NT - 05.05.1984, Side 30
IM \r Laugardagur 5.maí 1984 30
JL .1 íþróttir
Æffa tæknina...
■ íslenska landsliðið í hand-
knattleik æfír nú á hverjum degi
og mun gera það þar til 22. maí.
Aðaláherslan er lögð á tækniæf-
ingar allskonar. Sá hópur sem
nú æfir er sá kjarni sem leikið
hefur með landsliðinu í vetur,
en leikmennimir sem leika í
Þýskalandi geta ekki tekið þátt í
þessum æfíngum að Sigurði
Sveinssyni undanskildum, en
hann er nú væntanlegur til
landsins innan fárra daga. Þá
getur Páll Ólafsson ekki tekið
þátt í þessum æfingum þar sem
hann æfir nú á fullu með 1.
deildarliði Þróttar í knatt-
spyrnu. Kristján Sigmundsson
úr Víkingi er nú aftur kominn í
landsliðshópinn. Þá hefur Eyj-
ólfí Bragasyni einnig verið bætt
inní liðið. Þrír unglingalands-
liðsmenn munu æfa með liðinu
núna, þeir Gylfi Birgisson Þór
Vestmannaeyjum, Júlíus Jónas-
son Val og Valdemar Grímsson
Val.
í ágúst mun liðið halda til
V-Þýskalands og leika þar við
öll sterkustu liðin í „Bundeslig-
unni“. í október er síðan
Norðurlandameistaramótið í
Finnlandi.
Sigurður Sveinsson
Úrvals notaðir bílar til sölu
BIFREIDADilLD
SAMBANDSINS
HÖFÐABAKKA9 SÍMI 39810
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA KL. 9—18
(OPIÐ í HÁDEGINU) LAUGARDAGA KL. 13—17
Oldsmobile Cutlas L.S. diesel 1981 ekinn 94.000 km. Allur
sem nýr. Tvílitur grænn.
Scout II 4 cyl. m/vökvastýri, árg. 1980 ekinn 64.000 km.
einn eigandi, gulur. Kr. 375.000.-
VW Golf 1980 ekinn 82.000 km rauður, fallegur bíll.
Kr. 180.000.-
Mazda 626 árg. 1980, ekinn 34.000 km einn eiganc
grænn, toppbíll. Kr. 210.000,- U
Opel Caravan 1982, ekinn 18.000 km. Sem nýr, blár,
beinsk. vökvastýri. Kr. 440.000.-
Sigurður Sveinsson
þriðji markahæstur
í V-Þýskalandi
- hefur gert 154 mörk í 25 leikjum
■ „Það eru svona 80-90% lík-
ur á að Göppingen verði dæmt
niður í aðra deild í handknatt-
leiknum vegna skulda félagsins,
sem nema 1.3 miiljónum króna
marka. Ef sú verður raunin, þá
erum við í Lemgo uppi“, sagði
stórbomberinn Sigurður Sveins-
son í viðtali við NT í gær, en
sem kunnugt er leikur hann í
þýsku fyrstudeildinni í hand-
knattleik með liðinu Lemgo.
Verðurðu áfram hjá Lemgo
hvort sem þið verðið í 1. eða
annari deildinni?
„Já. Eg er búinn að skrifa
undir ágætan samning til eins
árs og það gildir einu í hvorri
deildinni liðið er. Ef við föllum
þá þjótum við rakleiðis upp á
ný. Liðið er nokkuð gott, þó
staðan á stigatöflunni sýni
kannski eitthvað annað. Við
höfum verið fádæma óheppnir
og meiðsli hafa svo sannarlega
sett strik í reikninginn. Við
höfum í mestallan vetur þurft
að keyra á sömu 7-8 mönnun-
um“, sagði Sigurður.
Líkar þér vel þarna ytra?
„Já ég er mjög ánægður hér.
Þetta er 25 þúsund manna þorp
og hér er rólegt og gott að
vera“, sagði Sigurður.
Þurfið þið ekki að styrkja lið
ykkar fyrir næsta vetur ef þið
ætlið ykkur stærri hluti en nú í
vetur?
„Jú og við fáum nokkra nýja
leikmenn, samt engar stór-
stjörnur, enda fást þær ekki
nema fyrir mikla peninga“.
Þú hefur náð þér á strik í
vetur og ert með markahæstu
mönnum ekki satt?
„Hvað heldurðu maður? Jú,
mér hefur gengið nokkuð vel í
vetur og hef gert 154 mörk
þegar einn leikur er eftir“.
Hvar ertu þá í röðinni yfir
markahæstu menn?
„Ætli ég sé ekki í þriðja sæti.
Efstur er Miljak frá Gunsburg,
Júgóslavi“, svaraði Sigurður.
Hér heima hefurðu yfirleitt
verið notaður eingöngu í sókn,
og margir hafa velt fyrir sér af
hverju svona stór og stæðilegur
maður eins og þú værir ekki
notaður í vöminni. Leikurðu
vörn þarna úti?
„Já ég geri það, í öllum
leikjum. Það má segja að ís-
lenski landsliðsþjálfarinn hafi
ekki ennþá uppgötvað mig sem
varnarmann“, svaraði Sigurður
að bragði og hló við.
„Kannski gerir hann sér grein
fyrir því að það vanti eitt tröll í
múrinn“.
Það með lauk samtali Sigurð-
ar við NT og hann bað fyrir
kveðjur heim, svona í lokin.
■ Hér liggur Alberto Jangalay í köðlunum eftir rosahögg frá Kid Snowball í hnefaleikakeppni í
Ástrah'u fyrir 13 árum. Jangalay lést klukkustundu síðar af völdum höggsins. Varla von að menn greini
á um hvort leyfa beri hnefaleika.
SugarRay Leonard
aftur í hringinn!
■ Sugar Ray Leonard, fyrmm
heimsmeistari í boxi í
milliþungavigt, hefur ákveðið
að hefja keppni að nýju í hnefa-
leikum eftir tveggja og hálfs árs
hvfld frá þessari umdeildu íþrótt.
Leonard tilkynnti að hann væri
endanlega hættur í hnefaleikum
í nóvember 1982 sex múuðum
eftir meiriháttar skurðaðgerð á
vinstra auga hans.
Nú segja margir að Leonard
sé aðeins að þessu vegna pen-
inganna. „Pað er ekki pening-
anna vegna sem ég hef ákveðið
að taka hanskana af hillunni,“
sagði Leonard sem ætlar að
keppa við Kevin Howard 11.
maí n.k.
„Ég er að mörgu leyti mun
betri núna heldur en þegar ég
keppti síðast. Ég er sterkari og
hef þroskast mikið og ég hef sett
stefnuna á takmörk sern ég hef
ekki enn náð á ferli mínum“,
sagði Leonard. „Þetta verður
stærsta keppni ferils míns,“ sagði
hann einnig og átti auðvitað við
sinn næsta slag, gegn Howard.
„Það erfiðasta í þessu öllu sam-
an er að venjast því að verða
laminn að nýju en ég held að
það sé nú komið í lag.“
Sem fyrr segir er hann nú
ákaft gagnrýndur fyrir að hefja
kepni á nýjan leik og margir líta
á þetta sem tóma peningagræðgi
í Leonard. En ennþá fleiri gagn-
rýna hann fyrir að leggja sjón-
sína í hættu. „Læknarnir segja
að þetta sé allt í lagi og ég trúi
þeim algjörlega og er þyrstur i
að fara að keppa á nýjan leik.
Allir virðast vilja fá að ráða
hvað ég geri, ég á að gera þetta
og ég á að gera hitt, en hvernig
er það er bestu leikurum heims
nokkurn tímann sagt að hætta
að leika ef þeir eiga möguleika
á Óskars-verðlaunum?“
Pjálfari Sugar Rays er ekki í
neinum vafa um að Sugar Ray
eigi eftir að láta mikið að sér
kveða í heimi hnefalekanna.
„Hann er betri en nokkru sinni,
slær miklu fastar og er allur
sterkari. Þið hafið ekki enn séð
Sugar Ray í sínum besta ham“,
sagði þjálfarinn.
Það eru margir vitringar í
hnefaleikum sem segja að að-
gerðin á vinstra auga hans gæti
orðið sálfræðilegur baggi á
Leonard í hringnum á föstudag-
inn kemur. Hann er alls ekki á
sama máli:
„Ég hugsa ekkert um augað,
ekki eftir að einn fremsti sér-
fræðingur heims sagði mér að
það væri eins gott og það gæti
verið. Ég er sannfærður um að
ég er að gera það eina rétta. Ég
ætla ekki að sjá eftir því á
fertugsaldrinum að hafa ekki
gert þetta eða hitt. Ég ætla að
taka þetta allt saman núna“,
sagði kappinn, kokhraustur að
vanda.
Hazard
arftaki
Hoddle
■ Um fátt er nú meira
rætt á White Hart Lane í
London en það hver komi
til með að taka við af
Glenn Hoddle sem
„heila" Tottenham liðsins.
Það þykir jú fullvíst að
Hoddle reyni fyrir sér á
megnlandi Evrópu á næsta
keppnistímabili.
Keith Burkinshaw, nú-
verandi framkvæmda-
stjóri liðsins er ekki í
neinum vafa hver að muni
verða. „Það þarf ekki að
ieita langt og það kostar
ekki mikinn pening",
sagði Burkinshaw nýverið
í viðtali við breskt blað.
Burkinshaw á við Mike
Hazard, leikmann Totten-
ham. „Þrátt fyrir allar
stjörnurnar sem eru í liði
Tottenham þá er Hazard
langbesti alhliða leikmað-
urinn, ég er ekki í neinum
vafa um það. Hann er
jafnvígur á báða fætur, og
getur leikið hvar sem er á
vellinum. Hann helsti
veikleiki hingað til hefur
verið sá að honum hættir
frekar til að reyna að
skreyta leikinn en stjórna
honum eins og foringi. En
ég held að honum sé nú að
verða þetta ljóst“, sagði
Burkinshaw. „Þess verður
ekki langt að bíða að hann
leikur fyrir hönd enska
landsliðsins", sagði svo
þessi þekkilegi fram-
kvæmdastjóri að lokum.
Þá vitum við það. Þegar
Hoddle yfirgefur Tottar-
hann Gott spur, þá verður
það á herðar Hazard lagt
að stjórna þessu fornfræga
liöi.
Piquet með
bestan tíma
■ Nelson Piquet, Brasi-
líumaðurinn fljúgandi,
sýndi frábæra takta á
Brabham bfl sínum í æf-
ingahring á Impla braut-
inni á Italíu í gær. Piquet,
sem hefur ekki enn fengið
stig í Grand Prix keppn-
inni, setti brautarmet sem
hljóðar upp á 1:35:493
mín. Sjálf keppnin fer
fram á sunnudaginn. Al-
ain Prost frá Frekklandi
var ekki með mikið verri
tíma, keyrði þetta, eða ók
öllu heldur á 1:36:613.
Prost hefur forystu í
Grand Prix keppninni og
hefur hlotið 15 stig.
Lárus áfram
í Belgíu?
■ „Ef Waterschei nær
samkomulagi við belgíska
liðið þá reikna ég með að
ganga frá því á mánudag"
sagði Lárus Guðmunds-
son í samtali við NT í
gærkvöld.
Tvö lið keppast nú um
að ná Lárusi í sínar her-
búðir, annars vegar belg-
ískt 1. deildarfélág og hins
vegar „Bundesíiguliðið“
v-þýska, Bayer Uerding-
en.
„Ég er búinn að semja
við bæði liðin, Waterschei
á aðeins eftir að semja við
þau og á meðan þeir samn-
ingar liggja ekki fyrir þá
get ég ekkert gert.“
„Ef belgíska liðið nær
ekki samkomulagi við
Waterschei, þá verður að
öllum líkindum samið við
Uerdingen á þriðjudag"
sagði Lárus Guðmunds-
son að lokum.