NT - 11.05.1984, Blaðsíða 1

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 1
Kvótasölur bannaðar - Óheimilt að færa humarkvóta milli skipa ■ Færslur humarkvóta milli báta verða ekki leyfðar nema í sérstökum undantekningartil- vikum, og þá þarf samþykki sjávarútvegsráðuneytisins að koma til. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem ráðuneyt- ið sendi frá sér í gær. NT sneri sér til Halldórs Ás- grímssonar sjávarútvegsráð- herra og spurði um ástæðuna fyrir þessu banni. Halldór kvað meginástæðuna vera þá að úthlutað hefði verið öllu meira magni en reiknað væri með að veiða. Auk þess hefði ekki verið talin ástæða til að úthluta kvótum sem einungis yrðu notaðir til yfirfærslu á önnur skip. Það gæti hins vegar komið fyrir, sagði Halldór að skip biluðu og gætu ekki stundað veiðarnar og færa þyrfti kvóta á milli skipa af þvílíkum or- sökum. Slík tilvik yrðu að sjálf- sögðu tekin til meðferðar. „Við vitum um skip sem vilja ekki stunda humarveiði, vegna þess að það er um mjög lítinn kvóta að ræða,“ sagði Halldór, „en vilja hins vegar gjarna fá annan afla og við teljum það miklu heppilegra, að við leysum þeirra mál beint, í stað þess að þeir þurfi að vera að leita fyrir sér um slík mál um land allt.“ Ráðuneytið úthlutaði nú samtals 2.600 tonnum til 102 báta en 109 höfðu sótt um leyfi til humarveiða. Þess má geta að 2.700 lestir veiddust í fyrra, en Hafrannsóknastofnun hafði mælt með að veiddar yrðu 2.400 lestir í ár. Reagan ver stefnu sína í Mið-Ameríku ■ Alþjóðadómstóllinn í Haag hvatti Bandaríkjastjórn í gær til að hætta hernaðarstuðningi við uppreisnarmenn sem berjast gegn Nicaragua-stjórn. Reagan kvikar samt ekki frá stefnu sinni í málefnum Nicaragua. I gær flutti hann ræðu þar sem hann varði stefnu sína og hvatti menn til að berjast gegn kommúnisma í Mið-Ameríku. Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti svo síðar um daginn 1,3 milljarða dollara stuðning við stjórnir Mið-Ameríku þrátt fyrir niðurstöðu Alþjóðadómstólsins og nýjar upplýsingar um greiðslur CIA til flokka í Mið-Ameriku. Símamynd POLFOTO [ Sjá erlendar fréttir bls. 23-25. | Baráttan fyrir frjálsum innflutningi á kartöflum: Undirskriftar- söfnun hefst í búðum í dag ■ í dag verður ýtt af stokk- unum tveggja daga undir- skriftarsöfnun á vegum Neyt- endasamtakanna í höfuð- borginni þar sem skorað er á stjórnvöld að gefa frjálsan innflutning á kartölfum og grænmeti á þeim tíma sem innlend gæðaframleiðsla ann- ar ekki eftispurn. Undir-' skriftarlistar munu liggja frammi í flestum matvöru- verslunum í dag og á morgun, en síðdegis á laugardag verð- ur listunum safnað saman og þeir afhentir ráðherra. Undirskriftarsöfnunin fer fram á vegum Neytendasam- takanna, en auk þess nýtur hún stuðnigs Húsmæðra- félags Reykjavíkur, kaup- mannasamtaka íslands, Mat- vörukaupmanna. Manneldis- félags íslands ög Verslunar- ráð íslands. ■ Húsfyllir var í Há- skólabíói í gærkvöldi, þegar Pólýfónkórinn, Sinfóníuhljómsveit íslands, og fjórir ítalsk- ir einsöngvarar Daniela Mezzola, Claudia Clarich, Paolo Barba- cini og Carlo de Bortoli undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar fluttu þrjár perlur tónbók- menntanna, Ave Ver- um eftir Mozart, Te deum eftir Verdi og Stabat Mater eftir Rossini. Flytjendur voru ákaft hylltir í lok tónleikanna sem verða endurteknir kl. 14.00 á morgun. NT-mynd Ámi Sæberg. Þröngt setinn bekkurinn í Háskólanum: Kennt á sunnudög um næsta vetur? ■ Svo getur farið, að nem- endur í raungreinum við Há- skóla íslands þurfi að axla skólatöskur sínar á sunnu- dögum á vetri komanda. Verkfræði- og raunvísinda- deild Háskólans býrvið þröng- an húsakost og þar er nú kennt alla daga frá kl. 08 til 19. Einhver kennsla hefur einnig farið fram á laugardögum. Það sem veldur er mikil aukning nemenda undanfarin ár, eink- um í tölvunarfræði. Kennslu- rými hefur aftur á móti ekki aukist. Að sögn Þorsteins Vil- hjálmssonar háskólakennara í eðlisfræði verður reynt að komast hjá því að kenna á sunnudögum næsta vetur, en það gæti farið eftir því hvort hið nýja hugvísindahús verður komið í notkun. En það er ekki bara húsnæð- isskortur, sem hrjáir þá raun- greinamenn, heldur einnig kennaraskortur, og sagði Þor- steinn, að nú vantaði um tíu stöðugildi. Fastir kennarar sinna aðeins 30% af kennslu í deildinni, en ef vel ætti að vera þyrfti það að vera 60-70%. Þorsteinn' var spurður hvort hann sæi fram á þessa fjölgun kennara. „Nei, ekki í bili. En við erum aldir upp við þolin- mæði,“ sagði Þorsteinn Vil- hjálmsson. Sjónvarps- og símatruf lanirnar: Rannsóknarlögreglan kvödd til? ■ Símamenn vísa með öllu á bug þeim orðrómi að þeir hafi truflað útsend- ingu sjónvarpsfrétta í fyrrakvöld, en hljóð datt út fyrstu 35 sekúndur út- sendingarinnar. Tækni- menn sjónvarpsins kunna enga skýringu á orsökum þess. Miklar truflanir voru einnig á símakerfi Reykja- víkur í gær. „Verði frekari truflanir verður rannsóknarlögregl- an kvödd til“, segir Jón Skúlason póst- og síma- málastjóri í samtali við NT í dag. Sjá bls. 2

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.