16.00 voru komin 84 pör. Þessi fjöldi var ófyrirséður og því hafði ekki verið útvegað nógu stórt húsnæði fyrir hann. Jón Baldurs- son, framkvæmdastjóri Bridgesam- bandsins ákvað því að á móti fleirum yrði ekki tekið þannig að hann tók símann á skrifstofu Bridgesambands- ins úr sambandi. Það stoðaði lítið því þegar hann kom heim til sín um kvöldið linnti ekki hringingum þangað. Björn Theodórsson forseti Bridge- sambandsins fór þá á stúfana og tókst að útvega húsnæði Hótel og veitinga- skólans á 2. hæð Hótel Esju í viðbót við salinn sem þegar hafði verið leigður. Og enn héldu pörin áfram að streyma að eins og áður sagði. Undanfarin ár hafa í kringum 60 pör tekið þátt í íslandsmótinu í tvímenning, sem er tvískipt, opin undankeppni og lokuð úrslit 24 efstu para undankeppninnar. Þá hefur mótið allt verið spilað í einu, 4 daga í röð en nú hefur því verið skipt á tvær helgar þannig að undankeppnin verð- ur nú um helgina og úrslitin síðan eftir hálfan mánuð. Þetta hefur sjálf- sagt haft sitt að segja um ásóknina nú,. Þegar aðeins 24 pör úr hópi 96 komast áfram í undanúrslitin og að- eins eru spiluð tæplega 90 spil má búast við verulegu „stjörnuhrapi“. Það er allavega öruggt að enginn getur verið öruggur með sæti sitt í úrslitunum fyrr en upp er staðið að lokum. Keppnisstjórar á þessu móti verða Agnar Jörgenson og Guðmundur Kr. Siguðsson. Landsliðsumsóknir Umsóknarfrestur sá sem gefinn var fyrir landsliðsval, á Norðurlandamót- ið í opnum flokki og Evrópumót yngri spilara í sumar er nú liðinn þó sveitirnar hafi ekki verið valdar. Aðeins ein umsókn barst fyrir opna flokkinn á Norðurlandamótinu í Helsingör. Þeir Hörður Blöndal. Jón Baldursson Sigurður Sverrisson, Val- ur Sigurðsson og Sævar Þorbjörnsson sóttu um sem sveit og teljast því sjálfkjörnir. Um kvennaflokkinn sóttu Halla Bergþórsdóttir Kristjana Steingríms- dóttir, Esther Jakobsdóttir og Val- gerður Kristjónsdóttir, Erla Sigur- jónsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir og Grethe Iversen og Sigríður Eyj- ólfsdóttir. í yngri flokki sótti 6 pör um, þau Aðalsteinn Jörgensen og Runólfur Pálsson, Bragi Hauksson og Sigríður Sóley Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal, Sigurður Vilhjálmsson og Sturla Geirsson, Anton R. Gunnars- son og Guðmundur Auðunsson og Ragnar Ragnarsson og Stefán Oddsson. Landsliðsnefnd. Bridge- sambandsins mun velja úr þessum umsóknum. Bridgedeild Breiðfirðinga Eftir 3 umferðir af fjórum í butler- keppni félagsins er staða efstu para þessi: Ingibjörg Halldórsdóttir - Sigvaldi Þorsteinsson Árni Magnússon - 175 Björn Theódórsson Birgir ísleifsson - 159 Guðjón Sigurðsson Magnús Oddsson - 152 Jón G. Jónsson Eggert Benónýsson - 152 Sigurður Ámundason Gísli Stefánsson - 150 Kristján Ólafsson 147 Síðasta umferðin verður síðan spil- uð næsta fimmtudag. Þetta er síðasta Laugardagur 5. maí 1984 6 Aðstæður eru allt aðrar en á fyrra mótinu þegar hátt á annað þúsund manns tefldu í alls kyns ranghölum út um allt Penta hótelið, sem er um leið gististaður vor. Teflt er á þeim virðu- lega staþ „Casa de Espana“, húsi sem er í eigu spænsku ríkisstjórnarinnar, skemmtilega innréttað á spænska vísu. Andstæðingar í fyrstu umferð voru ekki af verri endanum. Jóhann mætti Spraggett, sigurvegara úr fyrra mótinu, og ég ungverska stórmeistar- anum Lajos Portisch. Báðar skákirn- ar voru tefldar af mikilli hörku þó svo jafntefli yrði lokaniðurstaðan. Það er ekki úr vegi að líta á viðureign mína og Ungverjans. Hingað til hef ég ekki, fremur en svo margir aðrir, riðið feitum hesti frá viðureignum mínum við Portisch, en í þetta sinn varð loks breyting. Þrátt fyrir hálf dauðyflislega stöðu í byrjun fóru hjólin heldur að snúast þegar fram í sótti. 1. umferð: Hvítt: Helgi Ólafsson Svart: Laios Portisch Enskur leikur 1. RÍ3 c5 2. c4 Rf6 3. Rc3 Rc6 4. d4 cxd4 5. Rxd4 e6 6. Rd-b5 d5 7. Bf4 e5 8. cxd5 exf4 9. dxe6 bxc6 10. Dxd8t Kxd8 11. Hdlt Bd7 12. Rd6 Bxd6 13. Hxd6 Hb8 (Ég hef farið hratt yfir sögu. Byrjunin hefur þrá- faldlega komið fyrir í skákum. Portisch, m.a. í einvígi hans við Kortsnoj á síðastliðnu ári. Þessi staða kom upp í 7. skák þeirra og nú lék Kortsnoj 14. b3. Portisch bendir á möguleikann 14. Hd2 í ath.semdum sínum við skákina. Hví ekki að fylgja hugmyndum hans?) 14. Hd2 He8 (Ekki veit ég hvort 14. leikur hvíts kom Portisch á óvart. Raunar getur það varla verið. En það er athygl- isvert að hann hugsaði í 20 mínútur um þennan sjálfsagða leik) 15. g3 f3 16. Bh3 fxe2 (Þessi kom eftir 30 mínútna umhugsun. Til greina kom.. 16.. Kc7 17. Bxd7 Rxd7 18. 00 fxe2 19. Rxe2 Re5 20. Hc2! .. og hvítur má vel við una) 17. Bxd7 Rxd7 18. b3!? (E.t.v. er betra að leika 18. Rxe2 og gæti þá þróun mála orðið svipuð og í afbrigðinu hér á undan) 18... Kc7 19. Hxe2 Rf6 20. f3.. (Áfskaplega varfærnislegur leikur. 20. Hxe8 Hxe8t 21. Kd2 Rg4 22. f3 Re5 23. Hfl.. leiðir til stöðu þar sem mögu- leikarnir vega jafnt) 20. .. h5 21. Hxe8 Hxe8t 22. Kd2 Hd8t 23. Ke2 h4 (Skákin hefði getað endað með jafntefli eftir 23. .. He8t 24. Kd2 Hd8t 25. Ke2 He8t o.s.frv. Þó getur hvítur teflt áfram með 25. Kc2 eða 24. Kf2 án þess að hætta miklu. Það er augljóst að Portisch teflir stíft til vinnings og í því liggja vinningsmögu- leikar hvíts) 24. g4 .. (varkárari sálir Guðmundur Sv. Hermannsson keppni félagsins á starfsárinu og Uppskeruhátíð verður síðan haldin föstudagskvöldið 11. maí í Hreyfis- húsinu. Allir félagsmenn eru boðnir velkomnir þangað. Fjórveldakeppnin Tafl og Bridgeklúbburinn sigraði örugglega í Fjórveldakeppninni sem haldin er árlega milli bridgefélaga Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Fljótsdalshéraðs. Að þessu sinni var mótið haldið á Höfn en félögin skiptast á gestgjafa- hlutverkinu. Bridgefélag Fljótdals- héraðs gat ekki sent lið að þessu sinni og því hljóp Bridgefélag Reyðarfjarð- ar & Eskifjarðar undir bagga. Úrslitin voru þau að TBK fékk 308 stig, Bridgefélag Akureyrar 244,

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.