NT - 11.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 5
Segja að Reykjavíkurborg hafi ekki hlustað á þá þegar þeir buðust til að hreinsa til eftir sig sjálfir unnar geta vel hafa verið, og eru vonandi, misskilningur einn“ sagði Metúsalem Þóris- son, einn Samhygðarmanna. „f>að var hinsvegar einsdæmi að borgarráð ákvað án við- vörunnar, að senda Samhygð 17.000 króna reikning fyrir kostnaði við að taka vegg- spjöldin niður, því Samhygð- armenn höfðu sjálfir boðist til þess að taka þetta niður. Ákvörðun borgarráðs er því tekin af flokkum kerfisins og beinist gegn Samhygð, frjálsri tjáningu og málstað launþega þann 1. maí.“ Veggspjöldin hengd upp í leyfisleysi Haft var samband við Bjarka Élíasson, yfirlögreglu- þjón vegna ummæla Samhygð- armanna um aðgerðir'lögregl- unnar. Sagði hann að vegg- spjöldin hefðu verið hengd upp í leyfisleysi, og að kvartanir hefðu borist frá ýmsum borg- urum sem ekki vildu hafa þetta á sínum byggingum. „Það var talað við þetta fólk og það beðið um að hætta þessu og sumt af þessu var tekið niður. En fólkið var ekk- ert sátt við það. Síðan kom það hér á stöðina til viðræðna við varðstjórann, það var nú ekki hægt að segja að það hafi verið handtekið." Bjarki kvað lögregluna ekki varða um hverjir það væru sem hengdu upp veggspjöldin, aðgerðir lögreglunnar hefðu verið vegna þess sóðaskapar sem þessu fylgdi. Bjarki gat þess jafnframt að þetta væri ekki einsdæmi, að lögreglan skipti sér af aðgerðum sem þessum. Hvað varðar ásakanir Samygð- armanna um°að veggspjöld hefðu verið tekin ófrjálsri hendi, sagði Bjarki að þetta nefndist „að leggja hald á sönnunargögn“ og væri lögmæt aðgerð. Kostnaðurinn áætlaður of lágur Loks var haft samband við gatnamálastjóra vegna þessa máls og sagði hann að Samygð- arfólkið hefði ekki sýnt neina tilburði í þá átt að hreinsa veggspjöldin eftir sig. Taldi hann jafnframt að sá kostnað- ur er borgarráð áætlaði væri of lágur, tuttugu þúsund væru nær lagi. Gatnamálastjóri taldi jafnframt að þetta væri í fyrsta skipti sem borgin krefðist greiðslna fyrir slíka hreinsun, enda um umfangsmiklar að- gerðir að ræða af hálfu Sam- hygðar. ÁTVR-ránið: Vitnaleiðsl- um nú lokið ■ Nú er lokið vitnaleiðslum í Sakadómi Reykjavíkur vegna ránsins á starfsmönnum ÁTVR við útibú Landsbankans við Laugaveg. Vitnaleiðslurnar hafa staðið yfir frá því í síðustu viku. Máltlutningur mun þó ekki hefjast strax, þar sem enn eru atriði sem dómarar telja að þurfi nánari athugunar við, og eins er einn lögmaður, varnar- aðila að fara erlendis. ■ Snemma beygist krókurinn... Neskaupstaður: 35 hestar í firmakeppni ■ Alls kepptu 35 hestar fyrir jafn mörg fyrirtæki í firma- keppni Hestamannafélagsins Blæs, sem haldin var á íþrótta- vellinum á Neskaupstað s.l. sunnudag. Fyrstu verðlaun hlaut Múli, 8 vetra sem keppti fyrr Sjávarrétti Kömmu. Eigandi Múla er Sig- urður Sveinbjörnsson en knapi var Einar Ásmundsson. í 2. sæti varð Ófeigur, 13 vetra sem keppti fyrir Hilmar Símonarson málarameistara. Eigandi og knapi Ófeigs var Magnús Guð- jónsson. í 3. sæti varð Lýsingur 6 vetra sem keppti fyrir Lands- banka íslands. Eigandi og knapi var Sigurður Sveinbjörnsson. ■ Sigurvegararnir Múli, Ófeigur og Lýsingur ásamt knöpunum Einari Ásmundssyni, Magnúsi Guðjónssyni og Sigurði Sveinbjörn- ssyni. NT-myndir Svanhildur. IMÆSTUM ALLTAF OPIÐ SUMARDEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR, BÆÐI SÓLUÐ OG NÝ Opið frá ki. 8—21 — opið í hádeginu — um helgar — laugardaga kl. 9—19 — sunnudaga kl. 10—12 og 1— 19. REYNIÐ VIÐSKIPTIN VISA HJÓLBARÐA- VERKSTÆÐI SIGURJÓNS HÁTÚNI2A-SÍM115508

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.