NT - 11.05.1984, Blaðsíða 27

NT - 11.05.1984, Blaðsíða 27
Föstudagur 11. maí 1984 27 *»X*f iw ? 1 * * * 5 Q 8 hafa veriðvaldir á OL í Los Angeles - búast má við að 4 keppendur verði valdir til viðbótar Þessir styrkir nema alls 300 þúsund krónum, en áður á þessu ári hafa styrkir að upphæð tveimur milljónum verið út- hlutað á vegum Ólympíunefnd- ■ Á biaðamannafur.di sem Ólympíunefnd íslands hélt í gær, voru tilkynnt nöfn átta keppenda sem þegar hafa verið valdir til þátttöku á Ólympíu- leikunum í Los Angeles. Búast má við að fjórir keppendur til viðbótar verði valdir síðar. t>eir átta keppendur sem þeg- ar hafa verið valdir eru: Einar Vilhjálmsson spjótkastari, Oddur Sigurðsson spretthlaup- ari, Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari, Þórdís Gísla- dóttir hástökkvari, Bjarni Frið- riksson júdómaður, Kolbeinn Gíslason júdómaður, Tryggvi Helgason sundmaður og Guð- rún Fema Ágústsdóttir sund- kona. Þessir keppendur hafa verið valdir í samráði við fulltrúa sérsambandanna. Innan þriggja vikna munu, sennilega, fjórir keppendur til viðbótar verða valdir til þátt- töku í leikunum. Líklegustu keppnismenn til viðbótar eru: Óskar Jakobsson kúluvarpari, Þráinn Hafsteinsson tugu- þrautarmaður, Sigurður Einars- son spjótkastari, Kristján Harð- arson langstökkvari og Haraldur Olafsson lyftingamaður. Fleiri íþróttamenn munu einnig koma til greina, en framantaldir eru þeir líklegustu. Þeir átta keppendur sem þeg- ar hafa verið valdir til þátttöku á leikunum hafa verið styrktir sérstaklega af Afreksmanna- sjóði íþróttasambands Islands, samkvæmt sérstakri heimild í reglum sjóðsins. Hver hinna átta keppenda fær 30 þúsund króna styrk úr sjóðnum. Á fundinum í gær var einnig tilkynnt um úthlutun viðbótar- styrkja á vegum framkvæmda- nefndar Ólympíunefndar íslands. ■ Þessir viðbótarstyrkir komu í hlut eftirtalinna aðila: Oddur Sigurðsson . 10 þús. Vésfeinn Hafsteins. . 10 þús Þráinn Hafsteins. . 10 þús. Þórdís Gísladóttir . 10 þús. Kristján Harðarson . 30 þús. Sigurður Einarsson . 20 þús. Sigurður T Sigurðs. . 10 þús. Kolbeinn Gíslason . 20 þús. Tryggvi Helgason . 20 þús. Guðrún F Ágústssd. . 20 þús Sundsamband lsl. . 20 þús. Haraldur Ólafsson . 20 þús. Skíðasamband Isl. . 100 þús. ar. Upphaflega var reiknað með urn 12-15 þúsund keppend- um á leikana, en af fréttum síðustu daga má búast við að sá fjöldi eigi eftir að minnka nokkuð. Gert er ráð fyrir því að ís- lensku keppendurnir búi í sam- býli við Svía, Breta, Kínverja og Sovétmenn. Það ætti því ekki að verða þrengslunum fyrir að fara hjá íslensku keppendun- um, ef Sovétmenn halda fastvið ákvörðun sína að mæta ekki til leiks á Ólympíuleikana. Aðalfararstjóri með íslenska liðinu verður Sveinn Björnsson forseti ÍSÍ, en alls ntunu 7 farastjórar verða með í íslenska liðsinu í Los Angeles. SugarRay Leonard aftur í hringinn ■ í dag keppa þeir Sugar Ray Leonard og Kevin Howard í milliþungavigt í hnefaleikum. fyrir tveimur árum og tveimur dögum þurfti Leonard að láta framkvæma skurðaðgerð á hægra auga sínu og hefur ekki keppt í 27 mánuði. Talað er um að endurkoma Leonards í hring- inn þá merkilegustu síðan Mu- hammad Ali átti sitt „come- back“. Keppnin verður 10 lotur. Menn hafa mikið rætt um það að veikleiki Leonards verði fólginn í umræddri skurðað- gerð. Að hann verði hræddur vegna þessa. „Ég hræðist ekkert og er í betra formi en nokkur sinni", segir Leonard. Andstæðingur hans, Kevin Howard er talinn eiga litla möguleika, er orðinn gamall og þreyttur að margra áliti. How- ard segir: „Sugar Ray hefur kallað mig stein og það líkar mérekki. Hann ætti aðmuna að það er erfitt að berja stein". Howard þessi hefur unnið 19 en tapað 4 atvinnumannaleikjum sínum. Leonard hefur 33svar sinnum keppt senr atvinnumaður og aðeins tapað einu sinni. Báðir eru þeir sammála um að þetta sé stærsta keppni lífs þeirra... Brooking kveður á mánudagskvöld fQTá? Þórdís Gísladóttir fer á OL í Los Angeles. 13 hafa verið valdir á OL fyrir fatlaða I Olympíunefnd íþrótta- ambands Fatlaðra hefur nú 'alið þá keppendur sem keppa nunu á Olympíuleikum fatlaðra Bandaríkjunum í sumar. ’eir cru: Reynir Kristófersson Jaldur Guðnason og Haukur junnarsson í frjálsum íþrótt- tm. t sundi keppa Oddný Ótt- irsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, ónas Óskarsson, Snæbjörn 5órðarson og Eysteinn Guð- nundsson. í borðtennis keppa Tafdís Ásgeirsdóttir og Hafdís junnarsdóttir. Einnig Sævar 3uðjónsson, Elsa Stefánsdóttir 3g Guðný Guðnadóttir. Allir slensku keppendurnir hafa náð jeim lágmörkum sem alþjóða DL nefndin setur fyrir þátttöku á leikunum. Auk þeirra sem hér eru að framan taldir eru nokkrir sem eru rétt við lágmörkin og hafa þeir fresti til 1. júní að ná þeim. Bryndís vann tvöfalt ■ Fimmtudagsmót í frjálsum íþróttum fór fram í gærkvöld á vegum ÍR. Bryndís Hólm sigr- aði í tveimur greinum á mótinu. Hún hljóp 100 m á 12,7 og stökk 5,61 m í langstökki. Jóhann Jóhannsson sigraði í 100 og 200 m hlaupi karla. ■ Trcvor Brooking, hinn frá- bæri miðvallarspilari Wesf Ham, nú 35 ára að aldri, hefur ákveðið að kveðjuleikur sinn fyrir West Ham verði á mánu- dagskvöldið, þegar lið hans mætir Everton á Upton Park. Hann hefur verið hjá West Ham síðan hann var 16 ára eða í 19 ár, hvorki meira né minna. Það verður vissulega sjónarsviptir að þessum greinda leikmanni, sem hefur oft yljað áhrofendum um hjartarætur með úthugsuð- um frábærum sendingum sínum og skemmtilegum einleik. „Hugsunin um að vera með eitt ár enn, út af UEFA keppn- inni, og leika í Evrópu er freist- andi en ég held að nú sé kominn tími til að hætta“, segir Trevor Brooking sjálfur. Trevor Brooking hefur leikið 47 landsleiki fyrir Englandi og þeir gætu verið enn fleiri ef hann hefði ekki meiðs á kepp- nisferli sínum. Hann er sá leik- maður sem allir enskir atvinriu- knattspyrnumenn dá og virða og vilja sjálfsagt flestir líkjast honum sem mest. Hann hefur aldrei átt í útistöðum við dóm- ara og þó hefur hann oft verið grátt leikinn af leikmönnum mótherjaliðsins. Brooking er hógvær og segir bara: „þegar einhver sparkar í mig, þá er ég ekkert að æsa mig, það þýðir hvort eð er ekki neitt. Ég elska knattspyrnu og hef reyt að njóta hennar á allan hátt". Það er ekki spurning um það að Brooking gæti alveg verið í atvinnumannaknattspyrnunni í Englandi, allavega í eitt til tvö ár í viðbót og verið enska lands- liðinu mikill stuðningur. Hann hefur aldrei verið fljót- asti leikmaður 1. deildar Englands, heldur hefur hann notfært sér gáfur sínar á knatt- spyrnuvellinum til hins ýtrasta. Hröð hugsun hefur verið hans helsti kostur sem leikmanns. Mestu vonbrigðin á ferlinum var auðvitað sú staðreynd að geta ekki keppt alla leikina með Englandi í úrslitakeppni HM á Spáni 1982. „Þá var ég í fínu formi og hlakkaði ofsalega til. Ég var viss um að þetta yrði skemmtileg keppni fyrir mig“, sagði Brooking. Fyrir 13 árum stofnaði Broo- king fyrirtæki og jafnframt því að sinna atvinnuknattspyrnunni þá hefur hann unnið að upp- gangi þessa fyrirtækis." Að standa í viðskiptum hjálpaði mér heilmikið í knattspyrnunni. I gegnum viðskiptin komst ég í annan heim en knattspyrnu- heiminn. Ég lærði að teysta á sjálfan mig og það kom mér til góða á leikvellinum“, sagði kappinn um þetta mál. En hyggst Brooking halda áfram að vera viðloðandi knatt- spyrnuna og gerast fram- kvæmdastjóri eins og svo margir kollegar hans úr knattspyrnunni hafa gert? „Ég hef ekki áætlanir um það. Eg einbeiti mér þess í stað að fyrirtæki mínu“, svraði hann þessu. Árið 1981 fékk hann MBE- orðuna bresku og er það mesti heiður sem knattspyrnumanni getur hlotnast í Bretlandi. Látum þessu spjalli um Broo- king lokið í bili en NT óskar honum alls hins besta í framtíð- mni. Trevor Brooking. Jón Páll byrjaður aðlyfta ■ íslandsmeistarinn í vaxtarrækt, Jón Páll Sig- marsson mun verða meðal keppenda í landskeppni íslendinga og Skota í kraftlyftingum, sem fram fer 8. júlí í sumar. Landsliðshópurinn sem keppa mun t' landskeppn- inni hefur verið valinn, en eftirtaldir kraftlyftinga- menn skipa liðiö. Kári Elísson ÍBA 67.5 kg flokkur, Halldór Ey- þórsson KR 75 kgflokkur, Freyr Aðalsteinsson ÍBA 82,5 kg flokkur, Gunnar Steingrímsson ÍBV 90 kg flokkur, Hörður Magnús- son KR 100 kg flokkur, Óskar Sigurpálsson 110 kg flokkur, Víkingur Traustason ÍBA 110 kg flokkur, Jón Páll Sigmars- son KR 125 kg flokkur, Hjalti Árnason KR 125 kg flokkur og Torfi Ólafsson KR +125 kg flokkur. Jón Páll er byrjaður að æfa kraftlyftingar að full- um krafti á nýjan leik, eftir að hann snéri sér að vaxtarræktinni, með góð- um árangri, um skeið. Lögguslag- ur í Keflavík ■ Á morgun kl. 14 verður leikinn í Keflavík lög- reglulandsleikur í knatt- spyrnu milli íslcndinga og Énglendinga. Margir leik- menn enska liðsins hafa leikið knattspyrnu með þekktum cnskum liðum og a.m.k. einn þeirra hef- ur leikið með I. deildar- liði. Þaðer miðvallarleik- maðurinn Miekey Butress sem hefur orðið svo frægur að komast í aðallið Aston Villa. Meðal annarra enskra liða sem löggurnar hafa leikið með eru lið eins og Northamton Town, Gill- ingham, Torquay United, Cardiff. Þá hefur einn ensku lögregluþjónanna leikið með unglingalands- liði Irlands og annar með írska liðinu Glentoran. í íslenska liðinu eru nokkrir þekktir kappar, þar á meðal sjálfur lands- liðsmarkvörðurinn, Þor- steinn Bjarnason úr Kefl- avík. Leikurinn er liður í Eví- ópukeppni lögreglulands- liða, en úrslit keppninnar fara fram á Ítalíu sumarið 1985. Dómari í leiknum verð- ur Guðmundur haralds- son, en línuverðir verða þeir Kjartan Ólafsson og Ragnar Örn Pétursson. Millar hjólaði best Robert Millar sigraði á öðrum áfanga Tour De Romandie í gær og hjólaði einstaklega vel. Belginn Alfons De Wolf sem sigr- aði á fyrsta áfanga, varð ekki á meðal 10 fyrstu í gær. Millar hjólaði 181.5 km á fímm klukkustund-' um 26 inínútum og 16 sekúndum. Annar varð Pascai Simon frá Frakk- landi og þriðji Steven Roks frá Hollandi.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.