NT - 11.05.1984, Blaðsíða 11

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 11
Foreldrarnir ganga í hjónaband. barnið fæðist. .og fer á stofnun Leikfélag Sólheima í Grímsnesi: Fer í fjógurra landa leikför í júnímánuði - látbragðsleikurinn „Lífmyndir11 sýndur á Seltjarnarnesi á laugardag ■ „Verkið fjallar um líf og kjör vangefinna einstaklinga og aðstandenda þeirra. Við kynnumst fyrst ungum manni og ungri konu sem fella hugi saman og ganga í hjónaband. Þau geta af sér barn, sem ekki reynist eðlilegt, og á svip- stundu breytist eftirvænting og tilhlökkun í kvíða og efa,“ sagði Ólafur Mogensen, að- stoðarforstöðumaður vist- heimilisins að Sólheimum í Grímsnesi, þegar hann var spurður um innihald látbragðs- leiksins „Lífmyndir“, sem Leikfélag Sólheima sýnir í Fé- lagsheimili Seltjarnarness á laugardaginn klukkan 15.00 og aftur klukkan 17.00. Verkið er samið af starfsfólki heimilisins. Á Sólheimum í Grímsnesi dveljast nú um 40 vangefnir einstaklingar. Leiklist hefur löngum verið snar þáttur í starfi heimilisins. Flutningur þýskra helgileikja var þar ár- viss viðburður áður fyrr. í fyrra voru sett upp tvö frum- samin leikverk og annað þeirra sýnt í Reykjavík. „Leiklist er á margan hátt öflugt tæki í meðferð þroska- heftra einstaklinga. Þau eru alls þrettán sem taka þátt í þessari sýningu og þeirra bíða nú heilmikil ferðalög,“ sagði Ólafur Mogensen. Hann sagði að síðar í þessum mánuði yrði leigð rúta og haldið norður um land til Akureyrar og Egils- staða með sýninguna. Síðan yrði farið yfir til Seyðisfjarðar og um borð í ferjuna „Norr- öna“, sem flytti svo leikhópinn til Noregs þar sem ráðgert væri að sýna verkið. Svo yrði haldið til Svíþjóðar og Danmerkur og á bakaleiðinni yrði komið við í Færeyjum. í löndunum öllum yrði verkið sýnt. Ólafur sagði, að verkið höfðaði sérstaklega til að- standenda þroskaheftra og þeirra sem starfa með þroska- heftum eða láta sér annt um kjör þeirra og aðbúnað. Leikstjóri er Magnús J. Magnússon, en Mist Þorkels- dóttir samdi tónlistina. Efni í „Helgina framund* an“, þarf að berast seinast á miðviku- dögum Fjölbreytt menningardagskrá á vordögum Bolvíkinga ■ Árið 1984 er ár stórafmæla á Bolungarvík. 80 ár eru liðin frá því að Boiungarvík fékk verslunarréttindi, 10 ár frá því hún fékk kaupstaðarréttindi og að auki á Tónskóli staðarins 20 ára afmæli í ár. Til að minnast alls þessa efna Bolvíkingar til svokallaðra vordaga 13.-20. maí og verður þar ýmislegt menningarefni á dagskrá á hverjum degi. Vordagarnir hefjast með hátíðarmessu í Hólskirkju kl. 14.00 á sunnudag og síðan rekur hvert atriðið annað. Meðal þeirra sem koma fram má nefna Halldór Haraldsson píanóleikara, sr. Gunnar Björnsson sellóleikara, Ágústu Ágústsdóttur söng- konu, 60-70 nemendur tón- menntaskólans sem halda vor- tónleika og einnig koma fram eldri nemendur skólans. Leik- félag Bolungarvíkur sýnir barnaleikritið Tinnukarlinn, kisa og seppi undir leikstjórn Svanhildar Jóhannesdóttur og listmálarinn Baltasar heldur málverkasýningu. „Ég verð með eitthvað um 50 myndir," sagði Baltasar, þegar við slógum á þráðinn til hans í tilefni sýningarinnar. ■ Halldór Haraldsson píanóleikari Baltasar á vinnustofunni. ■ Sr. Gunnar sellóleikarí. Björnsson Helmingurinn er af sýningunni sem ég hélt hér í Reykjavík á dögunum og síðan eru smærri myndir sem ég hef aldrei sýnt áður. Þetta er 11. einkasýning- in mín og reyndar sú 12. ef talin er með opinber sýning sem ég hélt í Borg í Grímsnesi, þar sem ég sýndi aðeins teikn- ingar, sem ég hafði gert af bændum í sveitinni. Flestar myndirnar eru mál- aðar í olíu en það fljóta líka með vatnslitamyndir og mynd- ir unnar með blandaðri tækni. Og viðfangsefnin? „Þau eru svipuð og á síðustu sýningu, maðurinn og um- hverfið, hestar og það sem ég elska og það sem ég hata,“ segir Baltasar myndlistarmað- ur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.