NT

Date
  • previous monthMay 1984next month
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Issue
Main publication:

NT - 05.05.1984, Page 31

NT - 05.05.1984, Page 31
Laugardagur 5.maí 1984 31 lii’ Kolbeinn og Bjarni eru báðir úr leik ■ Bjami Friðriksson og Kolbeinn Gíslason, júdó- kappar voru óheppnir með andstæðinga í fyrstu umferðinni á Evrópumót- inu í júdó sem nú fer fram í Liege í Belgíu. Kolbeinn keppti í +95 kg flokki og lenti á móti Raska, en sá lenti í öðru sæti í þessum flokki á síðasta heimsmeistara- móti. Var búist við auð- veldum sigri Raska en Kolbeinn stóð sig sem hetja og var yfir í viður- eigninni nær allan tímann, nema í lokin en þá náði Raska að halda Kolbeini í gólfinu og vann naumlega. Var þetta skemmtileg viðureign. Bjarni Friðriksson lenti á móti Mick Kokotaylo frá Bretlandi og tapaði eftir mikla baráttu. Þeir Bjarni og Kokotaylo urðu jafnir í þriðja sæti á opna breska meistaramótinu. Bretinn lenti skömmu síð- ar á móti sigurvegaranum þarna í Belgíu og endaði í 10,-ll.sæti. Á sunnudag keppir Bjarni í opna flokknum og eru töluverðar vonir bundnar við kappann þar. Stórleikur Ásgeirs gegn Offenbach! -gerði tvö mörk í 5-1 sigri liðsins í gærkvöldi ■ „Það er ekki nokkur vafi á því að besti miðvallarleikmaðurinn í V-Þýskalandi í dag er íslendingurinn Ásgeir Sigurvins- son“, sagði þýski sjónvarpsþulurinn í þýsku sjónvarpsstöðinni ZDF er sýnt var úr leik Stuttgarts og Kicker Offenbach í gær- kvöldi. Ásgeir var potturinn og pannan í öllum leik Stuttgart liðsins og átti rétt einu sinni enn stórleik. Gerði tvö mörk í 5-1 sigri liðs síns. „Það eru engin takmörk fyrir því hvað þessi leikmaður getur“, sagði þulurinn ennfremur. „Jafnvel þó Offenbach hafi sett leikmann til höfuðs Ásgeiri í leiknum“. Þulurinn sagði einnig að þó að Offenbach liðið væri ekki mjög sterkt þá væri það ekki á nokkurs manns færi að stoppa Ásgeir Sigurvinsson þegar hann væri í þessum ham sem hann er í um þessar mundir. Já slík var hrifning þýska fréttaþularins eftir leik Stuttgart og Offenbach í gær- kveldi. Stuttgart liðið kom mjög ákveðið til leiks því að miklu máli skiptir hvernig markatala efstu liðanna er og hún gæti reyndar ráðið úrslitum. Sigurinn festi Stuttgart liðið mjög á toppi deildarinnar því í dag á Bayern Munchen erfiðan leik gegn Hamburger Portverein á útivelli. Offenbach liðið lagðist í vörn þegar+' upphafi og ætlaði greinilega að leika upp á jafntefli. Þrátt fyrir látlausa sókn í upphafi leiksins þá var það ekki fyrr en á 28. mínútu sem leikmenn Stuttgart gerðu fyrsta mark leiks- ins. Makan lék einn í gegnum vörn og skoraði af öryggi. Á 32. mínútu kom annað mark Stuttgart. Bakvörðurinn Scháefer gaf lag- lega fyrir þar sem Buchwald, stóð óvaldað- ur og skallað glæsilega í vinstra markhorn- ið, efst. Þriðja mark Stuttgart kom aðeins fjórum mínútum síðar. Reichert var þar að verki með glæsilegum skalla. Staðan í hálfleik var því 3-0 og það leit út fyrir stórsigur Stuttgart liðsins. í upphafi síðari hálfleiks fékk Stuttgart vítaspyrnu og hana tók auðvitað okkar maður, Ásgeir Sigurvinsson og skoraði örugglega, 4-0. Skömmu síðar tókst Offenbach liðinu að klóra aðeins í bakkann í einni af sínum öífáu sóknarlotum. Staðan var þá 4-1. Fimmta mark Stuttgart kom svo á 82. mínútu og þar var Ásgeir Sigurvinsson að verki, skoraði af stuttu færi eftir góðan samleik með Buchwald varnarmanni. Stórsigur Stuttgart því staðreynd 5-1. Þýski sjónvarpsþulurinn hóf enn þuluna um hve mjög Bayern Munchen hlyti að sjá eftir þessum frábæra stjórnanda, Sigurvins- syni. Þula sem hefur nú heyrst í tvö ár samfleytt. Gengi Ásgeir við markaskorun undan- farið hefur verið með eindæmum. í síðustu 6 leikjum hefur kappinn gert mjög mörk. I síðustu tveimur leikjum hefur hann gert fjögur mörk. Þjálfari Stuttgart, Helmut Benthaus, lét hafa það eftir sér um daginn að það eina sem Ásgeir vantaði væri að skora FLEIRl mörk. Það má segja að Ásgeir hafi tekið Benthaus á orðinu því nú telst það til tíðinda ef hann þrumar knettinum ekki í net andstæðinganna. ÁBURÐARDREIFARAR Nú líöur að vorverkum Við mælum með NIEMEYER dreifara NIEMEYER er sterkur og endingargóður og góð reynsla er auðvitað besta auglýsingin Veldu þér vandaðar vélar Verð kr. 23.934.- Góðir greiðsluskilmálar Sími 22123. Pósthólf 1444. Borgartúni 26 Hvenaei Svaliífe sinn? ^PPelsinusafaTblf^ af hreinum Svala, sem sÁiht ma9ni af ™ars 1984? h'seldi á 'slandi í FYRIRTVO! auk þess eru 25 aukavinningar, hver þeirra kassi af Svala 1 /4 Itr. fernum Ertu ekki til í Svalandi Sumarferð til Flórída í tvær vikur? Vertu með í Svala sumargetrauninni, það veitir þér möguleika á að dveljast á Flórída í tvær vikur með ...? þú ræður. Nafn: Simi Heimilt: Sendið svörin til: Sol hf. „Svala sumargetraun" Þverholti 19 105 Reykjavík. Svörin þurfa að berast okkur fyrir kl. 5 e.h. þriðjudaginn 8. maí n.k. .. . 'fe'v ' l+FRNUNNJERti . MG AP 'áW OimiNi

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue: 105. tölublað (05.05.1984)
https://timarit.is/issue/257251

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

105. tölublað (05.05.1984)

Actions: